Á degi íslenskrar tungu...

...

Allt er í heiminum hverfult og stund þíns fegursta frama
lýsir sem leiftur um nótt, langt fram á horfinni öld.
                                        (Ísland eftir Jónas Hallgrímsson)

Það er dagur íslenskrar tungu og fjölmiðlar segja frá því að við höldum upp á hann með því að stjórnmálaflokkar landsins verteri nú yfir í að verða ESB sinnaðir. Það er jafnvel talað um að samstaðan um málið sé svo mikil að það hafi ekki þurft að kjósa um málið á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins. Það hefur líklega sést á fundarmönnum hvað Evrópuvitundin var mikil og með sama áframhaldi getum við hætt kosningum. Mætir stjórnmálamenn sjá einfaldlega á fólki hvaða skoðanir það hefur. Hef sjálfur talað við menn sem sátu þennan fund og eru alveg rasandi yfir annarri eins túlkun á skoðunum sem aldrei komu til atkvæðagreiðslu á fundinum. Það var einfaldlega samþykkt að vísa málinu til flokksþings.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ályktunin var enda innihaldslaust bla bla innistæðulausra yfirlýsinga og yfirborðslegs orðalags, sem enginn tekur mark á né skilur. Þetta var eins afrit af skyggnilýsingafundi með Guðna.

Þessi fundur var ekkert annað en flubruleg viðleitni til að mæta háværum kvörtunum um sambandsleysi flokkstjórnarinnar við grasrótina, sem og sjálfstæðisfundurinn með afneitunarmöntru sinni. Svo verður engin breyting á. Hér er bara verið að kaupa sér tíma til að klóra yfir sukkið.

Enginn vill taka við þeim flór sem framsóknarflokkurinn er, svo ég held að engin valdabarátta sé í gangi, bara samantekirn ráð um að ljúga að sjálfum sér og öðrum um að allt sé í besta lagi.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2008 kl. 14:53

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Barni þessi ljóðahending á svo mjög vel við i dag, sértaklega vegna þess einnig ,að við urðum liðveldi 1944,og allir??? vilja nú glata því??Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 16.11.2008 kl. 14:57

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Bjarni nú éftir að þú hefur tíma frá þingstörfum tekur þú þá ekki að þér að hóa saman okkur þeim sálum sem að sjáum ekki ljósið frá stórríkinu eftir fréttir kvöldsins er greinilegt að menn þurfa að taka til höndunum of að á að verja Íslenskalýðveldið

Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.11.2008 kl. 20:09

4 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Komdu sæll

Var að lesa frétt á Vísi.is þar sem þú talar opinskátt um þinn eigin flokk og segir hug þinn. Hreinskilni sem aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar. Gott að til séu menn sem fylgja sannfæringu sinni frekar en flokknum.

Sjálfur er ég að springa úr aðgerðaleysi, virkjum landslýð.

Áfram Ísland

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 16.11.2008 kl. 20:38

5 identicon

Haraldur. Það er einmitt rétt hjá þér að við urðum liðveldi árið 1944 en ekki lýðveldi. Árið 1944 var ákveðnu liði afhend landið sér til brúks og hefur þetta lið síðan þá pínt þessa þjóð í formi sérhagsmunagæslu, einokunar og okurs.

Það væri óskandi að hér fengi lýðurinn,fólkið, að stjórna landinu en ekki spilltir sérhagsmunagsæluhópar.

En hví svo súr Bjarni?

Afhverju stofnið þið ekki stjórnmálaflokk úr Heimsýn?
Það hlýtur að vera grundvöllur fyrir því ef þú telur svo mikla andstöðu vera við ESB-aðild í þessu landi.
En ég held að það verði fáir Sjallar eftir með þér í Heimsýn, nú þegar að flokksforystan hjá Sjöllum stefnir á ESB-aðild. Sjallar fylgja foringjum en ekki persónulegri sannfæringu.

Annars held ég að andstaða þín gagnvart ESB-aðild byggist á misskilningi, ótta og fáfræði.
Öllum þeim smálönd og jaðarsvæði/sjálfstjórnarsvæði sem eru í ESB þrífast vel innan ESB og eru síst minna sjálfstæð en fyrir ESB-aðild.

Ég held að þú hefðir gott af því að búa erlendis um tíma og sjá með þínum eigin augum hvernig aðrar þjóðir búa og skoða Ísland úr fjarlægð með gestsauga.

Ég hef sjálfur búið í ESB árum saman og get sagt þér að Evrópa er kraftaverk miðað við þær hörmungar sem þar hafa dunið á síðustu 100 árum og eru þær framfarir ekki síst ESB-samstarfinu að þakka.

Hermann (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 20:48

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það hljóta ALLIR að sjá, að það er ekkert nema helvítis heimóttaskapur og fordild, að halda í dautt mál, sem eungvir tala lengur utan eyjaskeggja, sem hvort sem er öngvir skilja í.

Þagar sá fagri dagur upp rennur, að við verðum hluti af stórri heild, verðu rnæsta verkefni Samfylkingar gegn Íslandi og öllu íslensku, að leggja af tunguna, sem er nánast alveg dauð og í lopasokkum.

þeir munu leggja til, að við hefjum hrognamál kvalara okkar upp sem vort tungumál.

Þeir brenna passíusálmana, enda angsemítimi þar.

Guðbrandarbiblían fer sömu leið, þar sem Lutherisma er þar að finna.

Halldór Laxnes fer sama síg, vegna elsku á furðulegum mönnum og mótoristum undan Jökli.

Þá er allt nýtt og ekkert að skammast sín fyrir líkt og heimóttalega menná borð við Gísla á Uppsölum og Snorra Á Húsafelli.

Enskan mun hljóma eingöngu og allisr sem mæla á gamla dótinu verða sóttir til saka sem landráðamenn og spoil sports.

 Miðbæjaríhaldið

Þakkar fyrir að enn má mæla og rita vora tungu, jafnvel í Tungunum

Bjarni Kjartansson, 16.11.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband