Vilhjálmur er snillingur...

Líklega kemst enginn maður eins nærri því að vera snillingur í að hafa rangt fyrir sér eins og Vilhjálmur Egilsson.

Ef IMF lánið fæst ekki þá höfum við ekki peninga til að verja krónuna falli og fall hennar verður að einhverju leyti meira. Krónubréfin munu þá fara út á mjög lágu gengi. Hinir skynsamari munu bíða með að leysa þau til sín. En það mun ekkert sérstakt gerast þó IMF lánið komi ekki. Við aukinn útflutning mun gjaldeyrir svo safnast fyrir í landinu og þar með mun krónan hækka í verði samkvæmt venjulegum og ævafornum lögmálum framboðs og eftirspurnar. En það verður erfitt með erlent lánsfé fyrirtækja hvaða leið sem við förum - þar breytir IMF mjög litlu.

Það sem gæti gerst ef IMF lánið kemur er að það hverfi allt ofan í þá hít að mata krónubréf og gengisskráningu og við sætum fátækari eftir en ella.


mbl.is Ávísun á risagjaldþrot ef lán fæst ekki frá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já krónan er ekki góður kostur.. það er nokkuð ljóst.

Óskar Þorkelsson, 16.11.2008 kl. 23:24

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Bjarni

Já, ég óttast einmitt þetta sama og þú, þ.e.a.s. að þetta hverfi allt í hítina og við sitjum uppi með enn meiri skuldir.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.11.2008 kl. 23:26

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

http://icekeiko.blog.is/blog/icekeiko/entry/713002/#comments

þetta verður þú að kíkja á...

Heiða Þórðar, 16.11.2008 kl. 23:41

4 identicon

get svo svarið það að ef einhver hefði sagt við mig í janúar að það væri ágætis staða í október á þessu ári að vera eignarlaus öryrki hefði ég tekið því sem háði og spotti... Ég ætla ekki að þykjast skylja hvað veltur á þessum lánalínum og lánveitingum sem verið er að tala um í fréttum þessa dagana en finnst ansi hart að vita af stjórnmálamönnum þessa áður stolta og sjálfbæra lands ganga um á milli þjóða eins og betlikerlingar...

Brynja (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 23:45

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Það er eins og við séum að kaupa trúverðugleika og traust erlendra fjárfesta fyrir 6 milljarða dollara.  Það er einfaldlega ekki þess virði.

Það gæti verið best til lengri tíma litið að láta fjárfestana fara út með fjármagnið á lægra gengi, þó það gæti verið sársaukafullt á meðan á því stendur.

Lúðvík Júlíusson, 16.11.2008 kl. 23:47

6 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Krónan er ekki sökudólgurinn og það verður ekki vandi að nota hana ef við högum okkur eins á að gera

Það sem sprengdi krónuna voru gengdarlausa erlendar lántökur og þegar það var ekki hægt lengur að taka lán í erlendri mynt til að endurfjármagna afborganir þá dugði gjaldeyririnn af útflutningi ekki til og krónan hrundi vegna eftirspurnar eftir gjaldeyri

Nú er sá þrýstingur farinn og kemur ekki aftur í bráð

Árinni kennir illur ræðar

Drögum andann djúpt,  skaðinn er skeður og þó að ástandið sé slæmt verður það krónan sem hjálpar okkur út úr vandanum 

Setjum krónuna á flot sem fyrst en það er ekki hægt fyrr en millifærslukerfið opnast en ég veit að útflytjendur eiga stórar upphæðir í erlendum ávísunum sem virðist ekki vera hægt að innleysa

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 17.11.2008 kl. 00:06

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég get orðað svona ; Ef krónan verður hér áfram og engin áform um það að skipta henni út fyrir gjaldmiðil sem er gjaldgengur úti í hinum stóra heimi.. þá fer ég héðan ! 

Óskar Þorkelsson, 17.11.2008 kl. 00:09

8 identicon

Óttast einmitt það sama og Bjarni óttast.

Eina ástæða mikillar erlendrar lántöku var að vaxtastig landsins var langt fyrir ofan eðlileg mörk hins lifandi heims.

kve

Dóri (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 01:28

9 Smámynd: haraldurhar

   Tek undir með þér Bjarni að Vilhjálmur er snillingur.  Eftir ég hlustaði á Vilhjálm í Silfrinu í dag datt mér í hug Ragnar Reykás. Vilhjálmur er búinn með réttu að gagnrýna háa stýrivexti undanfarinn misseri, og var nánast eini sjálfstæðismaðurinn er þorði að opna sig um óstjórn Seðlabankans í peningamálum.  Í dag mynntist hann ekki á okurvextina, og vildi styrkja gengið með erl. lántökum.  Eg sé það sem kost að gegið falli verulega er krónan verður sett á flot, og við notfærum okkur lágt gengi hennar til að greiða upp Jöklabréfinn á afslætti.  Útflytendur hafa verið að selja sinn gjaldeyrir erlendis á um 15 til 20% hærra verði en Davíð.

haraldurhar, 17.11.2008 kl. 01:30

10 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Nú þegar við vitum að stjórnvöld hafa gert mörg dýr mistök, veltir maður því fyrir sér, hvort risalánið sé líka mistök, risastór mistök.

Benedikt Halldórsson, 17.11.2008 kl. 02:43

11 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Já, ef mönnum hefði nú borið gæfa til að leyfa Evrópuumræðu hér án stórkallalegrar bullu-lygi um fullveldisafsal og aumingjaskap Íslendinga sem ekki gætu haft nein áhrif þar sem þeir tækju þátt og áróður um að ekkert þráði ESB fremur en ræna, plata og blekkja Íslendinga, þá hefðum við kannski hlustað á Valgerði Sverrisdóttur fyrir 3 árum og verið með evru nú, og því engu þurft að kosta til við björgun krónu því við hefðum evru.

Allur IMG pakkinn er jú bara til að bjarga krónunni enda er það eina hlutverk Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins að bjarga gjaldmiðlum en ekki sérstaklega að bjarga efnahagskerfum eða fólki. - IMF ætti því ekki erindi hér ef engin væri krónan, og við gætum notað bjargir okkar og lánmöguleika beint til uppbyggingarinnar.

Helgi Jóhann Hauksson, 17.11.2008 kl. 03:55

12 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Allt verður Íslandi að óhamingju!  Nú IMF!  IMF bjargar ekki neinu, dæmin sanna og nú bið ég ykkur að googla lítið og skoða skýrslur og þessháttar, að IMF hefur komið löndum Afríku og S-Ameríku til "hjálpar" og með þvingunum sett þar sínar stjórnir, breytt hlutföllum og strúktúr landanna og víða farið sem eldur um jörðu hvað stjórnmálaþvinganir snertir. Ekki nema von að maður sé smeykur!  

IMF út í hafsauga!

Baldur Gautur Baldursson, 17.11.2008 kl. 07:43

13 identicon

Bjarni ther ferst ekki ad tala thu stygur ekki beint i vitid tho fjolmidlar hafi viljad ræda vir thig i allskonar umræduthattum tha var malid ekki thad ad thu hefdir vit a umræduefninu heldur thad ad thu attir thad til ad koma med krassandi og vanhugsadar yfirlysingar sem stududu marga

anna (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 09:19

14 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, bannsett krónan. það er mikið á sig lagt að ríghalda í ónýtt drasl og greiða það háu verði.

Brjánn Guðjónsson, 17.11.2008 kl. 09:54

15 identicon

Blessaður Bjarni.

Vilhjálmur vill viðhalda lánahítinni til yfirskuldsettra fyrirtækja.  Ef 10 þúsund millarðar eru að falla vegna hrun bankakerfisins þá skil ég ekki hvernig svona smápeningar eins og IFM lánið á að breyta  vantrausti í trúverðugleika.  Þó útlendir kröfuhafar eignuðust alla ríkisbankana uppí skuldir eru það líka smáaurar uppí hítina.  En veðin, fyrirtæki og auðlyndir Íslendinga eru mikils virði og þessi bankaleið er ávísun ábein yfirráð útlendinga á öllum eigum okkar og tekjum um aldir og æfi.  Það er ekki nóg með að örfáir einstaklingar komust upp með að rústa æru og lífskjörum núverandi kynslóðar, taglhnýtingar þeirra ætla líka að rústa framtíð barna okkar.  Allt er þetta gert undir því yfirskyni að forðast hrun atvinnulífsins.  Ég bara spyr; Er það ekki þegar hrunið. Enginn heilbrigður rekstur stendur undir núverandi skuldsetningu.  EN ÞEIRRA LEIÐ TRYGGIR AÐEINS EITT OG ÞAÐ ER AFSAL SJÁLFSTÆÐIS LANDS OG ÞJÓÐAR.  Til hver er þá verið að berjast, þegar vonin er engin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 12:39

16 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Téður Vilhjálmur hefði betur farið úr mínum elskaða Flokk og flutt sig í Samfylkingu gegn Íslandi eins og ég hefi nú tekið uppá,a ð nefna Samfylkinguna, því að ef marka má skoðanakannanir, eru yfir 90% þeirra undirlægjur og þý ESB

Afar óyndislegur söfnuður að tarna.

Miðbæjaríhaldið

vill máotstöðu gegn landsölufólki og þjóðníðingum og hyski Bretavina á borð við það sem birst hefur síðari vikur.

Semsé afar hryggur yfir útburðarvæli Vilhjálms fyrrum vinar síns Egilssonar.

Ekki getur þú átt vin í vini óvinar þíns, sem fram kom glöggt í Fóstbræðrasögu og víðar

Bjarni Kjartansson, 17.11.2008 kl. 13:00

17 identicon

Það eina sem ekki má nota þennan sjóð í er að verja krónuna. Það væri versta ráðstöfunin sem hægt væri að leggja út í.
Til þess að hægt sé að leysa þessar skuldbindingar sem heimskir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn hafa leitt yfir okkur þarf að verja þær erlendu eignir sem eru til staðar.
Hugmynd Robert Alider sem þú ert að éta upp hér er einungis fær ef stungið er af frá öllum erlendum skuldbindingum þjóðarinnar. Hann "gleymir" Icesave skuldbindingunni, hann gleymir SÍ lánalínum sem hafa verið dregnar í erlendum myntum og horfir eingöngu til þeirra skuldbindinga sem felast í ríkisútgáfum sem gefnar hafa verið út og jöklabréfum.
Hann er eins og margir hagfræðingar búinn að skilgreina ástandið miðað við ákveðnar forsendur en vandamálið er að forsendurnar eru langt frá því að vera raunhæfar. Þess vegna hefur Vilhjálmur rétt fyrir sér en ekki Robert og alls ekki þú Bjarni.
Hvet enn fremur til þess að þú, Davíð Oddson, Guðni Á, Steingrímur J og fleiri íhaldssamir einangrunarsinnar finnið ykkur litla eyju og flytjið þangað. Þar getið þið verið utan allra ríkjasambandi "frjálsir" á eigin landi ásamt Bjarti í Sumarhúsum.

IG (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 13:11

18 Smámynd: Anna Svavarsdóttir

Kæri IG við erum einangruð á lítilli eyju utan allra ríkjasambanda.

Anna Svavarsdóttir, 17.11.2008 kl. 13:23

19 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hæ IG mér finnst nú einhvernvegin alveg eins rökrétt að þú og frjálslyndir fjölmenningar sinnar yfirgæfu skerið og leyfðu okkur hinum að vera í friði það er eiginlega mun rökréttar.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 17.11.2008 kl. 15:55

20 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jæja Bjarni. Nýr flokkur í mótun sýnist mér? About time.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2008 kl. 16:14

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er með nafn:  Fullveldisflokkurinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2008 kl. 16:16

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég legg ennfremur til að holtasóley verði táknmynd ykkar og einkennislitur gulur. (þ.e. grænn án bláa litarins)

Hvernig líst þér á?

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2008 kl. 16:53

23 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Góðar tillögur, Jón Steinar.

Alveg hjartanlega sammála pistli Bjarna.

Ég er viss um að flestir Íslendingar eru vaknaðir eða eru að vakna til meðvitundar aftur eftir fylleríið sem við höfum orðið vitni að, og hrista af sér meðvirknisfjötrana.

Nú má alls ekki taka alkann í sátt aftur fyrr en hann er búinn að fara í meðferð, það þarf líka að halda honum að efninu þegar hann snýr aftur. Þangað til verða aðrir að grípa stjórnartaumana, óvíst að þeim óvirka verði nokkurn tíma sleppt í þá aftur. Ég ætla eiginlega rétt að vona að svo verði ekki, heldur muni hann hafa sig hægan um ókomna framtíð.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.11.2008 kl. 17:24

24 identicon

Hvað með Miðaldaflokkinn?

Stefnan verður þjóðleg gildi, moldarkofar, bara Ríkissjónvarp(ekki á fimmtudögum og í júlí) og tengsl við önnur lönd rofin.

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband