Til hamingju Valgerður!

Til hamingju Valgerður Sverrisdóttir með að vera orðinn formaður Framsóknarflokksins.

Ég get aftur á móti ekki óskað Framsóknarflokknum til hamingju með þessa breytingu. Vísir hafði eftir mér að ég hefði neitað að segja mig úr flokknum. Það er rétt, ég taldi ekki rétt að gera það í samtali við blaðamann Vísis og mun bíða átekta um sinn. En líkurnar á að það takist að endurreisa flokkinn þannig að Framsóknarflokkurinn verði fyrir framsóknarmenn, þær líkur eru minni en áður eftir atburði dagsins.

Líklega er það rétt hjá Guðna að eftirláta flokkinn því fólki sem hefur nú um langt skeið beitt öllum meðulum til að ná þar völdum. Leyfa þeim sem eyðilagt hafa flokksstarfið allt þetta kjörtímabil að spreyta sig. Kannski rís flokkurinn í höndum þessa fólks þegar við framsóknarmennirnir erum farnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Ég held að það hafi eftir allt saman verið viss blessun, að póstur þinn fór víðar en hann átti að fara, því öðlingsdrengur sem þú átt ekki að vera í þessum flokk er deyjandi er sem Framsóknarflokkur heitir!

Himmalingur, 17.11.2008 kl. 17:11

2 identicon

Verðið þið landbúnaðarsinnar úr Framsókn ekki bara að sameinast sjávarútvegsmönnunum úr Sjálfstæðisflokknum (sem munu líklega vera flokkslausir eftir janúar) og stofna sameiginlegan atvinnugreinaflokk?

mg (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 17:12

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú er ykkar tími kominn Bjarni. Það mun vera sótt á ykkur um nýjan flokk með gömlum og jarðnærum gildum. Vona að þið takið vel í það.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2008 kl. 17:19

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Líst vel á hugmynd mg hér að ofan. Nú ríður á að koma upp viðspyrnuafli gegn ESB vændinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2008 kl. 17:21

5 identicon

Mér finnst alltaf lítið drengskaparbragð að svona "hamingjuóskum".

Hef hugboð um að þær komi ekki þaðan sem þær eiga að koma.

Frá hjartanu.

RT (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 17:30

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Drepið hef eg mann og annan!!!! er sagt í sögunni,en þá finnst mér nú framsóknarflokkurinn  allur!!!tek ekki undir hamingjujóskir til Valgerðar//Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.11.2008 kl. 17:31

7 identicon

Takk Bjarni... Haltu áfram að búa til illdeilur í Framsókn eins lengi og þú getur. Íslandi veitir ekki af að losna við Framsókn sem fyrst :)

Takk Bjarni (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 17:39

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég ræddi við nokkra skagfirska framsóknarmenn um helgina og ég gat ekki heyrt betur en að Guðni ætti góðan hljómgrunn en það sama var ekki að segja um Valgerði og ESB.

Sigurjón Þórðarson, 17.11.2008 kl. 17:41

9 identicon

Bjarni, þú ert eini Framsóknarmaðurinn sem ég hef borið virðingu fyrir utan Steingrím Hermannsson. Guðni er margflæktur og sauðspilltur eins og flestir sem hafa verið við stjórn framsóknar síðustu árin.

Þú veist mæta vel og ALLIR hverskonar viðbjóður var hafður við einkavæðingu bankana og Fiskveiðistjórnunarkerfið, ekki að það þurfið að margtyggja ofan í alþjóð siðleysi og spillingu sem hefur og fer fram hér á landi.  Listinn er langur og þú tókst þína ábyrgð sem gerði þig að manni sem hægt er að bera virðingu fyrir. Enn fyrrverandi formaður þinn hefur skilið eftir sig sviðna jörð.

mosfeld (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 17:53

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni.

Sá hlær best sem síðast hlær.  Núna þarf Guðni að gera upp samstarfið við Davíð og Halldór á hreinskiptan hátt.  Draga ekkert undan og biðjast afsökunar því sem miður fór.  Þegar hrunið skellur á okkur á fullum þunga uppúr áramótum og landsöluliðið hefur neytt Alþingi að sækja um ESB aðild, þá mun Guðni byrja nýtt pólitískt líf.  Ísland er of fámenn þjóð til að Guðni geti leyft sér að vera á hliðarlínunni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.11.2008 kl. 17:58

11 identicon

Mehee

 Farið hefur fé betra en ALDREI á grösugri lendur heldur en Guðni nú gerir:  900.000 kr. í eftir(OFUR)laun!  

 Svona fá menn þegar þeir standa sig eða hvað?

Bjarni, það er agalegt að horfa upp á þig svona svekktan, sorrý og smámæltan út í allt og alla.  Ef mig misminnir ekki þá sýndir þú okkur, almenningi, svo eftirminnilega um daginn hversu megnugur þú ert siðferðissviðinu sjálfur.  Gæti það verið vandamálið hjá ykkur í Framsókn?  

Ég meina þá fyrir utan tölvukunnáttu þína!!!

Farðu burtu og helst sem lengst.  Þjóðin þarf EKKI á þér og þínum líkum að halda.

Góðar stundir

Friðrik G (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 18:20

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Afsögn Guðna undirstrikar þína, Bjarni, og gefur okkur and-ESB sinnum von um að skoðanasamherjar séu af fullri alvöru að safna liði til þess að verja sjálfstæðið.

Friðrik G!  Þau eru súr... 

Kolbrún Hilmars, 17.11.2008 kl. 18:48

13 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Þetta er ekki góð, sanngjörn né réttmæt yfirlýsing frá þér.

Stefán Bogi Sveinsson, 17.11.2008 kl. 18:57

14 identicon

Það vantar nú miðjuflokk sem sem stendur gegn ESB aðild og ver frelsi einstaklingsins.

Palli (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 19:07

15 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

það var nú leitt að svo fór. Það er mikil eftirsjá eftir ykkur báðum Guðna og Bjarna á Alþingi. Í Reykjavík var mikill hamagangur, fólk man kannski eftir að þegar Guðjón Ólafur kom í sjónvarpið og sagðist vera með heilu hnífasettin í bakinu.

Hins vegar þegar Guðjón Ólafur o.fl. hurfu á braut þá varð vinnufriður loksins í Reykjavík og við höfum staðið þétt á bak við Óskar Bergsson. Hann hefur einbeitt sér að því að byggja upp liðsanda og það gengur vel og getur bæði Reykjavíkurborg glaðst yfir að losna við óstjórnina þegar Ólafur var borgarstjóri og fá núna samstillta stjórn þar sem unnið er af virðingu fyrir öllum og minnihluti er hafður með í ráðum í sem flestu og reynt að hafa sem lýðræðislegust vinnubrögð.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 17.11.2008 kl. 19:14

16 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Þið Guðni hafið sýnt fordæmi sem fleiri mega fylgja.

Eftir situr Valgerður Sverrisdóttir

Sigurður Ingi Jónsson, 17.11.2008 kl. 19:15

17 identicon

Vegni ykkur báðum vel.  Hef mikið álit á ykkur og hlakka til að sjá ykkur stofna alvöru flokk, sem mun vafalítið fá meiri hljómgrunn en Framsókn.  Held að gamlir Framsóknarmenn séu foxillir vegna þessa atburða og fjöldaúrsagnir séu yfirvofandi úr flokknum.  Bjarni þú ert hörku maður og í raun ein af fáum sem getur borið höfuð hátt þarna inná Alþingi.  Taktu þér hvíld og komið þér svo sterkur tilbaka.

Baldur (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 19:28

18 identicon

Um að gera að stofna klofning úr B og D gegn Evrópusambandsaðild Íslands. Gott nafn á þann flokk gæti verið Gamla Ísland.

Önnur stefnumál gætu verið áframhaldandi verðtrygging, áframhaldandi miðstýring og höft í landbúnaðarkerfinu og viðspyrna gegn öllum nýjum hugmyndum í skipulags- og samgöngumálum. Allt sem einkennir hina "íslensku sérstöðu" og gengur út á það að allt séríslenskt sé mest og best.

Baldur Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 19:30

19 Smámynd: Jóhannes Eiríksson

Sæll Bjarni!

   Ég mun sakna þín sem þingmanns. Samt varstu ennþá skemmtilegri orginal sem óbreyttur. Þingið er helsi.

   Ég vona samt að þú rísir upp og styðjir félagshyggju í borg og sveit.

Jóhannes Eiríksson, 17.11.2008 kl. 19:40

20 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Gæti orðið almenningi til happs ef afsagnir alþingismanna yrði tískufyrirbrigði.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 17.11.2008 kl. 19:54

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég þekki ekki innviði Framsóknarflokksins og  hvernig vindar blása þar um slóðir en ég heyri ekki betur en Guðni sé vinsæll meðal almennings.

Það eru vatnavextir í íslenskri pólitík.

Sigurður Þórðarson, 17.11.2008 kl. 19:59

22 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Góður Bjarni.  Nú er bara að bretta upp ermar og stofna nýjan flokk líkt og mg leggur til hér að ofan. Þú og Guðni munu leiða hann.

Flokk fyrir félagshyggjufólk og hagsmuni dreyfbýlisins.

Valgerður og hennar ESB-hyski geta átt sig !

Gott innskot hjá Palla hér ofar.

Skákfélagið Goðinn, 17.11.2008 kl. 20:47

23 identicon

Ég veit ekki með Valgerði en:

Til hamingju ÍSLAND!!!!!!!  Þú ert laust við Guðna og Bjarna á einu bretti.

Verst að hafa Brúnastaðagerpið áfram á launaskrá.  Væri kannski hægt að taka upp evru og borga honum áfram í krónum.  Hann gæti þá kannski fengið að kaupa Tígulgosann hjá Bjarna vini sínum á kr. 999.--

marco (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 20:49

24 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Tími Þjóðarflokks Íslands er runninn upp. Flokks sem stendur vörð
um fullveldi og sjálfstæði Íslands, þjóðmenningu Íslendinga og
tungu. Flokks sem ALLIR ESB-andstæðingar geta 100% treyst.
Flokks allra þjóðhollra manna, eins og t.d Barna og Guðna.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.11.2008 kl. 21:15

25 identicon

Núna er lag Bjarni, þið félagarnir farið saman í framboð ! 

JR (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 21:18

26 Smámynd: Baldur Már Róbertsson

Ég styð nýjan flokk Bjarni og Guðni, sérstaklega vegna þess að í suðurlandskjördæmi eru bara eftir eiginhagsmunapotarar og liðleskjur. Það verður ekki stórmál að leggja Dýralækninn og Jónsson úr eyjum að velli. Björgvin kemur örugglega með í nýjaflokkinn, hann er allt of heill til að vera í kvennalistanum (þar er sko spillingin).

Baldur Már Róbertsson, 17.11.2008 kl. 21:27

27 identicon

Risaeðlurnar í íslenskum stjórnmálum safnast til feðra sinna. Nú þyrftum við einnig að losna við Jón Bjarnason.

Villi (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 22:12

28 identicon

Dapurlegar fregnir um þennan merka og góða flokk. Þetta geta svo sem verið endalok deilna innan flokks en fylgið kemur ekki eftir þetta, hreint ekki.

Már Ásþórsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 22:13

29 identicon

Nú er  GILITRUTT  orðin formanskvendi Framsóknarflokksins.

Númi (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 22:16

30 Smámynd: HP Foss

Georg Bjarnfreðarson myndi segja að þessi Friðrik G væri vanviti.

HP Foss, 17.11.2008 kl. 23:10

31 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég tek undir með Dagnýju , endilega að fá Guðna til að blogga já og Ísólf líka. Þjóðlegir framsóknarmenn sem mæta í ullarpeysum í réttir með pela af brjóstbirtu, taka í nefið til hátíðarbrigða og kunna góðar sögur, ég tala nú ekki um vísur, eru einu framsóknarmennirnir sem mér finnst eitthvað til koma. Ef Framsóknarflokkurinn á bara að vera fyrir gljápíkur og Evrópusinnaða postulínshunda með skjalatöskur, þá er eins gott fyrir sómakæra menn að yfirgefa samkvæmið.

Sigurður Þórðarson, 17.11.2008 kl. 23:19

32 identicon

Skil Guðna vel og held að hann hafi ekki farið og sagt bless vegna fyrri málefna flokksins, heldur einfaldlega vegna sárinda og vonbrigða yfir að sjá drauminn sinn um sterka samstöðu flokksins hrynja og hefur verið yfirþyrmdur af ábyrgðartilfinningu vegna þess. Þessi flokkur - Framsóknarflokkurinn hefur aldrei verið upp á mínu pallborði vegna þess að mér finnst persónulega ( á þingi er sagt: ég tel.....) að kjaftakerlingamórallinn hafi verið mest áberandi í þessum flokki, meiri heldur en í Samfylkingunni. Þessi mórall er að fara með flokkinn og mig grunar að rótin sé í því að flokkurinn er/var upphaflega bændaflokkur og hver bóndi er kóngur á sínum bæ og þ.a.l. í vörn gagnvart öðrum kóngum (bændum) í sveitinni. Í slíku samfélagi þrífast kjaftasögur um náungann vel yfir eldhúsborðinu eða með kíkinum í eldhúsglugganum. Í guðanna bænum, Bjarni, ekki detta í þessa gömlu gryfju. Styddu frekar flokksmenn til að fara á sjálfstyrkingarnámskeið og naflaskoðun á eigin ábyrgð og áhrifum innan flokksins ef hann á að lifa. Flokkurinn, eins og hann er núna, er hreinlega að deyja, lognast útaf.

Nína S (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 23:22

33 identicon

Sæll Bjarni,

Er ekki bara kominn tími til að þið Guðni og aðrir góðir samvinnumenn stofnið hreinlega Samvinnuflokkinn? Þá geta ESB sinnarnir kringum Valgerði horfið með henni.

Hinrik (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 23:33

34 identicon

Ég myndi nú frekar óska Íslendingum til hamingju með að losna við Guðna af þingi. Við þurfum að byggja nýtt og betra þjóðfélag og afturhaldseggir eins og þú og Guðni eru betur geymdir einhverstaðar annars staðar en á þingi. Ég óska hér með Íslendingum til hamingju með að hafa losnað bæði við Guðna Ágústsson og Bjarna Harðarson af þingi. Betur má þó ef duga skal. Næstur á óskalistanum er Björn Bjarnason.

Jói (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 00:00

35 identicon

Ertu til í að segja þig úr flokknum vinur!

BJ (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 00:13

36 Smámynd: Héðinn Björnsson

Nú er um að gera að fá Guðna til að segja frá. Er ekki einhver sem getur náð í manninn svo hann geti sagt okkur frá.

Héðinn Björnsson, 18.11.2008 kl. 01:05

37 identicon

Margt er sagt og margt er ritað en þar fauk það eina sem gerði framóknarflokkinn að framsóknarflokki Þú og Guðni. Ég er eiginlega bara alveg bit hefði ekki verið nær að koma hinum í burtu eða þá að gefa þeim bara nýjan flokk. Spilling og kjaftasögur. Það er tvennt sem einkennir sanna framsóknarmenn eins og mig og þig og Guðna. Við erum of heiðarlegir með skoðanir okkar við allt of alla og viljum koma þeim á framfæri og fá einhverja með rök á móti okkar skoðunum. Þetta kann fólk ekki í dag það má skipta um skoðun það má rökræða það eru allir flokkar að plotta undan hvor öðrum alls staðar hef staðið þar sem 2 sjálfstæðismenn hafa sagt hvor við annan mjög ljóta hluti um þann 3 en hvað þeir létu það aldrei uppi heldur hlýddu forystunni algerlega skoðanalausir og dauðir hvaða framfarir verða í svoleiðis umhverfi menn þurfa hins vegar að tala beint og það eina sem þú gerðir rangt varðandi bréfið var að senda það ekki bara strax beint á fjölmiðla með hvatningu til þeirra að birta það. Tel nefnilega að skoðanir flokka og manna eigi að liggja á borðinu. Ég myndi koma með þér og Guðna í framboð Við erum svona 50/50/50 sammála en málið er að við gætum komist að niðurstöðu með því að rökræða eitthvað sem Valgerður Halldór og fleiri flokksmenn hafa ekki viljað ræða. Held næstum að það þurfi að finna framsóknarflokkinn aftur breyta Valgerði og co bara í kvennalista.

kveðja úr kópavogi

Halldór (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 01:47

38 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Bjarni, þú verður bara að bjóða þig fram til formanns.

Framsóknarflokkurinn hefur á síðustu árum verið tveir flokkar í einum; annars vegar þjóðlegur en málefnalegur miðjuíhaldsflokkur og síðan flokkur evrópubandalagssinna sem auk þess telur örgustu framapotara og lýðskrumara fólks sem eru um fertugt og yngra, þótt ég telji Valgerði alls ekki til þess hóps. 

Hitt er það að allir flokkar verða að hafa sérstöðu; annars hætta menn bara að kjósa þá og núna er fátt sem skilur að framsóknarflokkinn og samfylkinguna annað en stóriðjustefnan. 

,,Frjálslyndi´´ flokkurinn er tilfinningahlaðinn eins eða tveggja máls flokkur og það í vægast sagt mjög umdeildum málum. Frjálslyndi flokkurinn bíður dauða síns eins og bæði skoðanakannanir gefa tilefni til og það að frjálslyndi flokkurinn skiptist í rauninni í jafn marga flokka og þingmenn hans á þingi. 

Núna hafa Framsóknarmenn gefið ,,frjálslyndum´´ lífsvon með því að gerast samlitir samfylkingunni.

Ég er sjálfur hvorki andvígur né hlynntur inngöngu í ESB og vil ekki heldur mynda mér skoðanir á stóriðjumálum.

Hitt er það að þörf er á mönnum á borð við Bjarna Harðar og Guðna til að gagnrýna niðurskurð og kjaraskerðingu hverra sem annars fara með landstjórnina. Bjarni er eini maðurinn sem getur endurreist og sameinað flokkinn með skynsömu fólki, þótt ungu framapotararnir og lýðskrumararnir hörfi; unga fólkið sem eingöngu eru í flokknum vegna þess að honum hafa fylgt pólitísk völd langt umfram kjörfylgi.

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 18.11.2008 kl. 09:16

39 identicon

Sæll Bjarni. Fyrir nokkru var maður í flokknum sem heitir Kristinn H. Hann stærði sig m.a. af því að vera "sannur framsóknarmaður". Hann er nú farinn úr flokknum. Sértu sannur framsóknarmaður þá heldur þú ekki áfram að draga flokkinn niður  heldur mætir á flokksþing og skýrir skoðun þína. Það er hreinlegra að segja sig úr flokknum en rífa hann niður undir hans merkjum. Bjarni, ég taldi þig tala fyrir breyttum vinnubrögðum innan flokksins. Því olli það mér miklum vonbrigðum þegar þú klúðraðir þessum dæmalausa tölvupósti. Fyrir mig sem Skagfirðing var bréf þeirra heiðursmanna mikil vonbrigði þar sem þeir hafa ekki sést á fundum, né í starfi flokksins amk. síðan 1998. Það hefðu þeir átt að vinna skoðunum sínum fylgi. Þú hefur réttilega gagnrýnt þá sem hafa notfært sér flokkinn til persónulegs frama og lítið hugsað um stefnumál eða fólkið í flokknum. því bið ég þig að hætta árásum á flokkinn og þar með okkur hina venjulegu framsóknarmenn. Ekki falla í sömu grifju og þeir sem þú hefur gagnrýnt.

Kær kveðja, Gunnar Bragi.

Gunnar Bragi Sveinsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 13:14

40 identicon

Framsóknarflokkurinn er grænn ............ af myglu !

Hann verður vonandi ekki til eftir næstu kosningar  

ag (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 18:53

41 identicon

valgerður gat ekki leynt kæti sinni í sjónvarpinu í fyrradag. hún heldur sennilega að henna tími sé kominn !

lt (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 23:17

42 identicon

Get alveg hugsað mér að kjósa Bjarna, en aldrei Guðna, hann er gegnsósa af klíkuskapnum.

(IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband