Rangur misskilningur...

Flokksbróðir minn Hallur Magnússon bloggar um afsögn Guðna og hefur eitthvað misskilið fréttir þegar hann heldur að Guðni hafi staðið upp vegna ábyrgðar á bankahneykslinu. Það er ekki, enda hafa engir málsmetandi menn og jafnvel engir sem koma fram undir nafni haldið að hann beri þar veigamikla ábyrgð.

Þetta er gott dæmi um það sem vinir mínir í Hrútavinafélaginu kalla rangan misskilning!

Guðni stóð upp því að hann fékk ekki vinnufrið fyrir evrópukrötum sem ég hef alltaf talið að eigi heima í Samfylkingunni en ekki Framsóknarflokki. Hallur Magnússon var einn þeirra sem beinlínis krafðist afsagnar Guðna fyrir nokkru og það sama gerði formaður SUF á miðstjórnarfundinum.

Þau hljóta að vera ánægð núna? Er þetta ekki lyftistöng fyrir flokkinn? Við hljótum núna að sjá fylgistölurnar vaxa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég er farinn að segjamæinum Flokkssystkinum mínum, sem höll eru undir Evrópu-Kratisma, að segja sig úr mínum Flokki og ganga bara llóðbeint í að Samfylkja gegn Íslandi.  Þá væru þeir í sama flokki og flestir hinir þjóðníðingarnir og undirlægjurnar.

Sjálfstæðis--flokkurinn getur ekki nafns sín vegna verið til í, að segja sig í ESB.

ÞAr geta synir Magnúsar Bjarnfreðssonar líka farið eða þið sem eru þjóðhollir í Framsókn komið til okkar þjóðhollu Íhaldsmanna ímínum elskaða Flokki og breiðfylgt með okkur gegn ESB landsölumönnum.

Miðbæjarihaldið

Bjarni Kjartansson, 17.11.2008 kl. 21:56

2 identicon

Menn sem láta hjarta og samvisku ráða för eru menn að meiri.

Jenzen (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 21:56

3 identicon

Formaður Suf og reindar fleiri  komu vissulega upp á miðstjórnarfundi og vildu breitingar á forustu flokksins vegna stöðu flokksnis,  vel má vera að einhverjir hafi þar verði með EsB  í huga en ég held nú að það sé ekki síður ástandið í þjóðfélginu um að kenna því ekki er nú fylgið að sópast að okkur. Mér finst þú taka stórt upp í þig að vilja reka stóran hluta af flokksmönnum yfir í Samfylkingunna út af ágreining um eitt mál.

framsóknarmadur (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 22:01

4 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Ef það ætlar að verða lykilmál flestra stjórnmálaflokka, eins og virðist stefna í, að Ísland sæki um flýtimeðferð um inngöngu í ESB, þá vona ég að þessir ribbaldar sem stilltu okkur upp við vegg vegna Icesave geri okkur þann greiða að neita að taka við okkur.

Það eru gríðarlega mikilvæg mál sem eftir er að skilgreina, skilja og greina, og útskýra síðan fyrir þjóðinni áður en hún getur tekið afstöðu til þeirrar umsóknar. Það kemur í öllu falli ekki til greina að vera leidd eins og lömb til slátrunar af því síljúgandi upplýsingatregðufólki sem nú er við völd.

Geir Haarde sagði síðast í dag að á Íslandi væri þingræði. Það hljómar kynduglega í eyru þeirra sem vita að þingið hefur ekki verið upplýst um nokkurn hlut í tengslum við verstu fjármálakreppu sem vestrænt ríki hefur nokkru sinni tekist á við á friðartímum.

Okkur er sýnd óvirðing. Þess ber að gæta í næstu kosningum.

Sigurður Ingi Jónsson, 17.11.2008 kl. 22:06

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eins og Bjarni Kjartansson segir, ESB sinnar eiga að Samfylkja GEGN Íslandi.  Með hvaða hætti er þeirra mál.

Við hin, eigum að Samfylkja MEÐ Íslandi. Það er okkar mál! 

Kolbrún Hilmars, 17.11.2008 kl. 22:11

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Einn þeirra þátta sem áberandi var þegar þeir sem vildu forystuna frá - og þá var ekki talað um Guðna einn né sértaklega - heldur forystuna í heild - var möguleg ábyrgð Framsóknarflokksins á núverandi efnahagsástandi.

Það vita allir að ábyrgð Guðna á því er hverfandi eða engin - að öðru leiti en því að hann var ráðherra í þeirri ríkisstjórn og varaformaður Framsóknarflokksins.  Ábyrgðin felst fyrst og fremst hjá Sjálfstæðismönnum og Samfylkingu.

Það er reyndar rangur misskilningur hjá þér að halda því fram að 70% Framsóknarflokksins eigi heima í Samfylkingunni!

En þér er frjálst að hafa þá skoðun!

Hallur Magnússon, 17.11.2008 kl. 22:21

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvað er rangur miskilningur Bjarni ? ef þú miskilur mig rétt.. hvaða miskilningur er það þá ? 

Óskar Þorkelsson, 17.11.2008 kl. 22:22

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þetta eru áhugaverðir tímar Bjarni að það eru bara allir flokkar að verða að einni allsherjar Samfylkingu. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.11.2008 kl. 22:22

9 Smámynd: Hallur Magnússon

... og Bjarni!

Ekki gleyma því að tillaga um að lögð verði tillaga fyrir flokksþing um að Ísland farið í aðidlarviðræður við ESB var samþykkt af miðstjórnarfundi ÁN MÓTATKVÆÐA!!!

... enda hefði tillaga um að ganga skuli strax til viðræðna við ESB um aðidl Íslands verið samþykkt með miklum meirihluta á miðstjórnarfundinum - ef ekki hefði verið lagalegur vafi á því að miðstjórn gæti tekið svo skýra og klára stefnu fyrir Framsóknarflokkinn - það væri best að flokksþing gerðui það!

Hallur Magnússon, 17.11.2008 kl. 22:29

10 identicon

,,Ábyrgðin felst fyrst og fremst hjá Sjálfstæðismönnum og Samfylkingu."

 Hallur !

 Ekki ertu svona illa gefin ?

Hver var í ríkisstjórn þegar bankarnir voru einkavinavæddir ?

JR (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 22:44

11 Smámynd: HP Foss

Rétt hjá Gunnlaugi,  þjóðin flýtur sofandi að feigðarósi.

HP Foss, 17.11.2008 kl. 22:58

12 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Ég veit ekki hvort Hallur Magnússon gerir sér grein fyrir því eða ekki, að þessi stefna sem Framsóknarflokkurinn staðfesti um helgina að ESB-væðast verður mjög líklega til þess að flokkurinn missir um helming af því fylgi sem hann hefur í dag. Þú mátt heldur ekki gleyma því að þó svo að þeir sem sátu miðstjórnar fundinn um helgina hafi verið að mestu sammála um að ESB-væðast þá er fullt af flokksfélögum út um allt land sem er vægast sagt hundóánægt með þessa ESB-væðingu flokksins.

Þið ESB-sinnar í flokknum gerið ykkur vonandi grein fyrir þessu. Líklegt er að ef þessi ESB-væðing verður ofaná í janúar, þá mátt þú reikna með fjöldaúrsögnum úr flokknum og jafnvel fer skriðan af stað fyrr.

Af hverju getið þið ekki gert okkur alvöru Famsóknarmönnum þann greiða að segja ykkur úr flokknum og ganga til liðs við samfó, því þar eigið þið heima !

Framsóknarflokkur með ESB-stefnu verður aldrei trúverðugur..bara ómerkileg eftrilíking af Samfylkingunni.

Skákfélagið Goðinn, 17.11.2008 kl. 23:01

13 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Bjarni Ég gekk í frjálslindann miðjuflokk sem ekki er með kreddur til hægri eða vinstri flokkur sem er að vinna fyrir fólki með blandað hagkerfi ekki frjálshyggju og ekki sósaalisma heldur flokkur samvinnu og félagshyggju Ef það er ekki félagshyggja að leifa skoðunum að þróast í flokknum mínum þá er eitthvað mikið að þegar ofstæki er annarsvegar þá sért mönnum ekki fyrir í áróðri sínum og því miður held ég að þú sér mjög nálaægt því og þess vegna varð slys og þú hrasaðir í eigin flækju.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 17.11.2008 kl. 23:05

14 identicon

Hallur skammastu þín þú ert ekki Framsóknarmaður.

Guunna (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 01:15

15 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Bjarni minn, við Skotta söknum bæði þín og Guðna.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 01:29

16 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Maður hefur nú heldur betur fylgst með strengjabrúðum í Framsóknarflokknum sem talið hafa allar leiðir liggja til Brussel án nánari skoðunar svo með ólíkindum er en fyrrum formaður gaf tóninn, sem sumir telja sér skylt að syngja undir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.11.2008 kl. 01:38

17 identicon

Það þarf að fá evrópumálin á hreint.

Allir tala um að vega kosti og galla þess að ganga í ESB. En hvernig gerum við það? Jú einmitt með því að ganga í aðildarviðræður.
Það þýðir ekki endilega að við séum ekki á einhverri bullandi hraðferð inní ESB.

Annars hef ég alltaf meira gaman af því að ræða svona hluti augliti til auglitis. Mér finnst fólk of oft missa sig á internetinu.
Það getur verið hættulegt að missa sig alveg í yfirlýsingum og alhæfingum. Sérstaklega bak við tölvuskjáinn.

Einar Freyr (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 01:41

18 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Það gæti orðið almenningi til happs ef afsagnir alþingismanna yrði tískufyrirbrigði.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 18.11.2008 kl. 03:14

19 identicon

Bjarni. Ég vona að þér sem og öðrum vegni vel í lífinu en ég færi með ósannindi ef ég segðist sakna þín af þingi. Nú eða Guðna, ef út í það er farið. Þú segir í þessari grein, með hæðnistóni, að nú hljóti fylgistölur Framsóknar að vaxa. Vaxa frá hverju? Frá síðustu kosningum eða frá því fylgi sem flokkurinn hefur núna í skoðanakönnunum eða í kringum 7%! Framsókn hefur verið á hraðferð að feigðarósi. Staðreyndin er sú að andstaða við aðild að ESB er í besta falli tímaskekkja enda væri sú lægð sem efnahagur landsins er nú í svo margfalt grynnri ef íslensk stjórnvöld hefðu haft hyggindi til að ganga til liðs við ESB og taka upp evru fyrir mörgum árum eins og öll skynsemisrök lágu til. Því miður var svo ekki en nú stefnir Ísland vonandi hraðbyr inn í þetta samband Evrópuþjóða og sennilega verður það hið jákvæða sem kemur út úr þessu öllu saman. Ísland hefur ekki lengur efni á að hlusta á bölsýnistal ESB andstæðinga hvers helstu rökin eru að þeir séu meiri "föðurlandsvinir" en aðrir. Hvílíkt bull og sennilega öfugmæli. Staðreyndin er auðvitað sú að okkur sem vilju inngöngu í ESB þykir jafn vænt um fósturjörðina og hinum. Við erum bara ekki haldnir svo miklum þjóðernisrembingi og þröngsýni að ætla að okkur sem þjóð sé betur farið sem einangruðu samfélagi með handónýtan gjaldmiðil. Við viljum vera í samfélagi þjóðanna og taka þátt í þeirri Evrópu sem við búum í og verið er að byggja. Auðvitað eru alltaf einstaklingar sem helst vilja búa einir, lausir við samskipti við aðra, rotandi í eigin einsemd, sjálfsgremju og einangrun í sinni holu. Það er þeirra val en þeir mega ekki ráða ferð þjóðarinnar.

HDN (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 10:18

20 Smámynd: Baldur Már Róbertsson

Skrýtið að fólk geti ekki skrifað undir nafni og þá sérstaklega kvennalistafólk sem vill í esb, þannig eru nú samt málin í dag að Sjávarútvegsráðherra sagði að við yrðum að hætta hvalveiðum ef við förum inn í esb og svo voru myndir í sjónvarpsfréttunum af fátækum bændum frá nýju esb löndunum að biðja um að styrkir til þeirra yrðu sambærilegir við þá sem bændur í Þýskalandi og Frakklandi fá. Þið kvennlistakonur og aðrir samfylkingarmenn sem þykist berjast fyrir jafnræðimeðal almúgans og viljið ganga í esb ættuð að nota höfuðið og fylgjast með ójafnræðinu í esb. Við höfum aðeins fengið að kenna á því undanfarnar vikur í kreppunni þar sem stórir hafa nýðst á litlum, en við fréttum ekkert af því hvernig bankamálin ganga á milli td.þýskalands og Bretlands. Lítill fugl hvíslaði því að mér að þar væru stór mál í gangi sem kæmu ekki upp á yfirborðið og væru útkljáð í bakherbergjum. Þau mál eru mun stærri heldur Icesave, en svona vinnur esb.  

Baldur Már Róbertsson, 19.11.2008 kl. 00:55

21 identicon

Baldur. Það er ekki orð af viti í þessum texta þínum. Til hvers ertu að skrifa þegar þú hefur ekkert að segja. "Lítilll fugl hvíslaði að þér" einhverjum samsæriskenningum um ESB?!!  Sjensinn að ef einhver slík samsæri væru í gangi innan ESB þá myndi einhver hvísla þeim að nobody eins og þér. Taktu nú bara geðklofa töflurnar þínar svo þú hættir að heyra raddir upp úr þurru.

Bjarki (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband