Ég skil

Ég skil að Magnús Stefánsson sé reiður. Við framsóknarmenn erum allir í nokkru uppnámi eftir atburði gærdagsins. Við Magnús áttum gott samstarf í þingflokki Framsóknarflokksins og ætlan mín var ekki sú að varpa rýrð á hann eða aðra mæta framsóknarmenn.

En ég vona að það skipti máli hvað ég sagði raunverulega en ekki útúrsnúningur fjölmiðla eða bloggara þar um. Ég sagði aldrei að við Guðni værum einu sönnu framsóknarmennirnir. Bara aldrei!

Öll þessi blogg eru hér neðar.

Ég stend við allt sem ég hef sagt og vitaskuld er það svo að þeir taka það til sín sem eiga. Ég hafði Magnús Stefánsson ekki sérstaklega í huga í þessu sambandi og þykir miður að hann skuli misskilja hlutina með þessum hætti.


mbl.is „Bjarni móðgar framsóknarmenn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Við blaðamenn Foldarinnar óskum þér til hamingju, Bjarni Harðarson, með að hafa tekist að kalla fram örlítinn vott af lífsmarki hjá dauðustu framsóknarmönnum á Íslandi. 

Blaðamenn Foldarinnar, 18.11.2008 kl. 14:05

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

mér þykir ómaklegt að talað sé svona um magnús stefánsson hér á ´mínu bloggi og kann því betur að menn noti kommentakerfið til að hreyta í mig einan...

Bjarni Harðarson, 18.11.2008 kl. 14:49

3 Smámynd: Björn Birgisson

Móðgandi framkoma Guðna Ágústssonar

„Bjarni móðgar framsóknarmenn"

Það skiptir þjóðina ósköp litlu hvað Framsóknarmenn eru duglegir að móðga aðra Framsóknarmenn. Ég hef fylgst nokkuð vel með skrifum Bjarna Harðarsonar, bæði fyrir og eftir fall hans af þingi. Hann hefur ekki verið að móðga neinn að mínu viti. En það gerir Guðni Ágústsson.

Hann rýkur af þingi og úr sinni formennsku, gefur engar skýringar. Skellir á fréttamenn, sem honum þótti svo gaman að skeggræða við fyrir helgina. Engin yfirlýsing, hvorki til flokksmanna, né þeirrar þjóðar sem hefur borgað honum kaupið í tvo áratugi eða svo. Þetta er stórmóðgandi framkoma, bæði í garð þjóðarinnar og þó sérstaklega gagnvart illa höldnum og vígþreyttum Framsóknarmönnum.

Björn Birgisson, 18.11.2008 kl. 20:17

4 Smámynd: J. Trausti Magnússon

Ég er ekki sammála þér Björn. Bendi á færslu sem ég skrifaði um Guðna og fréttamennina nú fyrir stundu

J. Trausti Magnússon, 18.11.2008 kl. 21:04

5 identicon

Guðlaugur. Ekki vissi ég að maður þyrfti að vera svona hrokafullur til að vera alvöru Framsóknarmaður.

Bjarni. Vissulega sagðir þú ekki að þú og Guðni væruð einu Framsóknarmennirnir. En mér finnst aftur á móti ansi stórort að segja að meirihluti flokksins séu ekki alvöru Framsóknarmenn og eigi heima í Samfylkingunni.

Einar Freyr (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 21:38

6 Smámynd: haraldurhar

    Bjarni hefur framsóknarflokkurinn ætið verið vondur við þá ráðherra sína er hafa haft hugsjónir í breytt og betra mannlífs á undanförnum áratugum.

   Fyrir mér hefur Framsóknarflokkurinn síðna Steingrímur Hermannson leiddi flokkinn ekki staðið fyrir neitt annað í mínum augum en völd og úthlutn á bitlingum atvinnu, og eignaráðstöfun til útvalda.  Því er ´það nokkuð ljóst að hann sendur höllnum fæti í dag þegar ekkert nánast engu er að úthluta.

   Nær allir þeir er ég þekki í dag og fylgja Framsókn, eru annaðhvort genatízkt bornir til flokksins, eða þá þeir hafa hlotið dúsu frá honum, og jafnvel enn trúa að þeir fái mola af borði flokksins.  Því held ég að skipun ykkar á bankaráðsstöðum í sl. viku hafi verið stór mistök pólitízk, að skipa afdankaða flokkstrúaða menn´í þessar stöður í stað margra ungra vonarbiðla til bitlinga ykkar. 

   Þegar rætt er um sanna eða ósanna framsóknarmenn, þá kemur ekkert annað upp í huga mér annað en Strandamenn, sem eru upp til hópa fylgendur flokksins hver sú sem stefna hans er. Það sem meira er að enginn þeirra er þarna í snöpum eftir bitlingi.

haraldurhar, 18.11.2008 kl. 21:47

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég held að það sé örugglega rétt hjá Bjarna að menn eru svona viðkvæmari og viljugri á beittari skeytasendingar í öllu umrótinu sem er í gangi. Úr þessu verður misskilningur og rangur misskilningur.

Snjallast fannst mér þó af Bjarna að hafa þær Harðardætur, systur sínar, í varamannasætunum. Þrátt fyrir að reikna megi að Harðargenið hafi verið þjóðlegt og hreint, þá hefur komið í ljós að kratisminn er ríkjandi gen í flokknum !!! :) Með kærri kv.  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.11.2008 kl. 21:51

8 Smámynd: Steinn Hafliðason

Sæll Bjarni,

leitt hvernig fór hjá þér. Ég hef hins vegar lengi velt því fyrir mér af hverju hinn skeleggi framsóknarmaður Magnús Stefánsson hafi aldrei verið orðaður við formanninn í Framsókn. Hann er óneitanlega ekki eins vafinn í þá atburði sem núna hrista þjóðina ólíkt núverandi formanni.

Steinn Hafliðason, 18.11.2008 kl. 22:07

9 Smámynd: Baldur Már Róbertsson

Hver er framsóknarmaður ?? Valgerður Sverrisdóttir ?? Ég held að hún væri fín í kvennalistanum með Imbu frá Haugi og litlu guttunum með bindin sem skoppuðu í kringum Halldór Ásgrímsson. Ég hef alltaf talið framsókn vera flokk sammvinnu og uppbyggingar á  Íslandi en ekki afl sem vill framselja völdin í landinu í hendur stórþjóða í evrópu, þess vegna segi ég að sannur framsóknarmaður er á móti inngöngu í esb. Bæði Guðni og Bjarni hafa staðið við þær grunn hugmyndir. Ég legg til að þeir stofni þjóðarflokk sem byggir á þeim hugmyndum og ég mun kjósa þá.

Baldur Már Róbertsson, 19.11.2008 kl. 01:15

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það er reynsla mín, gegn um tíðina, að mínir bestu vinir hafa reynst þeir sem ég er ekki alltaf sammála og hef getað haft skoðanaskipti við. því oftast stefna menn að sama takmarki. menn greinir bara um leiðirnar að því.

ég ætla að halda mig utan við orðaskipti ykkar framsóknarmanna, enda ég ekki framsóknarmaður og því eðlilegt að ég standi á hliðarlínunni í þeim efnum.

hins vegar tel ég að að stefna okkar allra, hvort heldur við erum moldakofabúar eða aðrir, sé að efla nyt kúnna okkar.

gvöð, nú hljóma ég eins og Guðni.

réttast að koma sér í háttinn.

Brjánn Guðjónsson, 19.11.2008 kl. 01:27

11 identicon

til hamingju með þetta, vinsælasti bloggarinn sl. 7 daga, segiði svo að dagar framskóknar séu taldir!!!

þórdís (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 14:32

12 identicon

Vegna frétta af þér í kvöld 19. nóv þykir mér við hæfi að minna þig á að oft hefur þú nú velt fyrir þér því að það að vera framsóknarmaður eigi ekki að vera einstaklingshyggjumaður og hugsa mest um sinn eigin frama. Láttu ekki hégómann hlaupa með þig í gönur. Veit ekki til þess að þú hafir verið hrakinn úr Framsóknarflokknum, og ekki heldur fengið staðfest að svo hafi verið með Guðna Ágústsson.

Held raunar frekar það sé styrkleikamerki stjórnmálaflokks ef nú á tímum upplausnar í samfélaginu er opinskátt rætt hvernig best sé að líta til framtíðar. Mín skoðun er sú að Guðni hafi ekki sýnt þokka þeirra hetja íslendingasagna sem hann hefur sem mest rætt um. Að hlaupa frá borði líkt og hann gerði. Það er ámátlegt að sjá hann ekki geta tekist á við fólk og þá jafnvel þurft að lúta í gras. Það bað hann enginn um að skipta um skoðun alls ekki en meirihlutinn hlýtur að eiga að ráða í hvert og eitt skipti fyrir sig. Ef meirihluti flokksmanna er á einni skoðun þá hlýtur flokkurinn að eiga að fara þá leið. Gaman væri að heyra hvort þú ert ósammála þeirri staðhæfingu minni.

Með framsóknarkveðjum sem ég vona að þú takir enn undir.

anonymous (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 21:27

13 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Óvenjulegt er að tveir áhafnarmeðlimir stökkvi fyrir borð, fyrst vélamaðurinn og síðan skipsstjórinn. Núna siglir Framsóknarflokkurinn áfram e-ð vélarvana og án nokkurrar vitrænnar stjórnunar.

Ef þið Guðni stofnið nýjan Framsóknarflokk í guðanna bænum forðist þær freistingar sem gamli Framsóknarflokkurinn var hvað einna mest þekktur fyrir hin síðari ár, að vera margflæktur í sögu spillingar á Íslandi. Endilega dustið rykið af fyrstu stefnumálunum og færið þau til nútímans.

Gangi ykkur vel.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.11.2008 kl. 22:02

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni.

Hugsaðu til Hriflu.  Farðu svo um landið og skoðaðu alla þessa stóru héraðsskóla, menntaskólann á Akureyri, brýrnar í Bárðadal og önnur samgöngumannvirki og mundu að þessi mannvirki voru reist þegar við vorum fátæk þjóð en vilji eins manns var það mikill að hann lagði drög að menntun og manngildi alþýðu þessa lands.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.11.2008 kl. 02:19

15 identicon

Þetta er stórmerkileg bloggsíða. Menn skrifast á og skattyrðast; hver sem betur getur. Tek undir að blessaður Guðni skinnið Ágústsson, hefði gjarnan mátt eiga aðgang að meiri reisn við brotthvarf sitt úr störfum. Óskop hefðu þá margir glaðst. Gunnar heitinn í Fljótshlíðinni hætti við að fara til útlanda og "lét" drepa sig, ekki satt?

Hins vegar er, þið elskulega fólk, sem hér birtist: Guðni skinnið, er auðvitað bara rétt eins og hvur önnur manneskja-þegar þing- og formannsbyrðinu sleppir. Og honum hefur sennilega hreint ekkert veitt af að hvíla sig. Kannski bara mál til komið? - Helga Ágústsdóttir

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband