Bófar sem njóta vafans

Áttu þessir nýríku fjármálasnillingar lögvarinn og stjórnarskrárbundinn rétt til að féfletta og veðsetja þjóðareignir og innistæður okkar í bönkum?
Eiga þessir sömu aðilar fullan rétt til að fela þessa fjármuni "sína."?

Ofanritað á blaði færði Hjörtur Þórarinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri SASS mér í liðinni viku sem fyrirspurn til valdhafa og þar með alþingismanna. Spurningin sem Hjörtur leggur hér fram lýtur hér að því hversu lengi stjórnmálamenn ætla að slá skjaldborg um þá sem hvað verst léku hagkerfi okkar. 

Þar hafa fulltrúar allra flokka nema VG staðið fast á því að ekki megi ganga of hart fram af ótta við að þar með sé gengið á stjórnarskrár varinn rétt. Þetta er afar órökréttur fyrirsláttur flokka sem hafa alið manninn undir handarjaðri auðmannanna. Vitaskuld er hverskyns skerðing á réttindum manna, t.d. þeirra sem nú gista Litla - Hraun, skerðing á þeim almennu réttindum sem frjálsir menn eiga að búa við. En í öllum samfélögum hefur verið litið svo á að þau réttindi veiti mönnum ekki rétt til ránskapar og það er rökstuddur grunur um að þessa dagana er verið að koma undan gríðarlegu þýfi af íslenskum þjóðarauð í gegnum viðskipti sem enginn veit fyrir vissu hvernig brutu gegn íslenskum lögum.

Við stjórnarmyndunarviðræðurnar nú í janúar gengu mínir gömlu félagar í Framsókn harðast fram í því að auðjöfrarnir fengju sem lengst að njóta vafans. Venjulegir karamelluþjófar njóta ekki slíkrar verndar heldur eru þeir hnepptir í gæsluvarðhald - síðan rannsakað og dæmt. Hvenær ætlar borgarahreyfing Harðar Torfa að hætta að æpa á Davíð einan og snúa sér að því sem máli skiptir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég álít eftirfarandi:

1.  Bankar hafa farið gróflega gegn hagsmunum sinna viðskipta,,vina" með því að ráðast að gegni og breyta umhverfi fjármála í skrípaleik, Því eru menn að lögum frjálsir að þeim samningum sem gerðir voru og því brostin sú krafa banka og sjóða, að skuldarar greiði annað en þeir skrifuðu undir, það er meðalverðbólgu um 2%

2.  Lögfróðir menn, sem farið hafa gegn hagsmunum þjóðarinnar í málum, sem eru nú að ,,lýsast" það er hver raunverulegar ávirðingar voru jafnvel enn verri en ákært var fyrir (sem dæmi Baugsmál) ættu að leggja inn leyfi sín til að reka mál fyrir dómi.  Dómarar allmargir sem dæmdu GEGN hagsmunum þjóðarinnar ættu að sjá sóma sinn í , að leggja inn lykla að sínum starfstöðum og leggja niður sín embætti það er hætta dómstörfum.

3.  Þeir sem komu okkur inn í EES án skýringa og hafa ENN haldið uppi lygavellu um, að þjóðin hafi haft svo gott af   fjórfrelsinu, ættu að biðjast afsökunar og hætta þtjórnmálaþáttöku.

4.  Þeir hinir sem lánuðu útlendum mönnum, --gegn nánast engum veðum, -- gjaldeyri, sem tekin var að láni og þjóðin nánast veðsett fyrir ef trúa má Hagffræðingum og öðrum fræðingum, (sem ég efast stórlega um)  ættu að leggja allar sínar eigur inní ríkiskassann og biðsjast óaflátanlega forláts og bjóða fram hrygg´stykki sín til húpflettingar með vöndum á áusturvelli.

5.  Þeir sem fóru gegn þj+óð sinni í Fjölmiðlamálum ættu að segja af sér, öllum embættum, því nú má ljóst vera, að viðkomandi eru og voru á mála hjá vafasömum elementum.  Nú eru menn ekki Hreinir og beinir né Hreint Loft sem umlykur þá.

6.  Hætta ber strax að skrökva að fólki um ,,Nýja Ísland" það er ekki til og  það sem nú liggur og engist af innanmeinum Græðgi Lygi og annarra Höfuðsynda , er einmitt hið margrómaða og uppklappaða ,,Nýja Ísland" sem allt var hægt í  og allt var falt.

Leitum að gamla Íslandi, þar sem gömul gildi voru enn virt.

Ég er íhald og vil halda í það sem hald er í  en henda hinu.

Miðbæajríhaldið

Bjarni Kjartansson, 16.2.2009 kl. 12:24

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þann 10. okt setti ég inn færslu sem nefndist "Frystum West Ham" þar sem ég lagði til að frystar yrðu eignir þeirra tuttugu einstaklinga sem taldir eru aðalleikarar í útrásinni.

Skondin eru skrif Bjarna Kjartanssonar þar sem rússabandalagið undir forystu Björgólfsfeðga, Hannesar og Davíðs og þarf ekkert að endurskoða áherslur og vegvísa.

Bjarni ert þú búin að missa af lestinni í framboðsmálum? Ég myndi trúlega kjósa þig í persónukjöri af lista Samfylkingar. Hvar á trúboðinn að vera, ef ekki mitt á meðal heiðingjanna?

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.2.2009 kl. 14:19

3 identicon

Kynt er í Helvíti heitast bál

hrösulir þangað farnir,

en líklega eiga þeir enga sál,

útrásarvíkingarnir.

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 14:35

4 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Raddir fólksins - og þau eru hópur þúsunda manna, eru líka þín rödd Bjarni minn!

Við eigum að vera límd við Austurvöll þessa dagana til þess að hamra á aðgerðarleysi vegna þessarra manna.

Við sem viljum láta frysta þessar eigur auðmanna eigum að bjóða þeim eina flokki sem hefur ekki verið feiminn við að orða þetta, VG stuðning okkar í þeirri baráttu.  Raddir fólksins eiga aldrei að vera flokkspólitískur vettvangur.  Hörður Torfa er ágætur skipuleggjandi en hann á ekkert að vera að heimasækja prelátana, við erum eingöngu Raddir fólksins og eigum að einbeita okkur að því.

Býð þér til stöðu á Austurvelli.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 16.2.2009 kl. 15:22

5 Smámynd: Halla Rut

Sammála þér hér. Algjörlega er það merkilegt að þeirra mannréttindi eru stærri en okkar hinna er höfum í raun verið rænd og skulum borga brúsann. Það er merkilegt að heyra málflutning Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að ekki megi ganga að þessum mönnum því ekki megi brjóta eignar- eða mannréttindi þeirra. Það er merkilegt að þetta fólk skuli halda þessu fram og vekur upp spurninguna: af hverju?

Er hver maður brýtur af sér hefur hann fyrirfram fyrirgert sér ákveðnum mannréttindum. Þegar bankastjórarnir settu af stað "hringihóp" er var gert að hringja í fólk, er átti innistæður á bókum í bönkum þeirra, og  sagt að reyna að fá það til að setja aurana inn í sjóði sem sagðir voru vera algjörlega öryggir þá voru þeir að fremja fjársvik. Þeir voru að fremja fjársvik því það sem þeir voru í raun að gera var að ná í peninga fyrir tæknilega gjaldrota fyrirtæki er voru í eigu eigenda bankanna eða einhvers í krossvinatengslahóp þeirra.

Ef ég gabba peninga af t.d. gamalli konu með lygum þá fæ ég dóm ef ég næst svo því skyldi það ekki gilda það sama um menn er gera slíkt hið sama í skjóli banka?

Takk fyrir bloggvináttu.

Halla Rut , 16.2.2009 kl. 15:45

6 Smámynd: Þór Jóhannesson

Bjarni komdu á Austurvöll með þessa ræðu - viss um að skipuleggjendur fagni því. Væri líka gaman að fá að heyra þína skoðun á því að um leið og Álfheiður reyfaði þessa hugmynd í stjórnarviðræðum minnihlutastjórnarinnar þá ruku Framsóknarmenn upp til handa og fóta með upphrópunum um stjórnarskárbrot (m.ö.o. hvaða menn er flokkurinn að vernda?)!

Þór Jóhannesson, 16.2.2009 kl. 16:00

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

 hverniger vísan aftur:Stelirðu miklu og stendur hátt???svo vantar,en stelirðu litlu og stendurðu látt??? þið hljótið að kunn það hinir víssu/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 16.2.2009 kl. 18:02

8 identicon

Bjarni átt þú þátt í þessari óreiðu,jú þið voruð í stjórn.Varstu sofandi á vaktinni.?

Númi (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 18:20

9 Smámynd: Bjarni Harðarson

Númi - mig rámar ekki í að hafa setið sem stjórnarþingmaður á Alþingi en það er rétt að ég var stuðningsmaður gömlu stjórnar íhalds og framsóknar og get alveg viðurkennt í dag að rót vandans verður til +á þeirri vakt. En ég ber þar ábyrgð til jafns á við aðra sem kusu!

Bjarni Harðarson, 16.2.2009 kl. 18:43

10 identicon

Ad mínu mati er sú 'mannréttinda vernd 'sem gefin hefur verid til skjóls thessa lids sem setti landid á vonarvol eingongu vegna sameiginlegra leyndarmála theirra og 'framármanna'landsins. Thad tharf ad gera lista yfir alla rádamenn thjódarinnar thar sem haegt er ad safna stadreyndum um hvern og einn og hvernig their eru tengdir sódaskapnum, til thess ad haegt se ad halda stadreyndum saman thar sem vid getum fylgst med og vitad hvernig og hvad. Allar thessar stadreyndir voru fyrir hendi en ekki audvelt ad sannreyna fyrr en hugsanlega nú og thá í gegnum bloggid en ekki hlutlausa frettamennsku. Vid verdum ad muna t.d. hvernig Árni Matthiasson 'seldi sálu sína' samfara 'breytingum' á Sparisjód Hafnarfjardar, og graeddi 13.5 milljónir..  stela her og graeda thar. Vegna thessara leikreglna í ollum málum hefur stjórnin ekki thor til thess ad lata rannsaka hvad og hvernig málin hafa thróast.  Thjódin? hun skiptir thennan mannskap ekki máli, samt laetur hún sér blaeda út fyrir thetta pakk.

gerdur palmadottir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 19:05

11 identicon

Eftirfarandi staðreyndir ættu nú að vera frekar augljósar í tengslum íslenskt samfélag:  Ísland hefur í langan tíma verið "ævintýraland" fyrir fáar útvaldar fjölskyldur sem fengu úthlutað "þjóðarauðnum" eftir "helmingareglu Framsóknar & Sjálfstæðisflokksins!"  Svikamyllur þeirra byrjuðu af alvöru með "kvótakerfinu", svo kom "Decode svikamyllan", síðan var fjöldi ríkisfyrirtækja seldur á góðu UNDIRVERÐI til RÉTTRA aðila (fjölskyldna) og svo kom einkavinnavæðingin á bönkunum!  Meira að segja þó svo að Ari sagði sig út úr einkavæðingarnefnd í tengslum við það sem hann kallaði “ótrúlega siðblindu” þá gerðist ekkert.  Þarna átti t.d. íslenska verkalýðshreyfingin að boða til VERKFALLA til að stöðva þessa siðblindu leikfléttu Framsóknar & Sjálfstæðisflokksins.  ÞÖGN t.d. “fjölmiðla” – “Forseta Íslands” – “Verkalýðshreyfingarinnar” – “Lífeyrissjóðanna” – “Stjórnmálaflokkanna” – “Þingmanna” – sú þögn (samtrygging) er ærandi!!Dagfinnur dýralæknir vildi auðvitað taka þátt í að verða ríkur og sala hans og annara á stofnfé Sparisjóð Hafnarfjarðar er "viðbjóðslegur gjörningur".  Þegar fjármálaráðherra þjóðarinnar gengur í farabroddi fyrir því að ná til sín fé, þá lofar það ekki góðu.  Ímynd landsins í útlöndum er einfaldlega rétt, þeir líta á okkur sem "fábjána og fjárglæframenn". Við erum "heimsmeistarar í því að “blekkja & svíkja út fé", jafnt hérlendis sem erlendis.  Þessar svikamyllur gengur einfaldlega upp af því að stjórnvöld ákváðu "að sofa á verðinum" - "ákváðu að rímka allar reglur" svo "óreiðumenn gætu svikið, logið og blekt sem flesta".  Meira að segja Óli Grís var fengin til að dansa eins og hirðfípl og gefa þessum siðblindum peningafíklum “trúverðugleika” á erlendri grund.  Svo voru fjölmiðlar þessara “spilafíkla” óspart notaðir til að “blekkja & ljúga” að þjóðinni.  Svo var taktíkin hjá Geir, Sollu & Davíð auðvitað sú að "sína lánadrottnum" (Þýskalandi, UK, Hollandi & öðrum) bara "fingurinn" og segja við þá "We are not going to pay".  En þá komust við að því að vinaþjóðir okkar segja "svona fábjána vinnubrögð ganga ekki upp - þið berið ábyrgð á ykkar glæpamönnum".  En ef það eru einhverjir íslendingar sem halda að gengið verði að auð þessara "auðmanna" þá er það barnleg óskhyggja.    Þjóð sem lætur bjóða sér “kvótasiðblindu” í tugi ára lætur bjóða sér hvað sem er!  Þetta áttuðu íslenskir stjórnmálamenn sig á og því föru allar þessa svikamyllur í gang.  Vissir aðilar (fjölskyldur) fengu það sem þær vildu og auðvitað má ekki taka frá þeim eitt eða neytt, eða hvað?  Auðvitað átti að frysta allar eigur þeirra sem tengdust bönkunum strax!  Er ekki búið að vera augljóst í langan tíma að þarna eru “fjárglæframenn” að störfum, menn sem “svíkja & blekkja” – slíka menn sækir maður STRAX til saka, ef hér væri eðlilegt samfélag.  En við búum í SIÐBLINDU samfélagi, þeir sem ekki vissu það áður, hljóta átta sig á þeirri staðreynd nú!  Svona siðblinda hefði aldrei gengið upp, nema út frá þeirri sorglegu staðreynd að hér að mörgu leiti “fábjána samfélag” – en slíkt samfélag myndast þegar t.d. fjölmiðlar hafa fyrir því að blekkja heilt samfélag.  Þegar síðan Forseti Íslands & stjórnvöld taka þátt í BLEKKINGARLEIKNUM sem er spunninn upp, þá getur ekki orðið annað en þjóðargjaldþrot.  Allir vitibornir menn voru búnir að vara við þessum “sýndarveruleika” frá og með árinu 2004, en það var bara gert góðlátlegt grín af þeim.  Þetta var allt saman öfund dana o.s.frv.Af hverju er ekki fyrir löngu búið að kalla til dæmis alla bankastjóra, bankastjórnir og banka eigendur á fund ríkissaksóknara þar sem þessir einstaklingar hafa ALLIR stöðu GRUNNAÐ manns! Í byrjun hrunsins, þá mæti lögreglan í Lúxemborg inn í bankanna strax og fjarlægði alla yfirmenn og setir voru inn nýir aðilar.  Hér voru sömu menn á LAUNUM við að EYÐA eigin slóð og fela það sem þeir þurft að fela.  Síðan mun koma skýrsla (kattarþvottur) og lokaorðin verða eitthvað á þessa leið: "...allt bankakerfið í heiminum þarf að læra að taka upp vandaðri vinnubrögðu....bla...bla!"  Segja má að ALLIR hafi brugðist og mikilvægt er að standa öðruvísi að sölu & rekstri banka í framtíðinni.  Einnig er mikilvægt að breyta endurskoðunarlögum og herða síðan allar reglur & auka gegnsæi til að afstýra að svona lagað geti gerst aftur...:). Eftir situr íslenska þjóðin sem “skuldaþrælar” við að moka upp skít “óreiðumanna”.  Þetta er svo sannarlega “helvítis fokking fokk” og það verður spennandi að heyra í þjóðin í sumar þegar “bankagjaldþrot númer tvö” kemur í ljós - hvernig hljóðið verður þá í landanum? 

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 21:47

12 identicon

Nú er ég búin að sitja við og lesa mig andlega sveitta all nokkra stund. Klukkan orðin alltof margt, en ég varð bara aðeins að "kíkja á hann Bjarna".  Og hér er sumsé innlegg mitt i þjóðmálaumræðuna í dag/nótt:

Billinn min stendur bilaður uppi á melum nokkrum, i miðri eyðimörk í Tungunum... helv .... samfara sam ("fokking fokk"). Grefils ólán!

En þá er það víst bara ólin inn  um 3 göt, enn og aftur.

Helv.... samfara sam!!!

En góða nótt samt. "Ekkert batnar við andvökur" sagði kerlingin  í þjóðsögunni "Tökkum fingur tifa á" - og slökkti bara; punktur.is

Helga  Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 03:19

13 identicon

Stelirðu litlu í "steininn" mátt
staulast, karl minn sérðu.
En stelirðu miklu og standir hátt
í stjórnarráðið ferðu.
Höfundur:

Þórður Einarsson Snóksdal -

Solveig (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 06:18

14 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þakka fyrir þetta Sólveig/Bjarni kunnir þú þetta/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.2.2009 kl. 11:03

15 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tek undir með Miðbæjaríhaldinu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.2.2009 kl. 11:33

16 Smámynd: Bjarni Harðarson

ég kunni hana ekki halli nema fyrstu línuna - minnir að heyrt hana hjá karli föður mínum fyrir margt margt löngu. og já ég verð að taka undir með síðasta ræðumanni, eins og jafnan er ég sammála miðbæjaríhaldinu (sem ég held að verði nú að hugsa sig vel um áður en hann kýs íhaldið næst! ) ég er ekki hvað síst hrifinn af eftirfarandi nálgun hjá nafna mínum sem ég held að séu orð í tíma töluð:

2.  Lögfróðir menn, sem farið hafa gegn hagsmunum þjóðarinnar í málum, sem eru nú að ,,lýsast" það er hver raunverulegar ávirðingar voru jafnvel enn verri en ákært var fyrir (sem dæmi Baugsmál) ættu að leggja inn leyfi sín til að reka mál fyrir dómi.  Dómarar allmargir sem dæmdu GEGN hagsmunum þjóðarinnar ættu að sjá sóma sinn í , að leggja inn lykla að sínum starfstöðum og leggja niður sín embætti það er hætta dómstörfum.

Bjarni Harðarson, 17.2.2009 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband