Össur sem ekkert veit

Kostulegt að fylgjast með umræðunni á Alþingi um Icesave og aðgerðir breta, kyrrsetningu eigna o.s.frv. Össur veit ekki til að Íslendingar hafi gert nokkuð af sér! Bara enginn, ekki nema þá Davíð, allir aðrir eru saklausir!! Og nei það hefur ekkert verið talað við Brown ennþá en það hefur rifjast upp fyrir fráfarandi forsætisráðherra að hann talaði einu sinni við vin Browns þessa sem hefur að nafnfesti að vera mesta giggóló.

Bresk stjórnvöld krefja okkur um skrilljónir.

Icesave viðræðurnar liggja niðri sem er kannski eins gott.

Kannski er líka eins gott að hvorki Geir né Björgvin töluðu við Brown, aldrei að vita hverju þeir hefðu lofað. 

En ég vil að Jóhanna fari og tala við þennan samflokksmann sinn í Downingsstrætinu og mætti taka Álfheiði með sér.

En áður en þær fara þurfum við að fara að sem siðaðar þjóðir og kyrrsetja eigur útrásarvíkinganna og taka af þeim skýrslur. Þá fyrst geta Bretar skilið að við, Íslendinar, erum í sama liði og annað heiðarlegt fólk en ekki er við einhverskonar gangsteraforingja að eiga. Meira að segja í Eystrasaltslöndunum eru stórefnamenn látnir finna til tevatnsins og allir þeirra samningar langt aftur í tímann ógiltir með sérstökum lögum. En hér, hér eru ráðherrar að semja við þá með sms - sendingum...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þú ert góður í dag Bjarni

Óskar Þorkelsson, 17.2.2009 kl. 20:59

2 Smámynd: Sæmundur Ágúst Óskarsson

Ég náði því ekki alveg en var á tali hjá Brown eða var hann á  klósettinu þegar Geir hringdi

Sæmundur Ágúst Óskarsson, 17.2.2009 kl. 22:00

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

hann var að drekka te og síminn á silent...

Bjarni Harðarson, 17.2.2009 kl. 22:55

4 identicon

Hvers vegna finnst þér eins gott að viðræður um Icesave liggi niðri? Ég vil vita á hverju krafan á hendur Íslendingum um Icesave byggir. Það hefur ekki enn verið sagt. Ég vil að flokkarnir segi hver er ætlun þeirra í deilunni um Icesave. Ég vil geta valið mér flokk eftir því hvort flokkurinn ætlar að leggja Icesave klyfjar á mig eða ekki! Mér finnst ekki koma til greina að flokkar komist í gegnum kosningar á þess að gefa upp hvort þeir ætli að láta kúga þjóðina til að borga skuldir eigenda Landsbankans gamla. Það gæti banabiti þjóðarinnar að viðræður um Icesave liggi niðri.

Helga (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 01:10

5 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Ég var á Borgarafundir í Háskólabíói þar sem núverandi dómsmálaráðherra Ragnheiður Árnadóttir, var spurð að því í lok fundar hvort eignir auðmanna yrðu kyrrsettar.

Það var afar dapurlegt að hlusta á svar hennar - ekki síst þar sem talsvert hafði verið rætt um dóm Mannréttindadómstólsins varðandi fiskveiðikvótann og framsal hans að ráðherra svaraði:  Það er þannig að það þarf að gæta að mannréttindum hvers og eins.

Því miður var þetta lokaspurningin þarna á þessum fundi.

Margir hefðu eflaust viljað spyrja ráðherra hverjir fengju þá að njóta mannréttinda yfirleitt!!

Það brast einhver von í augum margra á fundinum við þetta svar.

Ég segi - nú eiga Íslendingar að safnast saman og krefjast þess að mannréttindi barna okkar, sem lögð hafa verið í skuldaánauð verði metin jöfn mannréttindum fyrrum bankastjórnenda og útrásar-kvikynda.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 18.2.2009 kl. 01:18

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta er fyndið með smsið. Jón Ólafs að fá lán með fyrirgreiðslu Sollu og co...Það er ekki í lagi með þetta fólk. Hvað voru margir ráðherrar flæktir í málið?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.2.2009 kl. 01:20

7 identicon

Já illt að mannréttindin skuli ekki líka taka til þess að ég losni undan að taka á mig klúður, sem aðrir hafa klambrað saman. (jú,jú ég veit að það er kreppa úti um allt; en ekki líka hérlendisvese"nið þar ofaná... sem hefði víst ALDREI komið til ef ekki væri fyrir ólánið á þeim í útlöndum" - eða...?

Fín sendinefnd: Jóhanna og Álfheiður - málefnalegar, skeleggar og  vilja fyrst og fremst fást við það sem þær eru ráðnar til:  vinna fyrir ÞJÓÐINA  af heiðarleika og skynsemi. Sem sé gott. Harla gott. Góða ferð dömur!

Já, frysta allt sem fryst verður, takk,  svo ekki séu

"annnnn-si-hrrreinnnt" margar smugur á að koma "eignum" undan. Af hverju fæ ég ekki líka smugur til að láta líta út fyrir að ég t.d. skuldi ekkert í bankanum? Akkkurru ekkki? Já, akkkurru?

Í náðinni

Helga Ág.

P.S. Varðandi viðtal á BBC við Geir H Haarde:

EF einhver veit ekki, en hefur áhuga, þá má sjá viðtalið við Geir H Haarde á HARDtalk,  með því að fara inn á BBC HARDtalk og þá birtast valmyndir  (afar skýrar) sem vísa veginn, nánast beint, að þessu viðtali., sem er fyrir ýmissa hluta sakir athyglisvert.

Mig langar líka til að all flestir sjónvarpsféttamenn íslenskir SKOÐI  þetta viðtal, ja allavega "tesar ef ekki þresar"; gaman að SJÁ og heyra mann sem RÆÐUR VIÐ vinnuna sína, en er ekki að kafna úr ungæðislegum sensjón-þorsta. - Einfaldar spurningar og skýrar, aftur og aftur; þrengdar niður; gefst ekki upp (raddbeiting, andlits- og líkamstjáning; augnaráð) - en missir sig hvurrgi, því viðtalið snýst um málefni þar sem verið er að lieta að svörum en ekki bara aða "NEGLA HELVÍTIÐ - YESS".

(já líkamstjáning og svipbrigði, kæru ísl. fréttamenn FLESTIR; skoða þessa þætti og hlusta á raddbeitinguna - svona get ég nú verið almennileg, þegar á reynir; vegvísa með bara smá broddi ) .

H.Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 06:48

8 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Af hverju var ekki tekið á einkafyrirtækisbönkunum eins og hverju öðru einkafyrirtæki hér á landinu, sem stefnir í gjaldþrot, semsé  gerðir upp ?  Ég verð að viðurkenna það hér, að ég skil ekki alveg hver er munurinn á einkafyrirtæki og einkafyrirtæki, eins og t.d. þá voru bankarnir  í einkaeigu.  Af hverju á hinn almenni ríkisborgari að borga skuldir einkabankanna ? Ég er greinilega svona græn...

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 18.2.2009 kl. 09:16

9 identicon

Gott hjá þér, Bjarni.

En hefðirðu skrifað svona ef þú værir enn þingmaður Framsóknar?

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband