Hvíli hinn enski íssparigrís í friði

Icesave viðræðurnar liggja niðri sem er kannski eins gott.

Þetta er núsjálfumgleði að vitna svona í sjálfan sig en ég hef verið beðinn um að skýra afhverju ég er ánægður með að Icesave viðræðurnar liggi niðri. Ástæðan er að það eru líkur á að það megi koma í veg fyrir að þær verði nokkurntíma teknar upp aftur. Fyrir því eru eftirfarandi rök.

- Krafa Breta og Hollendinga er vitaskuld lögleysa og lokleysa af versta tagi en styðst við kúgun þess stóra á þeim litla. Engum dettur t.d. í hug að krefja Bandaríkjastjórn um skuldir vegna Lehmanbræðra eða Madoff fjárfestis en vegna beggja þessara fjármálafyrirtækja töpuðu menn um allar jarðir margfalt þeim tölum sem töpuðust með íslensku glæponanna.

- Nú þegar allt fjármálakerfi riðar styttist í að Bretar, Írar og fleiri standi frammi fyrir algerlega sambærilegum kröfum og þá getur verið að hinir bresku kratar snúi hratt við spilunum og segi,- sko við getum ekki borgað, ekki frekar en Íslendingar og auðvitað borgar enginn svona skuldir. Þetta voru prívat gangsterar. 

- Byrjum á að fá hér að stjórnun landsins menn sem þora að taka á fjármálamönnum þeim sem komu landinu á kaldan klaka og gerum það með skýrslutökum, eignakyrrsetningum og gæsluvarðhaldi þar sem það á við. Þá fyrst skilur umheimurinn að hér á landi eru ekki við stjórn þeir varðhundar útrásarvíkinga sem Bretar máske réttilega telja stjórnvöld hér heima vera. Hvað þarf lengi að tala um rökstuddan grun um peningaþvætti í embættum og fjölmiðlum áður en einn einasti maður er færður til yfirheyrslu!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

TAKK FYRIR NAFNI MINN.

Hér er ekkert tautað í skegg.

Geðleysi var ekki talið til kosta fyrir Vestan.

Mikið sé ég eftir Einari mínum Oddi.

Allt verður ógæfu míns elskaða Flokks að vopni.

Mikið vldi ég, að menn lærðu að lesa hin gömlu og óbrotgjörnu stefnumið hans.

Þau eru öll til en þegar menn hafa gegnið Mammon í þing, halda margir að þeir séu sjálfir orðnir Guðir og því ósnetanlegir, sem dæmin sanna af slímsetum fyrir Dómum Hæstaréttar frá hverjum þeir komu glottandi líkt og sætabrauðsdrengurinn í banrasögunni forðum.

Miðbæjar íhaldið

með böggum Hildar

Bjarni Kjartansson, 18.2.2009 kl. 10:27

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

á meðan þú talar ekki gegn ESB Bjarni þá ertu bara helv góður ;)

Óskar Þorkelsson, 18.2.2009 kl. 11:40

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tek heilshugar undir þessi orð þín, Bjarni, að því undanskyldu að ég vil ekki standa að þeirri lögleysu að kyrrsetja eignir og setja menn í hlekki án sannana. Þá er ég ekki að segja að sannanir sé ekki að finna. Þær eru í bókhaldinu, fundargerðunum og öllum færslunum sem hafa tekið alltof langan tíma að koma í ljós.

Þeir sem tóku ákvarðanirnar og eigendur bankanna bera sektina og þeim ber að refsa, en gerum það á siðmenntaðan hátt.

Lafði Macbeth ætti að vera okkur víti til varnaðar. Skömmina þværðu ekki af þér svo glatt.

Ragnhildur Kolka, 18.2.2009 kl. 12:35

4 identicon

Er þetta Icesave mál þá úr sögunni?

Agla (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 12:45

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Asskoti líst mér vel á þig Bjarni.

Hrönn Sigurðardóttir, 18.2.2009 kl. 13:06

6 identicon

En svo segir Hæstiréttur að allar millifærslur, sala og kaup af sjálfum sér til undanskots og peningaþvættis sé bara "viðskipti" og vísar málum frá eða sýknar, þ.e., ef fjárhæðirnar eru svo háar að enginn skilur þær - ekki heldur dómararnir!

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:52

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þarna erum við sko sammála Bjarni eins og oft/kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.2.2009 kl. 19:35

8 identicon

Þakka þér, Bjarni, fyrir svarið.

Þú hefur vafalítið lög að mæla um að efnahagskerfi annarra þjóða standi tæpt og þá ekki síst það breska. En mér þykir þú nokkuð vonmikill varðandi það að Íslendingar losni undan Icesave. VG gaf í skyn meðan þau voru í stjórnarandstöðu að láninu frá AGS yrði skilað kæmust þau í stjórn og að þau myndu ekki ganga að því að Íslendingar yrðu látnir borga skuldir einkabanka. Það bendir ekkert til þess að þau standi við þetta. Því miður!

"Nú þegar allt fjármálakerfi riðar styttist í að Bretar, Írar og fleiri standi frammi fyrir algerlega sambærilegum kröfum og þá getur verið að hinir bresku kratar snúi hratt við spilunum og segi,- sko við getum ekki borgað, ekki frekar en Íslendingar og auðvitað borgar enginn svona skuldir. Þetta voru prívat gangsterar." Breska ríkisstjórnin hefur nú þegar sýnt að hún fellst ekki á sambærilegar kröfur og hún gerir á Íslendinga, sbr. það að borga ekki innstæðueigendum á Mön.

En þetta eru mínar vangaveltur...

Við getum ekki verið örugg um að eftir kosningarnar í apríl þá fáum við ekki yfir okkur sömu stjórn og gekk að kröfum Breta: Kröfum sem Bretar virðast hafa fengið ESB til að styðja og einnig AGS. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn voru tilbúin að leggja Icesave-klyfjar á Íslendinga og því skyldu þeir flokkar ekki gera það aftur komist þeir í ríkissjórn eftir kosningarnar í apríl? Mundu að Ingibjörg og Geir tóku ákvörðun um að nýta ekki málsskotsréttinn! Það var með vilja gert þótt þau segðu íslensku þjóðinni ekki sannleikann.

Ég held að við getum ekki verið laus undan Icesave nema við fáum viðurkennt með dómi að reglur ESB um ábyrgð geta ekki átt við þegar efnahagskerfi þjóðar hrynur. Það er í þágu Breta að málið fari ekki fyrir dóm og fyrrum stjórnarflokkar veittu þeim stuðning með því að láta málskotsréttinn líða hjá.

Ef ekki væri búið að reikna með að Icesave yrði varpað yfir á þjóðina þá þyrftum við ekki lánið frá AGS og þeirra himinháu vexti, þannig að við erum þegar búin að borga fyrir og líða fyrir undirlægjuhátt ISG og GH fyrir Bretum, ESB og AGS. Við höfum borgað fyrir undirlægjuhátt þeirra með atvinnuleysi, hækkandi verðbótum, lækkandi fasteignaverði, hækkandi vöruverði.

Ég er sammála þér um að flokkar eiga að gefa upp viðhorf sitt til aðildar Íslands að ESB og deili með þér andstöðunni við inngöngu Íslands í þann félagsskap, en mér finnst jafnmikilvægt að vita hvað flokkarnir ætla að gera í Icesave-málinu. Hvaða flokkar ætla að samþykkja það að íslenska þjóðin verði látin taka lán til að borga Bretum, Hollendingum, Belgum og Þjóðverjum skuldir Landsbankans? Og hvaða flokkur eða flokkar ætla ekki að gangast undir það að Icesave-skuldir eigenda gamla Landsbankans lendi á þjóðinni?

Mér finnst það þess vegna vera ógvekjandi að núverandi ríkisstjórn virðist ekki ætla að gera neitt í Icesave. Hún virðist ætla að ýta málinu á undan sér. Og komist ESB-sinnaður flokkur í næstu ríkisstjórn þá óttast ég að aðgerðaleysi núverandi stjórnar verði til þess að ESB-sinnuð ríkisstjórn samþykki að setja Icesave-klyfjar á þjóðina til að draumur hennar um að koma Íslandi inn í ESB verði að veruleika.

Helga (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 21:03

9 identicon

Sagði ekki Björgólfur eldri í sjónvarpsviptali að eignir Landsbankans dygðu fyrir Icesave? Hversvegna er ekki talað við þá feðga og þeir látnir svara til saka?

Það er hræðileg framtíð sem bíður okkar ef við þurfum að borga skuldir þessara glæpona.

Ína (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 02:27

10 identicon

Það blundar alltaf í Bretunum og Hollendingunum nýlenduherrasyndrom.

Ef þeir taka þessar viðræður upp aftur þá er bara að benda á það að Bretland og Holland var efnahagsleg nýlenda Íslendinga á árunum 1998-2008 og samkvæmt Breskri og Hollenskri hefð, þá sitja nýlenduþjóðirnar uppi með umtalsverðan kosntað vegna nýlenduherra sinna.

Bragi (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband