Vér vesælir Veldingar

Þegar ég var að punkta niður sögur af Hafnfirskum ömmum mínum fyrir áratugum síðan lenti ég á tali við gamlan mann á elliheimili þar í bæ sem sagði mér þá sögu um Veldinganafnið að það hefði verið hálfur Hafnarfjörður um aldamótin 1900. En svo fækkaði Veldingunum mjög hratt.

Ekki vegna þess að viðkoman væri léleg eða að heilu árgangarnir pipruðu heldur vegna þess að það fór að þykja ófínt að bera þetta nafn. Veldingarnir þóttu um of drykkfelldir. Hjá mínu fólki lagðist það af vel fyrir aldamótin 1900 að nota þetta nafn en Sesselja langamma mín átti samt til Veldinga að telja. Afi hennar var Bjarni Velding sonur Kristjáns Velding yngra sem var sonur ættföðurins Christians Velding eldra. 

Þessi saga rifjaðist upp fyrir mér þegar ég rak augun í Séð og heyrt úti í búð og sé að ein af vonarstjörnum fjármálalífsins til skamms tíma er nú hættur að bera nafn þetta og er í staðin bara Lárus Snorrason.Hann er eins og ég sjöundi maður frá Christians Velding eins og ég og hvorugur okkar ber nafn ættföðurins.

Segiði svo að sagan endurtaki sig ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Rúnar Magnússon

Þegar Lalli litli var að alast upp í verkamannabústöðunum í efra Breiðholti, upp úr 1980 og tilheyrði vinahópi dóttur minnar, þá hét hann nú bara Lárus Snorrason og virtist þá vera nokkuð ánægður með þá tilhögun.

Sigurður Rúnar Magnússon, 19.2.2009 kl. 20:48

2 identicon

sussu, sussu hvað er að heyra- ég mun halda upp ættarnafninu algerlega ósneypt...kv. k. welding

k. welding (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 20:53

3 identicon

Ég segi nú alveg eins og fleir-

i um þessa melding:

að hvorki vildi´eg heita Geir

Haarde eða Velding.

Glúmur (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 22:30

4 Smámynd: Jónas Jónasson

Þekki þessa sögu vel því ég er velding en ber ekki nafnið. Pabbi afa hét Snorri velding og var þetta nafn Snorri mikið notað. Annar Snorri velding var eitthvað skuldseigur og fékk oft bréf frá sýslumanni eða lögmönnum og var Snorra langafa mínum ekki skemmt þegar oft rugluðust þeir saman þar sem þeir báru sama nafnið og bankað var  oft á dyrnar hjá langafa mínum og honum réttur póstur sem ætlaður var hinum Snorra og þetta þótti gamla mikil niðurlæging að hann tók nafnið af.

Annars sá ég einhverja ættartré þar sem menn voru titlaðir eftir starfsheitum og sá ég einn velding sem var mér minnir Friðrik velding og hafði starfsheittið "drykkjumaður"  annars var fyrsti veldingurinn danskur kaupmaður sem ég man ekki hvað hét og hann bjó á stað í hafanrfyrði sem hét Brúsastaðir og er nálægt elliheimilinu.

Jónas Jónasson, 19.2.2009 kl. 23:27

5 identicon

Bara svona upp á Íslensku. Lárus "Welding" ( rafsjóða.hroða, berja,dengja saman glóandi járn) Hvaðan kemur Welding nafnið.

Gudlaugur Ævar Hilmarsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 11:26

6 Smámynd: Bjarni Harðarson

Guðlaugur, nafn okkar göfugu Veldinga og eftir atvikum Weldinga er danskt og  breytir engu þó að rafsuðumenn noti sama sem sögn, þetta er fínt nafn sem er til margra hluta nytsamlegt...

Bjarni Harðarson, 20.2.2009 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband