Brimborgar-Egill á Heimssýnarfundi og afbragðs-Moggi

Heimssýn, samtök sjálfstæðissinna í Evrópumálum halda sínu striki og verða með enn einn sunnudagsfund í kjallaranum í Kaffi Rót í dag kl. 14. Að þessu sinni er það Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar sem mætir til okkar og ræðir meðal annars um það hvernig farið hefði í bankahruninu ef við hefðum haft evru. Egill er einn af fremstu bloggurum landsins og hefur víða komið við í snarpri þjóðfélagsumræðu þannig að ekki er að efa að fyrir lestur hans verður mjög athyglisverður.

Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt er rétt að benda á Sunnudagsmoggann. Þar er ein af eðalgreinum Einars Más Guðmundssonar um kreppuna, þensluna og frjálshyggjuna sem er skyldulesning allra hvort sem þeir telja sig til hægri eða vinstri. Á undan þeirri grein er afar athyglisvert viðtal við Margeir Pétursson bankamann um hrunið og glannaskapinn. 

Ég er sammála Agli Helgasyni að Morgunblaðið er betra en nokkru sinni nú þegar enginn á það. Eða er blaðið kannski einmitt í þjóðareign þessa dagana í gegnum ríkisbankann Glitni sem heitir reyndar Íslandsbanki í dag og eitthvað annað á morgun. Kannski fer bara best á því að Mogginn verði áfram í þjóðareign.

Langar svo í lokin að óska Þóru Kristínu til hamingju með blaðamannaverðlaunin. Hún er vel að þeim komin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband