Ríkisbankinn bjargar Jóni Ásgeiri!

Það gott að eiga skilningsríkan ríkisbanka sem hefur nú ákveðið að frysta öll lán 365 miðla út árið. Það er greinilega gott að vera skuldsettur útrásarvíkingur á Íslandi. Í stað þess að ríkið gangi að þeim manni sem á hvað mestan þátt í að setja íslensku þjóðarskútuna á hliðina þá leggur Landsbankinn fátækum milljarðarmæringi lið á erfiðum tímum.

Á sínum tíma var nokkur umræða um það hver hefði lánað Jóni Ásgeir fé rétt eftir bankahrunið til tryggja honum áframhaldandi yfirráð yfir fjölmiðlum á Íslandi og aldrei orðið fullljóst hvernig hlutafé Rauðkussu var tilkomið. Þá voru stórar fúlgur Fréttablaðsins og Stöðvar 2 afskrifaðar og það þá líklega í þriðja sinn sem það gert. En nú er ljóst að það eru skattgreiðendur sem af fórnfýsi sinni hafa ákveðið að framlengja enn um sinn yfirráð besta vinar Samfylkingarinnar yfir fjölmiðlarisa landsins.

Það er svo sannarlega gott að besti vinur aðal á Íslandi 2009!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er bara HNEYKSLI og SVÍVIRÐA svo er talað um þetta sem "einkarekið" fjölmiðlafyrirtæki, ætli við borgum ekki meira til 365 miðla en RÚV þegar upp staðið.

Jóhann Elíasson, 16.8.2009 kl. 18:02

2 identicon

Heilir og sælir; Bjarni og Jóhann Elíasson - líka sem, aðrir hér á síðu !

Þessi frásaga; staðfestir enn, sem margt annað, nauðsyn útvegunar vopna og annarra byltingar tóla, áður en við verðum ofurliði borin sjálf, landsmenn.

Þessi glæpa klíka; hver tók við, af Haarde óskapnaðinum, (og þar áður; þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar) mun einskis láta ófreistað, að svínbeygja alla ærlega og heiðarlega Íslendinga, að óbreyttu !!!

 

Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 18:14

3 identicon

Ég var að lesa frétt þar sem Samfylkingin viðurkennir tugmilljónastyrk frá Baugsfélaginu.

"Fyrirtæki tengd Jóni Ásgeiri Jóhannessyni tyrktu aðildarfélögin alls um fjórtán milljónir rið 2006. Það eru fyrirtækin FL Group, Dagsbrún, Baugur og Glitnir. Það kemur til viðbótar ellefu milljónum sem fyrirtæki tengd Jóni Ásgeiri greiddu til flokksins sjálfs". Tengill hér.

Þetta útskýrir að hluta til það fullkomna vanhæfi sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir, nefninlega það að taka af festu og ábyrgð á rannsókn efnahagshrunsins. Sem síðan myndi leiða til uppgjörs. Stjórnin er ekki hæf í það verkefni vegna augljósra tengsla við auðmennina, sem nú eiga inni hjá þeim.

Það er hátt fallið hjá flokki jöfnuðar - en þeir fullyrða að þeir aðhyllist markmið og leiðir  jafnaðarstefnunnar.

Flokkur (Undirstofnanir Samfylkingarinnar...) sem þiggur tugmilljónir ölmusu-hagsmuna-greiðslur frá örfáum einstaklingum úti bæ í 350 þúsund manna þjóðfélagi getur ekki staðið á þessum fullyrðingum.

Þetta er dapurlegt og ein af aumkunarverðum staðreyndum efnahagshrunsins. 

Loks er þarft að halda því til haga:  Samfylkingin aðhyllist markmið og leiðir  jafnaðarstefnunnar.

 Takið eftir orðinu "aðhyllist" -  Hér gæti staðið "fylgir" - en það er ekki sagt af augljósum ástæðum. 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 18:43

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nú??

Var þá Samfylkingin eftir allt saman ekkert annað en dótturfélag auðhrings? Eða var þetta kannski öfugt? Eru skuldir alla 365 daga ársins dótturfélag auðhringsins Samfylkingin Group Fuck? Er von að maður spyrji. Fyrst höfum við RÚV og nú 365 daga skuldir fjölmiðlaríkisstjórnarinnar. Hvað næst?

Ítalía hefur það fram yfir Ísland að þar tala allir fjölmiðlar illa um Silvio Berlusconi alla 365 daga ársins. En á íslandi er þetta alveg öfugt. Aumingjar þessir Ítalir. Þeir kunna þetta ekki.

Afsakið meðan ég rek við, æli og fæ flogaveikikast

Gunnar Rögnvaldsson, 16.8.2009 kl. 18:44

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var það ekki frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem stjórnaði þessum ósóma með sínum tónsprota??

Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2009 kl. 20:45

6 identicon

Sælir félagar,

 er það ekki rétt munað hjá mér að nýverið hafi verið felldir niður 3 eða 4 milljarðar af skuldum Moggans?

Ég ímynda mér að 365 hefðu heldur betur komist í feitt ef þeim hefði verið slátrað en ekki Moggamafíunni. Það hefði kostað okkur margra ára málaferli sem ríkið hefði líkast til tapað á endanum, enda bullandi mismunun.

Hinrik (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 22:29

7 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Það er nánast skyldu áhorf á miðvikudag kl 23:25. Þessa mynd vildi ég láta sýna í haust en hún á sennilega enn betur við núna, alla vega mikill hluti hennar.

Ég tek það fram að Venusarhlutinn er frekar ósannfærandi, þar sem þeir nota svona íhaldsáróður, rægja niður andstæðinga og taka síðan upp sína glæsi mynd með sömu formerkjum og þeir hafa rakkað niður andspænið...

Friðrik Björgvinsson, 17.8.2009 kl. 00:00

8 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Það er gott að eiga góða að í velferðarkerfi hinna fáu. Þá er hægt að viðhalda frelsi, sjálfstæði og frekju hinna örfáu.

Þorri Almennings Forni Loftski, 17.8.2009 kl. 00:13

9 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Æ, gleymdist að spyrja skattgreiðendur? Eða voru það þessi vinnubrögð og forgangs forréttindi sem þeir kusu aftur yfir sig? Kannski ætti fólk að hugsa næst áður en það greiðir atkvæði, ef það er einhver valkostur í boði???

Þorri Almennings Forni Loftski, 17.8.2009 kl. 00:18

10 identicon

Þú ert góður í smjörklípunum Bjarni, en þú minnist aldrei á það að ónefndur skipafélagseigandi, gaf framsóknarflokknum 100 milljónir til þess að kaupa höfuðstöðvarnar á Hverfisgötunni. Stuttu eftir einkavæðingu bankanna. Þetta er svo ástæðan fyrir því að framsóknarflokkurinn vill ekki opna bókhaldið lengra aftur en til 2006.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 00:33

11 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Punktur Jóhanns í athugasemdum (18:02) er athyglisverður.     Enginn hefur til þessa pælt í eða reiknað út hvað umrætt fyrirtæki hefur kostað íslenska skattgreiðendur og vaxtagreiðendur síðustu ár.

Auðvitað er núna allsherjar frysting í gangi, einkum tengd erlendu lánunum.  En fyrir örskömmu síðan var bestu bitunum kippt undan í þessari samsteypu.  Áskrifendakerfis og auglýsinga innkomu.        Hitt máttu bankar og skattgreiðendur hirða  enda algjör eignaleysa og skuldir.

P.Valdimar Guðjónsson, 17.8.2009 kl. 00:48

12 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Þegar upp er staðið má einnig spyrja: Hverjir tóku á sig himinháan lögfræðikostnað Baugsmanna? Þar sem málum var vísað fram og aftur vegna tæknilegra atriða og formgalla. Líklega illa ígrunduð og rammpólitísk málssókn ákæruvaldsins. Þar sem niðurrstaðan var sakfelling á smávæglegum yfirsjónum er ,,allir stunda,” hvort sem það er vísvitandi yfirsjón eða sjálfsagður tittlingaskítur.

Fjárstyrk og mannskapi varnar og sóknaraðila var vart hægt að líkja saman.

Ég minnist þess ekki að svona tækniatriða útúrsnúningar hafi tíðkast hingað til í ,,venjulegurm" afbrotamálum hérlendis. Eitthvað sem fólk þekkir frá bandarískum bíómyndum. Það er mögulegt að hinum dæmigerða smábrotamanni skorti fjármagn til að kaupa sér þjónustu og nennu svokallaðra ,,stjörnulögmanna.” Íslenska réttarkerfið sé í raun óafvitandi ,,ameríkanserað” þegar á reynir í stórum fordæmis málaferlum. Fyrir utan pólitísk áhrif, þrýsting og þvinganir valdhafa, auðvitað.

Getur það verið að þessi fjárútlát vegna varnar og PR herferðar Gaumverja, lendi að lokum á íslenskum skattborgurum?

Þorri Almennings Forni Loftski, 17.8.2009 kl. 01:19

13 identicon

Mér sýnist nú ærið margt af sumra veislu ætli að lenda á okkur. En hugmyndin er enn við lýði að vörslusvipta kallinn 101 skútunni og nota hana til flutninga á túristum milli Bakka og Vestmannaeyja. Spurning hvort það gerir eitthvað up í þennan risapakka....

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband