Skælum meira í dag en í gær

Það er umhugsunarefni hvaða tilgangi linnulítill harmagrátur Ríkisútvarpsins þjónar. Ef bornir eru saman fjölmiðlar er enginn þeirra jafn duglegur við að geta sér til hvar hörmungar kreppunnar beri næst við og þar á bæ eru menn naskir á að finna þá viðmælendur sem sárast geta grátið undan óorðnum og mögulegum hörmungum. Ef við bara hlustuðum á RÚV gætum við farið að trúa að hér væri allt að komast á vonarvöl sem er fjarri öllum sanni.

Það að finna vælukjóa er reyndar ekki erfið leit. RÚV talar einfaldlega við fulltrúa þeirra sem mestu hafa tapað og þannig fæst mest möguleg svartsýni og ekki skemmir fyrir að menn hafi að auki brjóstumkennanlegan og þunglyndislegan talanda eins og t.d. þeir hafa báðir Benedikt  Jóhannsson í Talnakönnun og Vilhjálmur Egilsson hjá Samtökum atvinnulífsins. 

En gleymum því ekki að þetta eru sömu menn og sínum tíma reiknuðu okkur upp til skýjanna og ætla sig nú vita fyrirfram hversu djúp kreppan verður. Og fréttamennirnir sem verst láta eru þeir gömlu sem mesta skömm eiga skilið fyrir að hafa staðið með stjörnur í augum framan við dýrðir þessara sömu útrásarvíkinga.

Staðreyndin er að það veit enginn hversu alvarlegt ástandið verður, hversu mikill fólksflóttinn verður og hversu mikið atvinnuleysi. Við höfum frá því kreppan skall á fyrir næstum ári búist við holskeflu atvinnuleysis en hún er ekki orðin og það er varla að við náum ennþá meðaltalsatvinnuleysi í himnaríki ESB.

Mest er framhaldið undir okkur sjálfum, hinum almenna Íslendingi komið. Íslendingar eru í engu frábrugðnir öðru fólki og ég held síst greindari en við búum við þá óvanalega möguleika vegna fámennisins og vegna gríðarlegra möguleika sem landið gefur. Það að fullyrða að ástandið verði eins og í finnsku kreppunni eða að fólksflótti verði eins og frá Færeyjum um árið er þessvegna eins og að kalla bölbænirnar yfir sig og kannski er mikilvægast til að forðast kreppuna að slökkva á útvarpinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

RÚV er eins og litakassi fullur af appelsínugulum litum.

Haraldur Baldursson, 18.8.2009 kl. 14:28

2 identicon

Félagi Bjarni !

 " ... allt að komast á vonarvöl ... fjarri öllum sanni."

 Ertu nú viss ??!

 Hvað með álit erlendra fjármálastofnana á þjóð okkar ??

 Hvorki fleiri né færri en 96% segjast hvergi munu eiga samneyti við Ísland !

 Járntjald dregið fyrir.

 Lánafyrirgreiðslur útilokaðar.

 Aðeins eitt til ráða ::

 Framleiða, framleiða.

 Skapa gjaldeyri er alfa og omega næstu ára.

 Mundu, aldrei fylgja strútnum.

 Aldrei slökkva á staðreyndir.

 Enn - nú er það okkar Íslendinga að gera sem Jónas orkti.:

 "Orkuna styrkja - viljann hvessa,

 vonina glæða - hugann hressa" !

 Eða sem Rómverjar sögðu.: Potius mori quam foedari" - þ.e. " Frékar dauða en uppgjöf" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 16:21

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góður pistill Bjarni þetta !!!!,maður lenti í þessu þarna á Ströndum að hlusta bara á RUV gömlu gufuna,svo kemur maður i veruleikan/og hvað maður verður hvumsa/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.8.2009 kl. 17:08

4 identicon

sæll Bjarni

allt þetta bull er farið að virka a mig einsog að það seu öfl i samfelaginu með mikið af peningum sem hafa hag af þvi að keyra allt niður og auka a svartsyni folks með það eitt i huga að græða meira  og eignast allt og alla og eg veit að eg hafi rett fyrir mer

Georg (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 23:06

5 Smámynd:

Já Ríkisútvarpinu er stjórnað af gífurlegum dramadrottningum (Páll og Þórhallur) og þar á bæ verða stakar fjaðrir iðulega að stórum hænum.

, 18.8.2009 kl. 23:35

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill og stórþarfur Bjarni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.8.2009 kl. 01:30

7 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Sæll Bjarni, - orð að sönnu. Jákvæðar fréttir virðast illa  séðar, - fréttafíkillin sem  þetta  skrifar er að gefast upp  að hlusta á  RÚV, - fannst fyrst að   fréttaflutningur  hefði skánað  eftir  sameiningu fréttastofanna. Er að  sjá betur og betur  að sameiningin  var meiriháttar  mistök.

En er ekki stórkostlegt hvað þeim finnst ævinlega að finna nýja og nýja „sérfræðinga" sem segja okkur alltr annað en sagt var í gær ! Fréttastofan féll á prófinu, - og heldur áfram að falla, - ef það er hægt á annað borð !

Eitt er að  stinga hausnum í sandinn  annað  er að horfa  til allra átta.  En stundum  finnst manni sem  dregið sé  fyrir alla glugga í Efstaleiti. Þó gæti verið víðsýnt þaðan.

Eiður Svanberg Guðnason, 19.8.2009 kl. 06:27

8 Smámynd: Sigmar Þormar

Gott Bjarni. Takk. Þessi harmagrátur hefur sérlega vond áhrif á ungt fólk. Unglinga t.d. sem ég kenni.

Orð í tíma töluð.

Sigmar Þormar, 19.8.2009 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband