Dulin skilaboð Moggans og brunaútsala á auðlindum

Ég er oft ósammála Láru Hönnu Einarsdóttur en í færslu hennar um Magma energy er ég sammála og gott að hún bendir á samsvörunina milli þess að það kostar álíka að yfirtaka þessi kaup og að ljúka við Tónlistarhúsið. Kannski hefur fréttastjóri Moggans haft eitthvað svipað í huga þegar hann ákvað að setja saman á forsíðuna málefni Hitaveitu Suðurnesja og Tónlistarskrímslið við Höfnina.

Lára talar um landráð af vítaverðu gáleysi í þessu efni og það kann að vera að einmitt þannig dæmi sagan þennan atburð sem gæti orðið fyrsta skrefið í brunaútsölu á íslenskum auðlindum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er ekki fyrsta skrefið Bjarni. Verðmætin sem auðlindirnar skapa hafa fram að þessu verið flutt út fyrir íslenskt hagkerfi.

Dæmi um þetta er fullvinnsla sjávarafurða sem fer fram víða um heim.

Hollendingar dreifa íslensku vatni í Arabalöndunum.

Stóriðjan viðhefur ýmsar kúnstir til að komast hjá að skila fjármunum í ríkissjóð og við því er ekki brugðist.

Rányrkjan fer hér fram án þess að tekið sé eftir því.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.9.2009 kl. 13:17

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

þið tvö hafið mart til ykkar máls.

varðandi fullvinnslu sjávarafurða þá eru af einhverjum ástæðum, sumar fullunnar sjávarafurðir, verðminna heldur en sömu afurðir óunnar. ekki nema menn vilji lækka verð á útflutningi sjávarafurði ætti að fara í lagasettningu í þessu. 

varðandi álið. er ekki eini gjaldeyririnn sem við fáum úr því, laun starfsmanna? allt annað fer út til móðurfyrirtækja eða lánveitenda Landsvirkjunar? 

Fannar frá Rifi, 1.9.2009 kl. 14:22

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Erum við ekki að tala um "Alþýðuhöllina" við höfnina, eins og Júlíus Vifill kallar það -og Sjáseskú heitinn kallaði marmarahallirnar sínar í Búkarest ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 2.9.2009 kl. 02:53

4 identicon

Að afsala sér yfirráðum á auðlyndum í heila kynslóð er ekkert annað en sala. Eftir 65 ár verð ég orðinn 102 ára ef ég verð lifandi en væntanlega búin að liggja í jörðu í nokkra áratugi. Það er því ljóst að allan minn líftíma verða þær auðlyndir sem nú er verið að koma í hendur útlendinga ekki á forræði Íslendinga.

Það er sorglegt að ríkistjórn með aðild VG skuli ekki taka fastar á þessu.

Guðbergur Egill Eyjólfsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 19:27

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég vona að lífeyrissjóðirnir taki við sér núna þegar borgarfulltrúar hafa ákveðið að fresta ákvarðanatöku um söluna til Magma um viku. 

Kolbrún Hilmars, 3.9.2009 kl. 13:38

6 identicon

Rök borgarstjóra R.víkur með sölu OR á auðlindinni til útlendinga og kostnaðinn við tónlistahúsið, sem greinilega er gæluverkefni, finnst mér álíka pólitík og hjá bæjarstjóranum á Akureyri þegar hann seldi frystihúsið til að borga íþróttahúsið, áttaði sig eftirá að kvótagreifinn sem keypti var að fara með vinnsluna og allt úr bænum, þá sagði bæjarstjórinn Kristján Júlíusson, við skulum vona að þessir góðu menn haldi áfram með vinnsluna hér á Akureyri, en vinnslan fór og atvinnan með,   Akureyringar fengu í staðinn að leika boltaleiki í nýja íþróttahúsinu.     Reykvíkingar fá kannski að heyra symfóníukonsert og flautuleik í tónlistarhúsinu ef verður hiti á ofnonum þar

Robert (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband