Hrappur að velli lagður

Skiptastjórar Baugs og 365 eru nú um það bil að rifta samningum sem Jón Ásgeir gerði við sjálfan sig rétt fyrir gjaldþrot þessara félaga þar sem hann tók undan þeim báðum mjólkurkýrnar. Þó fyrr hefði verið. 

Raunar held ég að Jón Ásgeir hafi aldrei látið sig dreyma um að hann kæmist upp með þetta heldur sé í báðum tilvikum um að ræða tilraun til að tutla út úr þessum stórfyrirtækjum með sætt er. Það er enn langt í að við fáum að vita hversu mikið hefur verið tekið út úr þessum tveimur fyrirtækjum til einkaneyslu og aflandsfélaga frá því hrunið varð.

Nú er þessi hrunadans á enda og Jón segist eiga fyrir díet-kóki. Þetta lífhræðslulega smekkleysi að drekka ekki almennilegt kók kemur mér einhvernveginn ekki á óvart.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

  Já er það ekki bara dæmigert fyrir menn af hans tegund?

, 16.9.2009 kl. 10:09

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

borgaði hann ekki 30 milljarða fyrir þetta ? nú ef einhver býður betur þá er kanski hægt að skoða þetta, annars held ég að þetta standi nema þú viljir borga sjálfur sem ég reikna ekki með

Jón Snæbjörnsson, 16.9.2009 kl. 10:46

3 identicon

manni skilst nú, þér til hughreystinsgar, að hann hafi ekki bara dálæti á dæjet kóki og sé jafnvel svo þjóðlegur að taka í nefið.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 12:13

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna erum við ekki sammála Bjarni alls ekki/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 16.9.2009 kl. 12:15

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hve var mikið sett í málaferlin sem kölluð voru Baugsmál?

Hve miklu var vrið í Fjölmiðlalögin, réttara sagt, andstöðuna við þau?

 Mikið væri fróðlegt, að geta gaumgæft bókhald þessara fyrirtækja svona aftur í tímann.

Enn er að sannast, að Davíð var fórnarlamb burgeisa og tengsla langt inn í Sjálfstæðisflokkinn og auðvitað allann Framsókanrflokkinn eins og hann lagði sig (í það minnsta alla sem á einhverjum völdum héldu.)

Svo er Már höfundur peningamálastenunnar orðinn jafnari en Jóhanna í launum.

Allt í fári hjá núverandi stjórn.

Fuglinn fló framhjá glugga mínum og sagði mér, að bre´f hafi borist frá Bretlandi í hverju fyrirvörum við Kommasamninginn Ice eitthvað hafi verið hafnað.

AGS sanna það með að hefta enn samningum við okkur.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 16.9.2009 kl. 13:13

6 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Hvernig byrjaði þetta allt.

Sagan segir að þegar Fiskveiðisjóði og fleiri sjóðum var steypt í FBA og Bjarni Ármannsson varð einskonar Jóakim önd á jarðýtunni í peningatanknum, sló hann um sig með töfrasprota.

Kaupa rekstur Hagkaupa, ráða Jóa og son til að reka sjoppuna og lána þeim síðar fyrir kaupunum.

Þetta markaði nýja tíma og ótakmarkaða möguleika. Slá út á excel áætlunina og einungis veð í hinum keyptu bréfum.

Þannig bönkuðu útvaldir sem gátu fengið lán út á excel rekstraráætlun oftast án ábyrgða, á dyr margra fyrirtækja: Við viljum kaupa þig! sögðu þeir, verðið virtist gott og einyrkinn seldi. Gott dæmi: Dekkjaverkstæðin.

Kolbeinn Pálsson, 16.9.2009 kl. 20:59

7 identicon

Það átti að vera búið að taka þá úr umferð fyrir löngu

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 01:28

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Ævintýraleikurinn í markaðshyggjuþokumóðunni hlaut að taka enda, ekki gleymí ég ORCA hópnum .

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.9.2009 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband