Seinni og enn lakari Icesave umferð í gang

Seinni og ennþá óskiljanlegri Icesave umferð er nú að hefjast en í henni verður eins og þeirri fyrri tekist á um aukaatriði með stóryrðum.

Raunar ljóst að eftir að Indefence hópurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og að síðustu Framsókn gengust inn á að við ættum og yrðum að borga Icesave að hér er rifist um keisarans skegg.

Mér er mjög til efs að það hafi átt að  semja um þessar skuldir yfirhöfuð en geri mér alveg grein fyrir að það fólst nokkur áhætta í þeirri leið að loka þeim dyrum. Úr því að samið var munar mjög litlu hvort ríkisábyrgð fellur niður árinu fyrr eða seinna þar sem Ísland mun borga þessar skuldir upp í topp, þrátt fyrir alla fyrirvara.

Sjálfstæðismenn reyna nú að blása málið upp þrátt fyrir að þeir hafi sjálfir lagt drög að mun verri samningi í tíð Geirs-stjórnarinnar og þrátt fyrir að þeir streitist við að halda öllum dyrum opnum svo þeir geti fyrirhafnarlítið stokkið inn í stjórnarsamstarf ef tækist nú að sprengja upp núverandi stjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við eða Íslenska þjóðin ættum að krefja breta um ríkisábyrgð vegna ómældrar skuldar eða um ríkisábyrgð á skaðabætur vegna beitingu hryðjuverkalaga, ekki satt?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 17:19

2 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Það er enginn efi í mínum huga varðandi Icesave, við eigum einungis að greiða það sem reglur EES krefjast að tryggingasjóðir bankanna greiði, dugi sjóðirnir ekki til þarf þjóðin ekki að standa skil á skuldum þeim sem óreiðumenn í bönkunum stofnuðu til.

Ef þetta kemur illa við ESB, c'est la vie!

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 19.9.2009 kl. 22:59

3 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Mér finnst að það ætti að fara dómstólaleiðina og ábyrgð breta gagnvart falli bankana með setningu hryðjuverkalaganna.

Eðlilega neita þeir að fara dómstólaleiðina, enda vita þeir uppá sig sökina. 

Ég hugsa að fangelsin í landinu væru tóm ef afbrotamenn myndu neita að fara dómstólaleiðina.

Jón Á Grétarsson, 20.9.2009 kl. 09:58

4 identicon

Félagi Bjarni !

 Icesave-málið aldrei orðið til ef hlustað hefði verið á eftirfarandi varnarorð.:

 "Þess vegna mega stjórnmálamenn ekki heykjast á að setja viðskiptalífinu heilbrigðar leikreglur, þannig að enginn einn, tveir eða þrír aðilar geti náð yfirburðastöðu í fjármálaheiminum og drepið allt annað í dróma".

 Það var nú það.Hver skyldi hafa sett á blað þessa viturlegu aðvörun ??

 Össur Skarphéðinsson?

 Jóhanna Sigurðardóttir ?Ð

 Steingrímur J.  ?

 Haltu þér !

 Þetta er úr viðtali í Morgunblaðinu þann  13.OKTÓBER 2005 - við DAVÍÐ ODDSSON !!

 Enn sannasat hið fornkveðna, að fáir verða spámenn í sínu föðurlandi !

 Þegar fram líða stundir mun íslenska þjóðin minnast þessa góða drengs , sem eins af mikilmennum okkar þjóðar !

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " Absens heres non erit" - þ.e. " Spyrjið að leikslokum" !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband