Ófyrirleitið skuldaskrum

Er það ekki réttlæti og þá gætum við verið á svipuðum skuldareit og við vorum við upphaf kreppunnar. Þessi krafa hefur heyrst öðru hvoru allt frá því fjármálakrísan skall á og einstaka sinnum heyrist í fólki sem virðist tala af hugsjónahita um þetta hugðarefni sitt.

Í verunni er ekki til meiri ófyrirleitni og meira siðleysi í umræðunni en þessi krafa.

Sjá nánar í pistli mínum á AMX


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er hægt að segja að þú sjáir báðar hliðar málsins varðandi uppblásinn höfuðstól lána og miskunarlausa tilfærslu eigna til banka og stóreignarmanna á kostnað litla mannsins.

RRM (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 13:37

2 identicon

Félagi Bjarni !

 Einföld spurning.

 Hvaðan á ríkissjóður taka fjármagn til fasteignakaupa uppá milljarða á milljarða ofan ??

 Himinnhrópandi skuldafjall til Breta & Hollendinga vegna innistæðutryggingasjóðs er á gjalddaga núna í október.

 Eigum tæp 5% upp í skuldina !!

 Horfumst grimmt í augu við staðreyndir.

 Það er ríkisgjaldþrot innan seilingar á Íslandi !

 Dvergþjóðin er höfð að háði og spotti.

 Höfnum algjörlega frekari lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, svo og frá svokölluðum " frændum" okkar á Norðurlöndum.

 Leitum til Bandaríkjamanna og Kínverja !

 Munum.: Staðsetning landsins er að fá nýtt öflugt vægi. Norðurslóðir.

 Kreppulán væru sjálfsblekking.

 Framkoma Svía, Dana, Finna og Norðmanna, þeim til ævarandi hneysu , eða sem Rómverjar sögðu.: "Dum tacent clamant" - þ.e. " Þögn þeirra er ærandi" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 14:46

3 identicon

það hafa nú verið fleiri pælingar en flata afskriftir, finnst hugmyndin um að ekki verði afskrifað af hærri upphæð en eðlilegt getur talist fyrir venjulegt íbúðarhúsnæði, segjum á bilinu 20-30 milljónir að hámarki, sjálfur hlynntur 20m

 það var hægt að kaupa 3-5 herbergja íbúðir á bilinu 15-30 milljónir, en þeir sem villdu búa í fínu hverfi með mjög hátt fermetra verð eða kaupa sér einbýlishús því sem næst fullveðsett áttu völina

er sammála því að það breytir litlu að afskrifa 20% af 100 milljóna króna láni fyrir 30 milljón króna húsi, allir eiga víst að vera jafnir eru rökin en er langt frá því að vera.

verðbætur eru síðan svakalega ósanngjarnt mál þar sem skuldari borgar þeim sem á pening, að ógleymdu að verðbólgan mælt á kolrangan hátt, áfengi hækkað í verði og settu sykurskattu og höfuðstóllinn á íbúðinni minni hækkar!!!

Benni (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 18:27

4 identicon

Vitlaus ertu nafni, en gaman er að þér ;-)  Ef ég stel frá þér milljón og þegar þú nefnir það við mig að þú viljir fá hana aftur, eru það þá gild rök hjá mér að ég hafi ekki efni á að greiða þér hana til baka? Það er ekki nein lausn á efnahagsvandanum að hengja óhóflega skuldabyrði á skuldarana.  Þar er í raun verið að skattleggja skuldir en ekki tekjur.

     Við erum víst sammála um að evrópubandalagið sé vond lausn.  Ráðaleysi stjórnvalda sem endurspeglaðist i aðildarumsókn stafar af því að þeim er ókleift að hugsa út fyrir kassann.  Það er alltaf verið að reyna að finna leið til að hækka gengi krónunnar til að lagfæra skuldastöðu og eyða verðbólgu. Ráðið er alltaf það sama, háir vextir.Eins og bent hefur verið á þá valda þessir háu vextir lágu gengi vegna þeirra stórkostlegu fjármuna sem fara út sem vaxtagreiðslur af jöklabréfum. Lágir vextir og lágt gengi eru þau ráð sem hjálpa okkur út úr vandanum, en fyrst þarf að leiðrétta skuldastöðu heimila og fyrirtækja þannig að allir séu komnir á krónuvagninn. Síðan háir skattar á þá sem hafa tekjur en engin frekari aðstoð til þeirra fyrirtækja sem geta ekki rekið sig.  Þetta er nú leiðin út úr vandanum hvað sem menn mása og blása um annað. 

Bestu kveðjur úr sveitinni.

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason.

Skeiðháholti.

Bjarni G. (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 13:37

5 Smámynd: Bjarni Harðarson

ef þú getur nafni minn fengið svindlarana til að borga til baka vertu manna sælastur,- en ef einhver lætur svindlara stela af sér og það miklu af því að þú sjálfur ætlaðir að verða ríkur,- þá er það ekki hlutverk barnabarna okkar að borga þá vitleysu bara svo 2007 hópurinn geti haldið uppskrúfuðum lífsstíl... svei attan og framan og allt um kring!

Bjarni Harðarson, 22.9.2009 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband