Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Fögnum fullveldi meðan Evrópumenn gráta Lissabonsáttmála
30.11.2009 | 18:04
Íslendingar fagna 91 árs fullveldisafmæli 1. des. og af því tilefni er Heimssýn með fullveldishátíð í Salnum í Kópavogi klukkan 17 þar sem fulltrúar þriggja stjórnmálaflokka flytja ávörp og frumflutt verður verk eftir Atla Heimi. Sjá nánar hér http://www.heimssyn.is
Kostulegt að á sama tíma og við fögnum fullveldisafmæli gengur Lissabonsáttmálinn í gildi í sem dregur enn úr sjálfræði þeirra landa sem eru í ESB. Það er samningur sem í reynd hefur verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslum í þremur löndum og öðrum þjóðum hefur verið meinað að kjósa um hann. Lissabonsáttmálinn er því ekki fagnaðarefni frekar en yfirleitt þegar völd eru færð frá heimamönnum inn í stórar og ólýðræðislegar stofnanir Brussel.
Ómerkilegt skrum eða mikilmennskubrjálsemi
27.11.2009 | 21:43
Krafan um að forseti Íslands synji Icesavelögum staðfestingar er ekki sett fram með þjóðarhag að leiðarljósi. Þeir sem halda henni fram telja sig geta gert BETRI samninga við Breta og Hollendinga en það er nákvæmlega ekkert sem bendir til að þeir hinir sömu hafi rétt fyrir sér. Það að setja Icesave málið í upplausn núna er ekkert annað en ábyrgðarlaus sjálfumgleði þeirra manna sem láta sig engu varða þó að þeirra eigið skrum setji þjóðina í verri vanda en áður. Það er ekkert sem segir að næsta samningalota okkar við Breta myndi ekki bara skila verri niðurstöðu.
Þegar bankarnir féllu heyrðust strax þær raddir að Íslendingar ættu ekki að taka á sig neinar skuldir eða skuldbindingar bankanna og ekki að hleypa Alþjóða gjaldeyrissjóðnum inn í landið. Meðal annarra héldum við Guðni Ágústsson þessu fram inni á þingi og innan Framsóknarflokks. Það er skemmst frá því að segja að hvorki í okkar flokka né í þjóðþingi landsmanna var nokkur minnsti möguleiki á því þá að vinna þessari skoðun meirihlutafylgi. Nú er það er of seint! (Mátti kannski einu gilda hvað ofan á yrði í Framsóknarflokki sem um sömu mundir var falinn Valgerði Sverrisdóttur til umsjónar.)
Það sem gerðist í þessu máli var að stjórnin sem þá sat undir forystu Geirs Haarde tók þá afstöðu að íslenska ríkið stæði að baki innistæðum bankanna og jafnframt var ákveðið að hleypa AGS inn í landið. Í framhaldi var gerður samningur (kallað minnisblað en skiptir engu) við Hollendinga um málið og ríkisstjórnin gaf öll fyrirheit um að ganga með sambærilegum hætti frá málinu við Breta. Eftir það og eftir að AGS kom inn í landið er algerlega út í hött að halda að íslensk stjórnvöld geti boðið heiminum öllum birginn.
Slík sýn á málin er eins og fyrr segir klassískt stjórnarandstöðuskrum - að vísu afar óviðeigandi vegna þess hvað hagsmunir þjóðarinnar eru miklir. Það eru reyndar margir sem gangast inn á sömu sjónarmið en ég átta mig ekki alltaf á hvað mönnum gengur til, hvort þar er á ferðinni einhverskonar naív einfeldni eða eða þá mikilmennskubrjálsemi þess sem trúir að Ísland geti ákveðið hvað kemur út úr nauðasamningum okkar við stórþjóðir.
Það var slík mikilmennskubrjálsemi sem hélt útrásarbyltingunni á floti og það er kannski réttast að skipa utanþingsstjórn með mönnum úr þeirri hirð...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (64)
Upplestur í kvöld kl. 20:30
26.11.2009 | 15:08
Fjórir rithöfundar lesa úr verkum sínum í Sunnlenska bókakaffinu á fimmtudagskvöldið og þrjú þeirra fjalla um konur en sú fjórða um Stefán í Möðrudal sem var fjarri því að vera kvenlegur þó að raddbeiting hans væri á köflum sérkennileg. Höfundarnir eru Sindri Freysson sem les úr bók sinni Dóttir mæðra minna, Pjetur Hafstein Lárusson sem les úr bók sinni Fjallakúnstner segir frá, Bjarni Harðarson sem les úr bók sinni Svo skal dansa og Hildur Halldóra Karlsdóttir les úr þýðingu sinni á bók Menna Van Praag, Karlmenn, peningar og súkkulaði.
Upplestrarkvöldið hefst klukkan 20:30 en húsið opnar 20:00 og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Notaleg kaffistemmning yfir bókum og spjalli.
Þá þýðir Arion svindl
23.11.2009 | 18:20
Arion fær tilboð um 1998 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðlausir pappírar ekki falir
23.11.2009 | 10:04
Hæstaréttarlögmaðurinn Brynjar Níelsson fékk þau svör um helgina að hlutabréf Búnaðarbankans (eða hvað hann nú heitir sá ágæti banki) í Jóni Ásgeiri væru ekki til sölu. Það er líka eins gott að ríkisbankinn sé ekki að selja slíkt skran - Jón Ásgeir er verðlausastur allra manna hér og jafnvel á öllu norðurhveli jarðar.
Nú skiptir öllu að jafnt Bónus og önnur skrímslisfyrirtæki þessa lands verði brotin niður og seld í pörtum inn í frjálsa samkeppni. Við höfum ekkert við þá menn að tala sem sjá glampann af því að viðhalda einokun útrásartímans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Magnþrungin örlög og finnskur frásagnamáti
21.11.2009 | 18:07
Yfir hafið og í steininn er merkileg bók um harmræn og magnþrungin örlög en hvorki harmræn né magnþrungin bók um merkileg örlög.
Hvernig ætla ég að rökstyðja þessa fullyrðingu kann einhver að spyrja svo mótsagnakennd sem hún er, eða er einhver munur á magnþrungnum örlögum og merkum eða því sem er merkilegt og því sem magnþrungið. Jú, hér er sögð saga af þjóð Ingerlendinga sem flýr miskunnarlausa útrýmingu Stalínismans sem nær krumlu sinni inn í Finnland með friðarsamningum í lok stríðsins. Örlög okkar flestra eru í einhverju merkileg en örlög þessa fólks eru eitthvað miklu meira, þau eru magnþrungin og harmræn.
Við komumst næst þessum veruleika þegar Ingerlendingar sem fara austur yfir lofa að skrifa til baka og vitandi að Bería les allan póstinn hafa þeir fyrir dulmál að ef allt er í lagi er ástandið gott en ef það er slæmt að frétta þá muni þeir segja að allt sé í allra besta lagi. Og svo koma póstkortin með fréttum um að allt sé í allra besta lagi.
En í stað þess að höfundur geri annars mikið úr þeirri neyð og dauðans alvöru sem flóttinn stendur fyrir er sagt frá siglingum finnskra smábænda yfir Helsingjabotn af slíku fálæti að stundum veltir maður fyrir sér hvort höfundurinn sé algjörlega dofinn fyrir hryllingnum sem er handan landamæranna.
Sumpart fannst mér þetta ríma við afar óviðeigandi léttúð sem var yfir umræðunni um örlög Ingerlendinganna þegar Egill Helgason ræddi við höfundinn Tapio Koivukari í Kiljunni um daginn, rétt eins og það væri bara eitthvað broslegt við það að Stalín hefði drepið alla sem hann náði í.
En kannski er þetta eðlilegur finnskur frásagnarmáti af stórmælum. Og þrátt fyrir þetta fálæti og kæruleysisbrag sem á stundum einkennir söguna þá tekst höfundi stórvel að fara með lesendur sína í stórsjó, lífshættur og inn í finnskar knæpur þar sem við förum allaleið í óæðri endann.
Áhugaverð bók um enn áhugaverðari atburði.
Jarðýtustíllinn
21.11.2009 | 14:13
Vont að kunna ekki sænsku
20.11.2009 | 10:10
Jón Kalman og Gyrðir í Bókakaffinu í kvöld
19.11.2009 | 11:45
Í kvöld klukkan átta mæta stórskáldin Gyrðir Elíasson og Jón Kalman Stefánsson í Sunnlenska bókakaffið og lesa úr verkum sínum.
Samkoman hefst klukkan 20:30 og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Það er óhætt að lofa því að andinn mun svífa í kvöld því báðir hafa þeir félagar skilað afbragðsverki nú í vertíðinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hrollvekjandi viðtal
18.11.2009 | 19:56
Nú eru jólaannir og langt því frá að ég megi vera að því að blogga um stjórnmál en viðtalið sem Kastljós RÚV birti við Jóhannes í Bónus var hrollvekjandi. Ekki aðallega vegna barnalegrar sjálfumgleði Jóhannesar yfir því að standa einn uppi af kaupmönnum meðan aðrir hefðu farið á hausinn - heldur ekki síður útaf spurningunum sem voru stundum eins og pantaðar af viðmælenda.
Eða hvað á það að þýða að hver maður éti upp eftir öðrum að öll þau fyrirtæki sem nú eru farin á hausinn, Baugur, Penninn, 365, Húsasmiðjan, Mogginn o.s.frv. hafi verið svo frábærlega vel rekin en bara farið niður fyrir vélan vondra manna. Öll þessi fyrirtæki fóru af sjálfsdáðum á hausinn og það er ekkert sem bendir til að þetta séu mjög glæsilegar rekstrareiningar. Útfrá hefðbundnum rekstarmódelum eru þessi fyrirtæki öll of lítil til að geta nýtt sér almennilega hagkvæmni stærðarinnar og alltof stór til að njóta þeirra ávaxta sem fylgja litlum rekstrareiningum. Tilfellið er að á Íslandi er bara hægt að reka frekar litlar einingar, (sirka innan við 100 starfsmanna,) af einhverju viti því íslenskar einingar geta aldrei orðið alvöru stórar. Ekki hér á heimamarkaði.
Baugsveldið setti fjölda heiðarlegra atvinnurekenda á hausinn af því að þar voru við stjórnvölinn alvöru kapítalistar sem ekki létu sér detta í hug að safna skuldum á sama hátt og Bónusfeðgar hafa gert. Þessir áttu heldur ekki banka til að fela skuldirnar.
Nú velta þessir feðgar yfir þjóðina ógreiddum skuldum upp á hundruði milljarða og svo hleypir Kastljósið í viðtal við hinn gamla og geðþekka kaupmann sem bregst okkur viðskiptamönnum sínum hrapalega með því að þræta eins og sprúttsali og neita að ræða um tölur!
Hverslags bananalýðveldi er þetta að verða. Nei, kannski ekki banana heldur vínberja-lýðveldi...