Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012
Athyglisverður Sýrlandspistill
31.8.2012 | 12:02
Þórarinn Hjartarson á Akureyri skrifar afar athyglisveran pistil um Sýrland á Smugunni. Þar segir m.a.:
Hvers eðlis eru átökin í Sýrlandi? Ráðandi fjölmiðlar Vesturlanda hafa gert sitt besta til að lýsa þeim sem slátrun stjórnvalda á saklausum mótmælendum. Það hefur þó smám saman komið í ljós, jafnvel í mörgum þeim fjölmiðlum sem venjulega fylgja meginstraumnum, að sú mynd hangir ekki saman. Inn á milli hafa alltaf heyrst fréttir sem sýna t.d. að uppreisnaröflin, hinn sk. Frjálsi sýrlenski her, hefur frá upphafi átaka í mars 2011, verið þungvopnaður. Suðningur Vessturveldanna við hann er ennþá aðallega gegnum leyniþjónustur, en Saudi Arabía og Qatar traustustu vinir Vesturveldanna í Arabalöndum hafa vopnað hann opinskátt, og herbækistöðvar á hann í Tyrklandi. Enda kemur fram hjá uppreisnaröflunum sjálfum að um fjórðungur fallinna í stríðinu, yfir 5000 manns, eru sýrlenskir stjórnarhermenn.
Inn á milli meginstraumsfréttanna heyrum við líka um voðaverk svo sem fjöldamorð í borgunum Homs og Aleppo sem framin eru af uppreisnarmönnum. Hinir svokölluðu uppreisnarhópar eru að uppistöðu íslamistar enda er ríkisstjórn Assads ein fárra austur þar sem starfar á veraldlegum grundvelli. Þessir vopnuðu íslamistar eru að verulegu leyti komnir frá öðrum araba- og múslimalöndum, en hins vegar ber mjög lítið fjöldamótmælum meðal almennings í Sýrlandi, nema þá helst til stuðnings stjórnvöldum. Það hljómar líka undarlega að heyra um al-Kaídasveitir í fremstu röð þeirrar uppreisnar sem studd er af Vesturlöndum. Hins vegar ná vestrænir leiðtogar og fréttastofur jafnan að snúa því þannig að öll voðaverk í Sýrlandi sýni fram á nauðsyn utanaðkomandi íhlutunar í nafni mannúðar.
Sjá nánar. http://smugan.is/2012/08/syrland-og-vestraen-hernadarstefna/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fjórir kvótasinnar fá kvótafrumvarpið í hendur
30.8.2012 | 17:48
Það er athyglisverð frétt í Morgunblaðinu í morgun að fjórum kvótasinnum fjórflokksins er nú falið að vatna út kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta eru þeir Kristján Möller (S), Björn Valur Gíslason (VG), Sigurður Ingi Jóihannsson (F) og Einar K. Guðfinnsson (D). Allt saman sómamenn hinir mestu en þekktir fyrir allt annað en það að vilja stokka upp kvótakerfið.
Það er góðra gjalda vert að menn noti sumarið til að stjórnarliðar og stjórnarliðar fari yfir málið en það eru óneitanlega ákveðin fingraför á því þegar stjórnin velur sína hörðustu talsmenn útgerðarinnar í málið, þá Björn Val og Kristján.
Með þessu er ég ekki að segja að mínar skoðanir liggi algerlega samsíða þeim allra róttækustu í uppstokkun kvótans en oft hefur mér blöskrað varðstaða talsmanna LÍÚ innan sem utan þings. Hér eru fjórir LÍÚ vinir saman komnir. Ef ríkisstjórnin hefði sett í þetta verk þær Ólínu Þorvarðardóttur frá Samfylkingu og Lilju Rafneyju frá VG þá hefði nú verið kynjajafnrétti í nefndinni og svipurinn líka allt annar.
En það er greinilega ekki ætlunin að ganga mjög langt í þessu máli og þá bara vitum við það.
Skila sameiginlegu áliti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ómerkilegar eftirá hótanir
27.8.2012 | 21:00
Samfylkingin er aðeins farin að gefa sig miðað við það sem var 2009.
Nú lætur hún duga að koma með hótanir um stjórnarslit eftir að VG er búið útvarpa því skýrt og greinilega að flokkurinn ætli örugglega ekkert að hrófla við aðildarviðræðunum.
Það er nú nógu slæmt að við vinstri sinnaðir ESB andstæðingar getum ekki treyst VG. Getur verið að ESB geti heldur ekki treyst Samfylkingunni? Hvar endar þetta, Steingrímur minn?
Viðræðuslit leiddu til stjórnarslita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sálarháski trúleysingjans
27.8.2012 | 08:47
Einkennilega viðkvæm forysta
25.8.2012 | 12:36
Ræða Katrínar Jakobsdóttur markar tímamót. Fram að þessu hefur varaformaður flokksins talað fyrir sátt innan flokksins en nú dregur hún flokksmenn í dilka, flokkar þá í gott fólk og vont fólk. Við sem höfum gagnrýnt ESB ferli ríkisstjórnarinnar erum þar heldur ómerkilegir einsmálsmenn.
Þar er ekki mitt að dæma en frekar hefði ég kosið að Katrín svaraði þeirri málefnalegu og heiðarlegu gagnrýni sem hefur komið um ferlið heldur en að fara í dilkadrátt af þessu tagi. Ef til vill er viðkvæmni þessi tilkomin vegna þess að formaður VG í Skagafirði hafði orð á að forystan yrði að athuga sinn gang. Ekki má þá mikið í Miðengi!
Orðræða varaformannsins um að ESB andstæðingar fari í manninn en ekki boltann verður ögn skringileg í ræðu sem hefur það að keppikefli að fara með næsta subbulegum alhæfingum í alla þá menn sem hafa leyft sér að vera ósammála ESB vegferð ríkisstjórnarinnar.
Það ég veit hafa ESB andstæðingar innan VG unnt einstökum ráðherrum flokksins þess að vera með sína prívat aðdáun á Evrópusambandinu. Þvert á móti höfum við mörg stutt t.d. bæði umhverfis- og menntamálaráðherrana með ráðum og dáð þrátt fyrir umtalsverðan skoðanamun í þessu einstaka máli. En við höfum af einurð gert kröfu um að stefnu flokksins sé fylgt. Nú er það úthrópað sem hinn stærsti glæpur.
Með ræðu sinni hefur Katrín Jakobsdóttir blásið hressilega á allar hugmyndir manna um forystan hafi í hyggju að endurmeta ESB ferlið og ESB sinnar geta andað léttar. Og Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur hafið sinn kosningaundirbúning.
Mitt svar er NEI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |