Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þjóðin á rétt á að kjósa

...

Þjóðaratkvæðagreiðslur um stór hagsmunamál eru vitaskuld lykill að farsælli nálgun mála. Við sem barist höfum gegn ESB aðild og hverskyns fullveldisskerðingu höfum margoft farið fram á þjóðaratkvæði um þau mál. Við vildum þjóðaratkvæði um EES, við vildum þjóðaratkvæði um það hvort hefja skyldi viðræður um ESB aðild og það hefur réttilega verið nefnt að Shengen samstarfið verðskuldar að vera sett í þjóðaratkvæði.

Þegar áróður ESB hér innanlands hefur verið stöðvaður með lokun Evrópustofu, slitum á viðræðum og stöðvun siðlausra aðlögunarstyrkja þá er sjálfsagt og eðlilegt að efna til kosninga þar sem allt samstarf okkar við viðskiptaþjóðir okkar í Evrópu og ESB verður lagt undir.

Aðildarsinnar hafa um áratugi hundsað allar okkar tillögur um þjóðaratkvæði og barist gegn þeim með oddi og egg. Látum þá ekki blekkja okkur nú með því að það séu þeir sem standi fyrir lýðræðinu á móti þjóðarmeirihlutanum sem vill svo sannarlega, eins og kannanir hafa margoft sýnt, taka ESB brautarteinana úr sambandi.

Sjá nánar http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/entry/1293180 


Gunnar Rögnvalds kýs Regnbogann...

Bloggarinn Gunnar Rögnvaldsson sem er manna fróðastur um ESB skrifar í kvöld:

"Ég ætla að verðlauna Jón Bjarnason fyrir hollustu við Lýðveldið undir einstaklega ömurlegum og erfiðum aðstæðum. Hann stóð sína vakt sem heilt bjarg og snéri hart í bak þegar þess þurfti. Hann stóð - á meðan aðrir hrukku í brauðið

Núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins sýndi skýrt á kjörtímabilinu að það hefur aldrei þurft kjark til að guggna og gefast upp. Þetta hefði ekki þurft að vera þannig. Bíða og vonast margir eftir heimkomu þeirra úr samfylkingaskipaðri evrópunefnd, heim til þess sjálfstæðis sem Jón Bjarnason varði

Ég kýs því kjarkmanninn Jón Bjarnason og Bjarna harðari. Annað get ég ekki."

Sjá nánar,  

http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/entry/1295590/?t=1367006129

Et tu Brute!

...

Engir íslenskir peningatankar slaga í þá gullasna sem Evrópustofa hefur nú klifjaða við borgarhliðin. Okkur er þegar lofað hundruðum milljóna í IPA styrki og líðanin er ekki ólík því sem verið hefur hjá Hansi og Grétu þegar þau sáu yfir að sætabrauðshúsinu í Vestfalíu um árið. Líkt og nammið soltnum börnum í þýskum skógi þá ráða gullasnar hjörtum og nýrum mannanna í mílna fjarlægð og komast inn um smugur þröngar sem ekki hleypa vatni í gegn.

Hagsmunir ESB sinna eru að asnar þessir fái að standa án þess að við þeim sé stuggað kosningabaráttuna á enda. Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald „samningaviðræðna" getur aldrei orðið annað en þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort gullið fái að koma inn um borgarhliðin.

Og snilldarlega hefur ESB trúboðið komið fyrir málum að það skuli orðið sérstakt baráttumál formanns Heimssýnar og flokksbræðra hans í Framsóknarflokki að kosið skuli um staðleysur.

Et tu Brute!

Sjá nánar í greininni Pakkakíkir platar sífellt fleiri á vefsíðunni Neiesb.is, http://neiesb.is/2013/04/pakkakikir-platar-sifellt-fleiri/


Í skjóli flokksræðis

Afnemum verðtrygginguna, breytum kvótakerfinu, lækkum skuldirnar, styðjum litlu fyrirtækin, afnemum launajafnréttið. Allt eru þetta eins og bolsíur frá bernskutíð. Gamalkunn lygi sem þulin er upp á fjögurra ára fresti því að okkur finnst svo værðarlega gott að láta ljúga að okkur. ...

Eftir GSB og BH, sjá nánar greinina alla hér  http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/entry/1295355

 


Köstum atkvæði okkar ekki á glæ

- Ég ætla ekki að kasta atkvæði mínu á glæ í þessum kosningum, sagði vinur minn úr Tungunum við mig í vikunni og ég hummaði eitthvað á móti um að ef maður greiddi atkvæði væri það nú alltaf framlag til lýðræðisins.

- Nei, það er ekkert framlag til lýðræðisins. Það er afbökun á því, svaraði þessi félagi minn og var heitt í hamsi. Ég vissi varla hvert þetta símtal var að fara. Ætlaði maðurinn að koma með þessa lummu um að við fengjum ekki nógu mikið fylgi og atkvæðið dytti því dautt niður. Tilbúinn að benda á að í þeirri einu könnun þar sem mitt nafn var nefnt reyndust 44% íbúa Suðurkjördæmis óska þess að ég yrði kjörinn. Æi, mér leiðist að halda svo sjálfhverfum hlutum fram en meðan engin önnur mæling hefur farið fram á mínu eigin fylgi gæti ég neyðst til þess... En nú gáfust ekki tímar til heilabrota, rödd þessa gamla sveitunga var í tólinu og hélt áfram.

- Síðast kaus ég VG, mest  út af andstöðunni við ESB. Því atkvæði var svo sannarlega kastað á glæ og verra en það því þetta lið sem vill ná af okkur fullveldinu fékk það og þá þingmenn sem ég studdi afhenta á silfurfati. Ég var ekki svona heppinn eins og þú að hafa kosið Atla Gíslason...

- Ja...!

En ég komst ekkert að og hafði svosem ekkert mikið að segja. Maðurinn var farinn að segja mér frá föður sínum öldruðum sem var kominn með nýtt hné og hafði til skamms tíma kosið íhaldið. Þegar hann áttaði sig á að gamla hægri stjórnin hafði stolið ríkisbönkunum og allskonar fyrirtækjum fannst þeim gamla hann hafa verið svikinn. Atkvæðunum sínum stolið og hann ætlaði svo sannarlega ekki að láta það henda sig oftar að kjósa þá sem allt svíkja og öllu stela.

- Við ætlum báðir að kjósa þennan Regnboga ykkar þó að þetta sé nú hálfskrýtið nafn. Ef þetta héti bara Listi Bjarna og Guðmundar þá hefðuð þið rakað inn í skoðanakönnunum. Það veit enginn að þú sért á lista sem heitir Regnbogi  en ég er viss um að þið fáið fylgi í sjálfum kosningunum. Þið farið líklega báðir inn og vertu blessaður!

- Ha, já blessaður.


Jafnrétti milli landshluta

Þó enn sé langt í land höfum við náð umtalsverðum árangri á Íslandi í jafnréttisbaráttu milli kynja og þjóð­félagshópa. En á sama tíma hefur jafnréttisbarátta landshluta farið hall­loka og staðan einkennist nú sífellt meira af því að hér er að verða til borgríki og skattlönd þess allt í kring...

Sjá nánar í grein minni í Eyjafréttum.


Regnboginn einn talar skýrt í ESB málum - segir Hjörleifur!

"Fulltrúi VG minntist hér ekki orði á aðildarsamning en samt á að »leiða málið til lykta«.Umfram allt verði að koma málinu »í búning« og botna viðræðurnar. Í raun er hún að heimta að gerður verði aðildarsamningur, helst innan árs.

En það voru fleiri frá fjórflokkunum en Svandís á flótta í þessu máli. Fulltrúi Framsóknarflokksins átti í miklum erfiðleikum með að skýra afstöðu eigin flokks, sjálfur eindreginn ESB-andstæðingur. Og Sjálfstæðisflokkurinn talar þrátt fyrir sinn landsfund í gátum um það, hvernig hann hyggst höndla framhaldið, m.a. hvað eigi að spyrja þjóðina um áður en lengra verði haldið.

Það var aðeins fulltrúi Regnbogans sem talaði skýrt í þessu örlagamáli. Þátturinn í heild sýndi að hvað sem skoðanakönnunum líður ríkir mikil óvissa um framvindu ESB-viðræðna að kosningum loknum og fólk sem vill standa vörð um sjálfstæði Íslands þarf að halda vöku sinni sem aldrei fyrr."

Svo skrifar Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi ráðherra í miðopnu Morgunblaðsins í dag. Sjá nánar. 


Boðið til byltingar!

- Það ætla ég að vona að Framsókn fái meirihluta í þessum kosningum, sagði vinur minn sem oft lítur við í Bókakaffinu hér við Austurveginn. Kannski var ég eitthvað seinn til svars því einhvernveginn átti ég ekki von á að þessi maður af öllum kysi minn gamla ástkæra flokk. Það bærðust í mér blendnar tilfinningar undrunar, klökkva og kvíða fyrir því hvert þetta samtal ætlaði.

Þegar ég var búinn að færa tékknesku pari á næsta borði tvo moccabolla leit ég samt yfir og sagði svoldið hægt eins og ég væri að herma eftir gömlum Skeiðamanni:

- Meiri-hluta!

- Já, já, meirihluta og þá fyrst verður gaman að lifa. Hefurðu áttað þig á því hvað ástandið er alvarlegt og hvað gerist þegar þessir andskotar svíkja þetta allt saman...

- Neeeeeei, sagði ég og var nú alveg hættur að látast.

- Svíkja, það er hreinlega ekki hægt að efna neitt af þessu sem þeir eru að lofa og ef þeir reyna þá fer samfélagið algerlega á hvolf, það verður óðaverðbólga og við förum öll á hausinn. Og ef þeir reyna ekki þá verður allt vitlaust hérna og gott ef ekki blóðug bylting. Ætli það sé ekki bara það sem við þurfum hérna á skerinu. Þetta hættir ekki fyrr en einhver hefur verið drepinn!

Svo dró aðeins niður í þessum vaska spámanni. Hann setti í brýrnar og hvíslaði næstum því eins og tékkarnir væru að njósna um okkur.

- Þessar kosningar verða mjög merkilegar hvernig sem fer. Þegar veruleikatengslin í umræðunni eru næstum því engin og fólk fer á kjörstað í von um að fá pening þá hriktir í.

Ég ætlaði að segja eitthvað án þess að vita hvað það ætti að vera en í sama mund kom frelsandi amerísk fjölskylda inn í kaffihúsið, fimm saman á ferð um Ísland og ég losnaði úr þessari umræðu.

Ég var samt enn að hugsa um þetta meðan ég fræddi amerískan menntaskólakennara um Sturlungu þar sem sagt er frá því hvernig íslenskir oflátungar brutu fjöregg þjóðarinnar. 

(Birt í Mbl. 24. apríl 2013) 


Kjósendur fari gætilega með atkvæði sitt

Fullveldi Íslands er ekki í vari fyrr en áróðursöfl ESB hafa verið send heim og mútusjóðum þess hafnað. Meðan umsátursástand ESB varir verða kjósendur að fara gætilega með atkvæði sitt og vera þess fullvissir að þeir kjósi ekki aðra en fullveldissinna á þing.  

Sjá nánar í grein okkar Guðmundar í Sunnlenska fréttablaðinu í dag en hana má einnig lesa hér.  


Löglaus uppboðsgerð stöðvuð

Í morgun var stöðvuð löglaus uppboðsgerð hjá nágranna mínum eins og lesa má um hér og sjá hér á myndbandi:

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband