Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Mensalder spjarar sig

mensalder_forsida

Mensalder í Húsum spjarar sig. Hann kom á götuna nú í vikubyrjun og er búinn að halda tvö partí sem bæði væru mjög vel heppnuð. Núna rétt áðan voru 50 manns að yfirgefa bókakaffið okkar á Selfossi og flestir með bók í hendinni. Myndirnar hér á síðunni eru aftur á móti frá fyrra teitinu sem fór fram í MM á Laugavegi, ljósmyndari var vitaskuld Egill Bjarnason.

Fyrir þá sem heima sátu datt mér í hug að birta einn kafla úr bókinni. Þessi er framarlega í bókinni. Mensalder eldri hefur legið rúmliggjandi í sút yfir konumissi. Bræður hans koma í heimsókn og hafa tíðindi að segja.

Kaflinn heitir Gull.

 ----

– Gull!

– Grjótharðir og skínandi gullpeningar, sagði Eiríkur, sá yngri

og leit hróðugur til Odds bróður síns sem fyrstur sagði þetta

voðalega orð í þessu húsi.

Þeir voru komnir aftur, fjallabræðurnir Eiríkur og Oddur, að

telja kjark í litla bróður sem lá hér enn, úfinn og kviðdreginn

tn__MG_4747

undir brekáni og gærusnepli. Hann var tómur til augnanna eins

og hann hafði nú verið í heilar átta vikur. Allt frá því hún

rjátlaðist af honum óraunveruleikakenndin sem greip allt hans

æði við fráfall hennar. Mitt í hirðingu, kistusmíði og sykur útveg -

unum hafði hann ekki fundið til neins en svo kom tvíeflt allt það

sem erfiði lífsins hafði tekist að fergja.

Þeir voru hér inni á gólfi hjá honum, fullir af bjartsýni og

skýjaborgum, með stjörnur í augunum. Fullir ef þeir hefðu ekki

strammað sig af andspænis bróður sem var karlægur af sorg og

tn__MG_4767

þegjandalegri matselju. Þennan dag voru þau samtaka í

þegjanda hættinum og spurðu einskis, kunnu engin tíðindi að

segja, en þeir Oddur og Eiríkur spunnu smám saman fram

ævintýri sem hlotnast myndi öllum lýðnum. Kóhill hét hann,

útlenskur maður í skósíðri kavíu, sem nú fór um sveitir og bauð

í sauði sem hann flutti lifandi til frálags í útlöndum. Hann hafði

verið á Rangárvöllunum í vikunni og rekið þaðan tuttugu sauði,

allt metfé sem fékkst greitt út í hönd með gullpeningum. Engin

innskrift, enginn þjófnaður. Nú þurfti enginn að hugsa lengur um

tn__MG_4802

vesturferðir eða vorsult, hvað þá kaupmannsskuldir. Menn sem

ættu gull gætu allt. Þess yrði kannski skammt að bíða að það yrði

kaupmaðurinn sem skuldaði þeim en ekki öfugt. Var hann

kannski ekki kominn á heljarþrömina, sá danski á Bakkanum?

Eiríkur hafði selt þá þrjá sauði sem hann átti með áratölunni

og ætlaði sér til skurðar á þessu hausti. Oddur var svo óheppinn

að hans voru allir innan við hraun þegar karlinn kom.

– Hann lofaði að koma aftur að ári og þá verða þeir sko til

taks og það verður ekki nokkrum sauð slátrað í vetur, söng í

tn__MG_4820

Oddi eins og hann þyrfti á því að halda að sannfæra sjálfan sig

um endurkomu þessa galdramanns.

– Margur hefur nú beðið síns endurlausnara árlangt og ævina

út, skaut matseljan snöggt inn í og grúfði sig ofan í prjónana.

Hún var forviða á sjálfri sér að hafa í sama orðinu guðlastað og

rifið kjaft við gullmenn þessa.

– Ekki ...

En áður en nokkur fengi að vita hvað Eiríkur ætlaði sér að

segja um endurlausnarann var eins og snögghitnaði í bóndanum.

Kannski bara við tilhugsunina um að þurfa að verja sína

matselju í öllum þessum fyrirgangi.

– Hvurn andskotann ætlarðu þá að éta, Oddur bróðir, ef þú

tn_IMG_4789

skerð ekkert ofan í þig út af þessu gulli? Ekki éturðu gullið,

umsum sums og andskotinn.

Matseljan gerði sér til erinda að skjótast út úr baðstofunni að

sækja kaffidrukk ofan í gesti, enda fann hún á sér veðrabrigði í

baðstofunni.

– ... og haldiði að ég ali hér sauði á mýrlendinu, angurgaparnir

ykkar, heyrði hún blessaðan húsbóndann setja ofan í við gestina

sem töluðu nú báðir í senn um að sauði mætti reka til fjalls og

að lifa mætti á skreið og baunum úr kaupstaðnum. Úr því

útlendingar vildu éta sauðina þá yrði bara svo að vera.

– Hvað veistu að þeir éti þá, þessir andskotar? Kannski selja

þeir þá ofan í námur eins og þeir ku gera við klárana og sagt er

frá í blöðunum, þessir helvítis þrælar.

– Sussu, sussu. Það held ég nú hann Zakarías minn fari ofan í

námu svona sver og þver sem hann er. Nei, hann verður nú étinn

af einhverjum herramanninum úti þar með ertum og sultutaui,

það sagði hann mér hann Guðmundur skáldi sem túlkaði fyrir

Kóhill.

– Og fyrir þetta ætlarðu að svelta ykkur þarna uppi í

hundsrassi, svo fíniríisfólk í útlandinu eigi eitthvað með sult unni

sinni, sagði Mensalder saltvondur, stökk upp úr fletinu

kviknakinn og snaraði langbrók af dvergbita.

tn_IMG_4776

– Æi, farðu með þessar hreðjar frá andlitinu á mér, kumraði í

Oddi um leið og hann tók fram glerið. Honum var stórum létt að

hafa þó ræst bróður sinn fram úr, hvað sem liði Kóhill og öðrum

þeim endurlausnurum sem beðið væri.

Þannig varð gull þeirra fjallabræðra og umræða um sultutau í

út löndum til að hrífa hinn syrgjandi burt úr veruleika sorgarinnar

inn í óraunveruleika hvunndagsins.

Næstu ár söfnuðu bræðurnir á Vatnafjöllum gulli í hand -

raðann við vaxandi angist, beittu upp skóga sína og fjölguðu

sauðum. En Mensarnir í Moldartungu létu matselju sinni eftir að

elda ofan í sig alla sína holdrýru mýrarsauði og sáu aldrei gull

nema sem mont í annarra lófum.

  


Til hamingju Hrafnista

Það er ástæða til að óska gamla fólkinu á Hrafnistu til hamingju með frelsið.

Fárviðrið sem nokkrir sjálfsskipaðir talsmenn AA manna reyndu að gera út af þessu er raunalegt.

Stundum er því haldið fram að það séu bara ofdrykkjumennirnir sem komi óorði á áfengið og eitthvað er til í því.

Það eru líka bara ofstækismennirnir sem koma óorði á okkur þessa uppþornuðu. Flestum okkar líkar bara vel að heilbrigt fólk fái sér örlítið í tána.


mbl.is Skálað í Skálafelli á Hrafnistu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurleg tíðindi

"Helgi segir að kjötið verði á svipuðu verði og íslenskt lambakjöt."

Ekki neitt stór tíðindi en það eru dapurleg tíðindi að ríkisstjórn sem kennir sig við vinstri hugsjón, umhverfismál og vinnandi stéttir skuli verða til þess að opna fyrir lambakjötsinnflutning.

Andstæða vinstri hugsjóna er einmitt ofurtrú á alheimsmarkaði og alþjóðavæðingu.

Andstæða við umhverfishyggju er sú endileysa að þeyta varningi heimsenda á milli þegar vel er hægt að nota það sem til er. 

Í flokki heiðarlegra erfiðismanna Íslands standa sauðfjárbændur fremstir í flokki. Lambakjötsinnflutningurinn bætist við vægast sagt einkennilega pólitíska ferilskrá Steingríms J.


mbl.is Flytur inn lambakjöt frá Nýja-Sjálandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einlægur vilji til að kljúfa VG

Ekki ætla ég að mæla með því að menn brjóti lög, hvorki jafnréttislög né önnur. Aftur á móti hefur það hent marga ráðherra að reka tærnar í kærunefnd jafnréttismála en sjaldan hefur það kostað jafn stórar yfirlýsingar og nú.

Vitaskuld var vörn Ögmundar í málinu ekki til að bera klæði á vopnin en engu að síður ólíkt hógværari en viðbrögð Jóhönnu við sambærilegt atvik.

Það hvernig flokksforystan hamast nú á Ögmundi með allskonar pótintátum lýsir betur en flest sem gerst hefur einlægum vilja Steingríms til að kljúfa flokkinn. Smám saman rennur upp fyrir almenningi (sem er yfirleitt ekki nærri eins vitlaus og af er látið), að viljinn til að kljúfa flokkinn kemur ekki frá grasrót eða svokallaðri kattadeild heldur sjálfri forystunni. Ræða Katrínar um daginn og viðbrögð Steingríms og fleiri við máli Ögmundar nú færa okkur heim sanninn um það. Með Ögmund innanborðs eru yfirráð Steingríms innan flokksins ekki eins altæk og hann telur nauðsynlegt.

Um hitt má svo deila hversu skynsamlegt það er hjá Ögmundi, Jóni, Guðfríði Lilju og fleirum að hanga eins og hundar á roði í flokki sem er orðinn er lítið meira en annexía frá Samfylkingunni.  


mbl.is Vilja að Ögmundur biðjist afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverður Sýrlandspistill

Þórarinn Hjartarson á Akureyri skrifar afar athyglisveran pistil um Sýrland á Smugunni. Þar segir m.a.:

Hvers eðlis eru átökin í Sýrlandi? Ráðandi fjölmiðlar Vesturlanda hafa gert sitt besta til að lýsa þeim sem slátrun stjórnvalda á saklausum mótmælendum. Það hefur þó smám saman komið í ljós, jafnvel í mörgum þeim fjölmiðlum sem venjulega fylgja meginstraumnum, að sú mynd hangir ekki saman. Inn á milli hafa alltaf heyrst fréttir sem sýna t.d. að uppreisnaröflin, hinn sk. Frjálsi sýrlenski her, hefur frá upphafi átaka í mars 2011, verið þungvopnaður. Suðningur Vessturveldanna við hann er ennþá aðallega gegnum leyniþjónustur, en Saudi Arabía og Qatar – traustustu vinir Vesturveldanna í Arabalöndum – hafa vopnað hann opinskátt, og herbækistöðvar á hann í Tyrklandi. Enda kemur fram hjá uppreisnaröflunum sjálfum að um fjórðungur fallinna í stríðinu, yfir 5000 manns, eru sýrlenskir stjórnarhermenn.

Inn á milli meginstraumsfréttanna heyrum við líka um voðaverk – svo sem fjöldamorð í borgunum Homs og Aleppo –sem framin eru af uppreisnarmönnum. Hinir svokölluðu uppreisnarhópar eru að uppistöðu íslamistar enda er ríkisstjórn Assads ein fárra austur þar sem starfar á veraldlegum grundvelli. Þessir vopnuðu íslamistar eru að verulegu leyti komnir frá öðrum araba- og múslimalöndum, en hins vegar ber mjög lítið fjöldamótmælum meðal almennings í Sýrlandi, nema þá helst til stuðnings stjórnvöldum. Það hljómar líka undarlega að heyra um al-Kaídasveitir í fremstu röð þeirrar uppreisnar sem studd er af Vesturlöndum. Hins vegar ná vestrænir leiðtogar og fréttastofur jafnan að snúa því þannig að öll voðaverk í Sýrlandi sýni fram á nauðsyn utanaðkomandi íhlutunar – í nafni mannúðar.

Sjá nánar. http://smugan.is/2012/08/syrland-og-vestraen-hernadarstefna/


Fjórir kvótasinnar fá kvótafrumvarpið í hendur

Það er athyglisverð frétt í Morgunblaðinu í morgun að fjórum kvótasinnum fjórflokksins er nú falið að vatna út kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta eru þeir Kristján Möller (S), Björn Valur Gíslason (VG), Sigurður Ingi Jóihannsson (F) og Einar K. Guðfinnsson (D). Allt saman sómamenn hinir mestu en þekktir fyrir allt annað en það að vilja stokka upp kvótakerfið. 

Það er góðra gjalda vert að menn noti sumarið til að stjórnarliðar og stjórnarliðar fari yfir málið en það eru óneitanlega ákveðin fingraför á því þegar stjórnin velur sína hörðustu talsmenn útgerðarinnar í málið, þá Björn Val og Kristján.

Með þessu er ég ekki að segja að mínar skoðanir liggi algerlega samsíða þeim allra róttækustu í uppstokkun kvótans en oft hefur mér blöskrað varðstaða talsmanna LÍÚ innan sem utan þings. Hér eru fjórir LÍÚ vinir saman komnir. Ef ríkisstjórnin hefði sett í þetta verk þær Ólínu Þorvarðardóttur frá Samfylkingu og Lilju Rafneyju frá VG þá hefði nú verið kynjajafnrétti í nefndinni og svipurinn líka allt annar.

En það er greinilega ekki ætlunin að ganga mjög langt í þessu máli og þá bara vitum við það.  


mbl.is Skila sameiginlegu áliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómerkilegar eftirá hótanir

Samfylkingin er aðeins farin að gefa sig miðað við það sem var 2009.

Nú lætur hún duga að koma með hótanir um stjórnarslit eftir að VG er búið útvarpa því skýrt og greinilega að flokkurinn ætli örugglega ekkert að hrófla við aðildarviðræðunum.

Það er nú nógu slæmt að við vinstri sinnaðir ESB andstæðingar getum ekki treyst VG. Getur verið að ESB geti heldur ekki treyst Samfylkingunni? Hvar endar þetta, Steingrímur minn?


mbl.is Viðræðuslit leiddu til stjórnarslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sálarháski trúleysingjans

Það er smá skrýtið að vera dögum saman túristi á fullu kaupi í Reykjavík. Þessa dagana er ég að lóðsa hér franska sjónvarpsmenn og við erum tvær síðustu næturnar í gömlu Moggahöllinni í Aðalstræti.
 
Í dag duttum við inn í Kolaportið þar sem séra Adda Steina og Þorvaldur á sjó héldu messu. Yfirleitt leiðast mér messur og má gæta mín að þær kveiki ekki upp í mér byltingaróð með innihaldsleysi sínu, fíneríi og prjáli. En þessi virkaði öfugt á mig. Ekki bara hvað presturinn var fallegur heldur var einhver goðumlíkur hátíðleiki yfir ásjónum gamalla atvinnumanna úr strætinu, mannaþef og kaffidrukk. Óforvarendis var ég staddur inni í óskrifaðri sögu eftir Elías Mar nema það hafi verið Laxnes.
 
Þegar mín gamla vinkona hóf að fara með faðirvorið gerðum við það líka úti í sal og svifum eitt andartak með almættinu. Ég flýtti mér svo að kyssa Öddu Steinu og skundaði yfir til fornbókasalanna áður en ég óvart yrði frelsaður til trúar á löngu látinn Palestínuaraba.

Einkennilega viðkvæm forysta

Ræða Katrínar Jakobsdóttur markar tímamót. Fram að þessu hefur varaformaður flokksins talað fyrir sátt innan flokksins en nú dregur hún flokksmenn í dilka, flokkar þá í gott fólk og vont fólk. Við sem höfum gagnrýnt ESB ferli ríkisstjórnarinnar erum þar heldur ómerkilegir einsmálsmenn. 

Þar er ekki mitt að dæma en frekar hefði ég kosið að Katrín svaraði þeirri málefnalegu og heiðarlegu gagnrýni sem hefur komið um ferlið heldur en að fara í dilkadrátt af þessu tagi. Ef til vill er viðkvæmni þessi tilkomin vegna þess að formaður VG í Skagafirði hafði orð á að forystan yrði að athuga sinn gang. Ekki má þá mikið í Miðengi!

Orðræða varaformannsins um að ESB andstæðingar fari í manninn en ekki boltann verður ögn skringileg í ræðu sem hefur það að keppikefli að fara með næsta subbulegum alhæfingum í alla þá menn sem hafa leyft sér að vera ósammála ESB vegferð ríkisstjórnarinnar. 

Það ég veit hafa ESB andstæðingar innan VG unnt einstökum ráðherrum flokksins þess að vera með sína prívat aðdáun á Evrópusambandinu. Þvert á móti höfum við mörg stutt t.d. bæði umhverfis- og menntamálaráðherrana með ráðum og dáð þrátt fyrir umtalsverðan skoðanamun í þessu einstaka máli. En við höfum af einurð gert kröfu um að stefnu flokksins sé fylgt. Nú er það úthrópað sem hinn stærsti glæpur. 

Með ræðu sinni hefur Katrín Jakobsdóttir blásið hressilega á allar hugmyndir manna um forystan hafi í hyggju að endurmeta ESB ferlið og ESB sinnar geta andað léttar. Og Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur hafið sinn kosningaundirbúning.


mbl.is „Mitt svar er NEI“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tóm hamingja á Sólbakka

sjalfbodalidar.jpgÍ sumarönnum er lítill tími til bloggs. Ofan á ferðamannastraum hef ég fyllt Sólbakkann af útlendu vinnufólki sem hamast hér við skráningar í gagnagrunn fornbókaverslunarinnar.

Hér er hluti af hópnum, f.v. talið bandaríkjakonan Grace, Jósef og Chai frá Singapore, Sophie sem er eiginlega kínverskur Hollendingur frá Bretlandi(!), Kelvin frá Singapore (Kai Chun Chua) og Mimi sem er pólskættaður Kanadamaður. Á myndina vantar Asjerbajstan sem er úr Hreppunum,  Gunnlaug Velding sem er alltaf á Þingvöllum og íslenska leynisjálfboðaliðann sem er úr Kópavogi og á afmæli í dag...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband