Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fjallagrös og VG sem vill allt banna...
27.5.2010 | 18:32
ER það ekki svo að VG vilji banna allt annað mannlegt athæfi en það að einhverjir reiti upp fjallagrös?
Allir í Hvíta húsið
27.5.2010 | 13:55
Hápunkturinn í kosningabaráttunni hér í Árborg er í opnum fundi sem Suðurland FM 963 heldur í Hvíta húsinu á Selfossi í kvöld. Þar verða fulltrúar allra framboða og allir velkomnir. Þeir sem ekki komast á staðinn geta stillt útvarpið á 96,3 eða farið á vefinn á http://963.is/
Við lofum fjörugum umræðum.
Magma austur fyrir fjall
24.5.2010 | 16:23
Nú ætlar Magma að hasla sér völl í Skaftártungunni. Við hér austanfjalls höfum ekkert við sænska skúffuspillingu að gera. Síðast þegar sænskir reyndu að hasla sér völl hér var þegar uppgjafaprestur þaðan var gerður biskupi í Tungunum. Honum var drekkt í Brúará.
Það verða einhver ráð.Magma á helming í Búlandsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Magma austur fyrir fjall
24.5.2010 | 16:21
Nú ætlar Magma að hasla sér völl í Búlandsvirkjun. Við hér austanfjalls höfum ekkert við sænska skúffuspillingu að gera. Síðast þegar sænskir reyndu að hasla sér völl hér var þegar uppgjafaprestur þaðan var gerður biskupi. Honum var drekkt í Brúará.
Það verða einhver ráð.
Seiðkonur slökktu gos
24.5.2010 | 00:16
Gnarr og narr borgarstjórnarinnar
23.5.2010 | 10:01
Það er eins og það gleymist í umræðunni um Jón Gnarr að af öllum pólitíkusum var hvergi samankominn eins misheppnaður söfnuður eins og í síðustu borgarstjórn og öll framkoma hans á síðasta kjörtímabili þvílíkt narr við lýðræðið og kjósendur.
REI, Björn Ingi, Villi, Tjarnarkvartett, námsmaðurinn Gísli Marteinn, blóðug valdabarátta innan bæði Framsóknar og VG, staða orkuveitunnar, salan á Thorsarahöllinni og ég er örugglega að gleyma einhverju fleiru en bara Ólafi F.
Af öllu þessu þekki ég REI hneykslið best og var eins og fleiri mjög létt að sjá tvær valkyrjur, þær Svandísi Svavars og Hönnu Birnu ganga fram í því máli. En báðar ollu mér líka vonbrigðum þegar þær voru áfram áfjáðar að vinna með stjórnmálamönnum sem höfðu í REI svindlinu algerlega fyrirgert rétti sínum til setu í borgarstjórn. Og báðar voru líka til í að vinna með Ólafi F sem var mikið dómgreindarleysi.
Borgarbúar hafa því ærna ástæðu til að styðja Jón Gnarr en ættu að samt að láta það ógert. Ennþá vitum við ekkert að hve miklu leyti Gallupfylgi Gnarrsins skilar sér í kjörkassa.
Auðvitað vonast ég til að Sóley (VG) fari inn með þrjá menn - enda er hún vel að því komin. Einhverjum kann að þykja hún róttæk en stúlkan sú er miklu skemmtilegri í viðkynningu en fjölmiðlar draga upp og svo gegnumheiðarleg að öllu lengra verður ekki komist.
Hvað er að?
23.5.2010 | 09:35
Er nokkuð betra við kóngafólk að gera. Ferguson stendur undir nafni.
Hertogaynja í vondum málum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hættir að vera með...
22.5.2010 | 20:27
Aðilar vinnumarkaðarins eru óborganlegir og duga ágætlega síðan spaugstofan hætti.
Nú segir Villi Egils sig í annað sinn frá sama samstarfinu við ríkisstjórn. Virkar á mig eins og kona sem hótar enn að skilja við manninn sinn löngu eftir skilnað.
Gylfi Arnbjörns (sem átti alls ekki að raka af sér skeggið) birtist í garði við einhverja Reykjavíkurvillu og er öskuvondur yfir því að ríkið sé að hugsa um skattahækkanir á hátekjufólk. Ég sem hélt að hann ynni hjá ASÍ. Var allavega þar um daginn þegar hann hótaði verkfalli til að mótmæla atvinnuleysi.
Saman hóta Gylfi og Villi svo að taka engan þátt í samningum í haust og ef þeir geri það þá muni þeim allavega alls ekki takast að ljúka þeim.
Kosningaloforðaveikin - íhaldið lofar nýrri Sundhöll
22.5.2010 | 12:08
Með morgunkexinu náði ég að blaða aðeins í kosningamálgagni Sjálfstæðismanna hér í bæ. Fallegt blað og vel upp sett, lesmálið er ekki eins yfirþyrmandi og var í annars ágætu blaði Samfylkingarinnar og skopmyndirnar margar vel gerðar. En gagnrýnin er yfirleitt sett fram í hálfkveðnum vísum og sama er með loforðin.
Það er vissulega þolraun frambjóðendum að lofa engu upp í ermi sína. Nú eru Sjálfstæðismenn sprungnir á limminu og lofa bæjarbúum því að byggja nýja Sundhöll og vilja líka klára menningarsalinn í Hótelinu. Allavega telja þeir þá sem nú stendur ekki boðlega sveitarfélagi sem vill láta taka sig alvarlega. Skrýtinn alvarleiki það.
Allt þetta ætla þeir að byggja með því að spara í yfirstjórn Árborgar sem er samt sú fjórða ódýrasta í öllu landinu. Hér verður auðvitað beitt göldrum sem jafnvel útrásarvíkingar gætu öfundast yfir...
Að menntast sig til óbóta
22.5.2010 | 00:31
Illa launar Þórólfur Matthíasson gott uppeldi í Rangárþingi þegar hann nú heggur að bændum vegna eldgoss í Eyjafjallajökli. Það sér vitaskuld hver maður að náttúruhamfarir eins og þessar styrkja frekar en hitt þær röksemdir sem eru fyrir íslenskum landbúnaði. Þó ekki sé annað en bara hvað náttúran getur á augnabliki dæmt nútíma flutninga úr leik.
Til þess að komast að annarri eins niðurstöðu þurfa menn annað tveggja að hafa vitleysislegar ályktanir að sérstöku áhugamáli - nú eða þá að hafa menntað sig til óbóta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)