Í dag eru jólin

Það eru ekki alltaf jólin í landi eins og Pakistan sem glímir við fátækt, hernaðarkomplexa og terrorista. En í dag eru jólin og mjög sérstök stemning hér í Rawalapindi. Þó að það séu margir á ferli á götunum er stemningin samt miklu afslappaðra en vant er og meirihluti verslana er lokaður. Það eru helst veitingastaðir sem eru opnir en einnig stöku verslanir. Þeir sem hafa verið í austurlandaborgum vita hvað það er fráleitt að hugsa sér afslappaða stemningu á slíkum stað.

 

jol2.jpg

 

Í gærkvöldi gekk ég um borgina í Þorláksmessustemningu og virti fyrir mér ljósadýrðina og jólaskrautið, hvorutveggja líkt því sem við þekkjum, litskrúð, glans og glimmer. En ljósaséríurnar verða enn tilkomumeiri þegar maður hugsar til þess að hér er slíkur skortur á rafmagni að það er tekið af nokkrum sinnum á hverjum degi í hverju hverfi. Í morgun kvað við sprenging í götunni minni þegar rafmagnskassi stóð allt í einu í glæringum og látum.

Já, jól. Hátíð þessi heitir ýmsum nöfnum en hér heyri ég hana kallaða Milad Un Nabi. Þennan dag fyrir 1433 árum síðan fæddist spámaðurinn Múhameð spámaður sem lagði grunninn að íslömskum trúarbrögðum. traktor_jol.jpg

jol1.jpg(Skrudfylking i Saddarhverfi, meira ad segja traktorarnir voru skreyttir, takid eftir Massey Ferguson!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður fer bara að finna til samkendar með Pakistönum. Aka um á Massey Ferguson, éta svið og mjólka kýr. Súdan og Grímsnesið,Pakistan og Skeiðin!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 16:54

2 identicon

Ertu viss um að verið sé að fagna fæðingu hans? Ef maður gúgglar þann dag kemur upp að hann hafi fæðst 20 apríl.

(IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 18:40

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

Held ad thessi mismunur liggi i thvi ad muslimar nota allt annad timatal

Bjarni Harðarson, 8.2.2012 kl. 04:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband