Veldingar Zoegum betri

Var aðeins að skopast um ættarnafn okkar Lárusar bankamanns en þó Veldinganafnið sé ekki flekklaust þá er eftir gærdaginn minni glans yfir Zoégum. Gylfi hagfræðingur sem ber þetta glæsta ættarnafn kom í RÚV fréttum í gær og var þar miður sín að Íslendingar skyldu ætla að þybbast við að greiða allar skuldir útrásarvíkinganna upp í topp.

Hafa einhver þjóðríki á einhverjum tímum gengist með þeim hætti í ábyrgðir fyrir óvandaða einstaklinga. Og það sem Gylfi sagði um íslenskt regluverk var í grunninn rangt. Það rétta er að  við höfðum vegna EES mjög takmarkaða möguleika á að stöðva taumlausa og fyrirhyggjulausa útrás íslenskra bankamanna inni í Bretlandi og annarsstaðar í Evrópu. Drápsklyfjarnar sem nú leggjast á þjóðina eru vegna þess að við höfum um of legið hundflöt fyrir að hlýða á alþjóðavettvangi. 

Leiðin út úr vandanum liggur ekki í gegnum enn frekari undirlægjuhátt og inngöngu í ESB eins og hagfræðingurinn heldur fram. 

(Enginn skyldi þó taka alvarlega að ég hermi þessa orðræðu upp á tiltekin ættarnöfn í landinu og allir vita að margt afbragðsfólk ber hin einkennilegustu nöfn.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Bjarni minn - nú ert þú að rugla saman hlutum og það segi ég algerlega án afstöðu með eða móti ESB - því ég þekki þau mál ekki nægjanlega vel til að taka afstöðu.

Það var hins vegar Valgerður Sverrisdóttir sem ákvað að ekki skyldu sett nein sérstök lagaákvæði vegna einkavæðingar bankanna, heldur skyldi Fjármálaeftirlitið og aðrar eftirlitsskyldar stofnanir efldar.  Hvað svo varð um efndir í þeim málum sýnir sig í dag!

Þessu lýsti Valgerður yfir í viðtali við Mbl. á sínum tíma

Við fylgdum reglum EES eins og fleiri þjóðir sem þó skuldsettu þjóðarbúskap síinn ekki um 12 - 14 falda landsframleiðslu.

Eftirlitsstofnanir, Fjármálaeftirlit, Seðlabanki Íslands og stjórnvöld leyfðu þessum hlutum að fara svona - og vissu af því strax í ársnyrjun 2008 - ef ekki fyrr.

Gylfi Zoega hefur margt til síns máls miðað við umfjallanir erlendra fjölmiðla um samskipti erlendra stjórnvalda, lánardrottna við íslenska embættismenn.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 20.2.2009 kl. 15:20

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna erum við sammála eins og oft Bjarni/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 20.2.2009 kl. 15:21

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nú ætla ég enn að abbast uppá veglyndi síðuhaldara og líma inn hugleingar mínar um téðan sóga (ritað eftir hljóðum sem nafnið var borið fram í minni æsku)

Mér ofbauð algerlega undirlægjuhátturinn í málflutnigni hans og hélt á tíma að hér væri bandingi að tyfta samfanga sína sakir uppvöðslusemi við húsbændur hans.

 Hér er skrifið:

VÆLUKJÓI með asklok að himni.

Hagfræðingar landsins eru hverjir af öðrum að gera sig að brjóstumkennanlegum vælukjóum og það sem verst er, --þeir taka með sér pólitíkusana, sem ekki þora að andmæla þeim.

Það er gersamlega útí hött, að við uppskerum virðingu með því að leggjast undir svona braskara, sem afar margir af ,,kröfuhöfum" á hendur bankana eru.

 Það hefur nú aldeilis heyrst í ,,kröfuhöfunum" okkar í gömlu bankana.  Kröfur um, að Kaupþing borgi veðmál sem gerð voru í stöðutöku GEGN ísl þjóðinni.

 Ef menn yfirleitt hlusta á þann söng, að ,,VIÐ EIGNUMST VINI",--ENDURTEK VINI, MEÐ ÞVÍ AÐ LEGGJAST NIÐUR OG BJÓÐA AFNOT AF SKROKK ÞJÓÐ'ARINNAR, til að friðþægja fýsnum braskara í auðfenginn gróða, eru menn virkilega á villigötum.

Það er þekkt í Mannheimum, að borin er virðing fyrir þeim, sem berjast þrátt fyrir ofurefli en leggjast ekki niður og láta það verða er verða vill.

Ef hreðjar eru undir ráðamönnum biðja þeir svona aumingja aldrei þrífast og láta af kennslu í svona fræðum, því nægar eru úrtöluraddir og nægar eru syndir þeirra Hagfræðinga sem voru í KLAPPLIÐINU OG FREYÐIVÍNSFUNDAHÓPUNUM, þegar þjófar riðu um héruð og töldu menn á, að þar færu miklir höfðingjar sem allt gætu og væru ósnertanlegir með öllu.

Meistarar ei meir --ei meir.

Miðbæjarihaldið

Með von um, að Kári fari ljúfar um en veðurfróðir segja þessa helgina.

Kveðjur

NAfni þinn við Hljómskálagarðinn

Bjarni Kjartansson, 20.2.2009 kl. 15:24

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

Nákvæmlega Gunnar. Ef það er eitthvað sem brást á Vesturlöndum þá er það þessi ofmetna fræðigrein sem spilaði undir meðan spilaborgin var reist...

Bjarni Harðarson, 21.2.2009 kl. 01:27

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég tek heilshugar undir með þér hvað framistöðu Gylfa Zoega varðar í þessari frétt. Tel reyndar að hún (fréttin), sem kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum, sé undanfari næstu hrinu RÚV og Samfylkingar að koma Evrópuumræðunni aftur af stað.

En þótt þú hafir fyrirvara á umfjöllun þinni um ættarnöfn, þá finnst mér full langt gengið að segja "minni glans yfir Zoegunum". Zoegarnir voru ekki þarna að tjá sig, aðeins einn Zoega gerði klaufalega tilraun til að hafa áhrif á umræðuna. Flestir sáu í gegnum það. En þegar upp er staðið þá er hver maður ábyrgur gerða sinna og skiptir þá engu hverra manna hann er.

Að spyrða alla Zoega saman í kippu er arfleifð úr fortíðinni. Frá þeim tíma þegar ættarnöfn tengdust þeim sem höfðu menntun, völd eða peninga. Ómenntuð alþýðan hafði þennan máta á til að styrkja sína stöðu. 

Enginn gantast að Hörðum þessa lands þegar þú gerir axarsköft.

Ragnhildur Kolka, 21.2.2009 kl. 09:57

6 identicon

Ég tel alveg rétt af mér að niðast á dálknum þínum Bjarni, í þeim fróma tilgangi að leita uppi fyrrpart vísu:

......m

............nnið

það er hart að heita Briem

og haf' ekki(ekkert) til þess unnið"

Æ, þið fjölfróðu skriflar (ég veit að "scribent" er flottara já og "scriba", hihihi), getið þið nú ekki fundið fyrri partinn, svo ég sé ekki að rogast með þetta árans rifrildi "hálfkunnað" í höfðinu?Plássið var nú aldrei mikið.

Já við skulum ekki spyrða fólk saman um of; vorki til vamms né virðinga.  Og mikið lifandisundurogdámsamlegaerþaðrétthjá Ragnhildi að það var engin leið að spyrða saman alla Herði, nú eða Jóna eða Gunnur.  Og auðvitað var ákveðið "undirmálsvald" (mjög merkilegt fyrirbæri enn í dag), fólgið í þeirri athöfn að spyrða saman "fína"(??? - ja, hérna; það var nú það!!!)) fólkið.

Þannig fram farið að setri mínu.

Fleira ekki gjört og fundi slitið kl 22.05

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 22:15

7 identicon

Einhver besta ritsmíð sem Guðrún Helgadóttir rith. hefur látið frá sér fara er Mbl.grein með fyrirsögninni: "Höfðingi ertu, Zoega", sem vísaði til rónans Milners, sem Kjarval hafði þessi orð um: "Höfðingi ertu, Milner",  eftir að hann tók ófrjálsri hendi eitt málverka meistarans og gaf ónefndum utangarðsmanni til brennivínskaupa.                                                              Sjálfstæðiskona að nafni Zoega bað Reykvíkinga vera þakkláta HItaveitu Rvk., (sem stjórnað var af föður hennar, Zoega),  fyrir að "gefa"(?) þeim Perluna að kostnaðarlausu!

Nú gætu bæði Guðrún - aftur - og Brown þess vegna líka, sagt: "Höfðingi ertu Zoega!"

Glúmur (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband