Montinn bloggari

Mont er löstur og leiðinlegur kvilli en þegar það dettur í mann er best að kannast við montið strax. Og sjálfur er ég ósegjanlega montinn þessa dagana yfir þeim viðtökum sem bók mín Svo skal dansa hefur hlotið bæði meðal almennra lesenda sem ég hitti og bókagagnrýnenda.

Síðast í gær skrifaði Hallfríður Þórarinsdóttir á Kistuna og særir mig þar til að skrifa meira. Áður hafa m.a. Árni Matthíasson á Morgunblaðinu farið lofsamlegum orðum um bók þessa og sama gerði Ólafur Guðsteinn Kristjánsson á sama blaði. Á Fréttablaðinu fékk bókin sömuleiðis afbragðs dóm frá Kolbeini Proppé og á Pressunni gaf Ólafur Arnarson bókinni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, sjá hér. Loks er skylt að geta hér um dóm sem var mér ekki síður hagstæður og raunar eins og hinir miklu betri en ég á skilið. Sá er frá Kristni Kristmundssyni og birtist í Sunnlenska fréttablaðinu, sjá hér. 

 stjana_i_knellu_ofl.jpg

 

Það sem gerir mér einkanlega mögulegt að lifa með þessu monti er að ég yfirfæri með sjálfum mér montið yfir á langömmur mínar sem ég er að skrifa um og held að eigi miklu meira í þessu en nokkurn rennir í grun. Montið nær svo hæstum hæðum þegar ég hitti fyrir gamlar vinkonur þessara kvenna sem segja mér að þær hafi lesið bókina og líkað vel og fullyrða við mig að mér hafi tekist að fanga það andrúm sem þær mundu. Ein þessara kvenna er Helga Bjarnadóttir sem sendi mér skemmtilegt bréf í morgun og þar með nokkrar gamlar myndir, þar á meðal þessa sem hér birtist. Á henni er verkafólk á Fáskrúðsfirði á fyrri hluta 20. aldar. Hér sést ein af höfuðpersónunum í bókinni, Kristjana Stefánsdóttir í Knellu sem ég kalla Sjönu en var í reyndinni kölluð Stjana. Hún er hér fyrir miðri mynd og áberandi lágvaxin kona með dökka skuplu á höfði. 

Aðrir á mynd þessari eru f.v. Gísli á Sómastöðum, Dagmar á Sólvangi, Þóra í Stafholti, Stefanía í Gullbringu, Guðlaug Emerentiana á Bjargi, Stefán í Pétursborg, Guðbjörg í Nýborg, fyrrnefnd Stjana í Knellu, Þorsteinn í Gilstungu, Ágúst í Pétursborg, Guðrún á Gestsstöðum, Þórhallur í Sólvangi, Jónína í Nýja-Bæ, Jóhanna í Gilstungu og Ingólfur í Þingholti. (Sbr. Almanak Fáskrúðsfirðingafélagsins 2003).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þér er alveg óhætt að vera stoltur eftir því sem ég hef heyrt um þessa bók, er samt hálf fúl við þig fyrir  að stoppa ekki aðeins hér á EG þegar þú varst á ferðinni, ég hefði nú bakað vöfflu handa þér og malað smá kaffi

(IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 14:56

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

Fyrirgefðu Silla - Ég gisti reyndar að Lofti vini mínum í þínum bæ en tíminn var naumur, afar naumur og ég kom þar í hús eftir miðnætti og hafði þá næstum rústað bílnum hennar Eddu...

Bjarni Harðarson, 16.12.2009 kl. 17:38

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fólk hét svo skemmtilegum nöfnum í gamla daga!

Ég er alveg ákveðin í að lesa þessa bók. Hvort sem ég næli mér í hana á bókasafninum eða Sunnlenska bókakaffinu.

Hrönn Sigurðardóttir, 16.12.2009 kl. 21:34

4 identicon

Ekkert að fyrirgefa, þú bara gerir þetta ekki oftar gæskur bið að heilsa Elínu.

(IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 22:15

5 identicon

Þá ætla ég að koma með nýja færslu, áður en að Löggan og fegurðardrottningin fara að berja hvort annað.

Það sem er helst í fréttum hér er að ég var að koma úr vigtun með þvílíkt góðar tölur, ég er svo ánægð...

70-620 exam (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 11:35

6 identicon

híhíhíhíh´hi ég er svo ánægð að ég hoppa upp og niður( brenni bara meira á því).  
En þetta gengur allt svona ljómandi glimrandi skemmtilega vel.

ÉG veit svo sem ekki hvað ég á að segja ykkur annað.... jú ég missti 2,5 kg í dag...
Vitið ég er að verða svo montin að ég jaðra við að vera óþolandi, en ussss verið ekkert að segja frá því, allavega ekki mér.

70-291 dumps (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 11:36

7 identicon

Laufa er veik, þannig að ég verð að finna einhvern annan til að sjá um að opna mömmó á morgun.  en já ekki meira í dag, jú ég missti 2,5 kg en ég var búin að segja það...
Bæjó spæjó
Aðalheiður að vanda sig við að hverfa

70-632 (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 11:37

8 identicon

Til hamingju, bara æðislegt hvað þér gengur vel og þú lítur líka rosalega vel út. Gaman að hitta þig í Nóatúninu, ég var fljót að láta breyta piparrótinni í sellerírót hehe

70-642 braindump (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband