Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
Heim í heiðardalinn
10.1.2007 | 18:33
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Góðar kratakveðjur
10.1.2007 | 11:57
Hrafn segir:
Bjarni vinur minn Harðarson hefur nú haslað sér völl í bloggheimum. Hann fer hressilega af stað, enda einhver skemmtilegasti -- og skeleggasti -- þjóðmálarýnir landsins. Þá er það mikið ánægjuefni að Bjarni skuli gefa kost á sér í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, sem fram fer 20. janúar. Víst er um að ræðuskörungum á Alþingi mun fjölga um einn, fái hann brautargengi.
Þetta verður býsna spennandi prófkjör. Flestum að óvörum lagði Hjálmar Árnason þingflokksformaður til atlögu við Guðna Ágústsson varaformann og oddvita Framsóknar í kjördæminu, og verður glíma þeirra um 1. sætið efalítið hörð og söguleg. Guðna sterka er hér með spáð sigri, enda er hann tvímælalaust sá forystumaður Framsóknar sem þjóðin hefur mest dálæti á.
Bjarni gefur kost á sér í 2. sætið og hlýtur að eiga góða möguleika á að hneppa það hnoss, enda vinsæll og vinmargur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.1.2007 kl. 03:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fundaherferð að baki og hanaslagur framundan!
9.1.2007 | 12:44
Í gærkvöldi var ég heima hjá mér á virkum degi,- eina svoleiðis kvöldið í langan tíma og við feðgar horfðum á þátt um byltingarleiðtogann mikla Maó Tsetung. Hann var snemma fantur og illmenni.
Lokið er frábærri fundaherferð þar sem komið hefur verið víða við. Síðast í þeirri röð var að halda ostafund hér á Sólbakkanum sem var sunnudagskvöldið og tókst afar vel. Minnistæðustu fundurnir úr þessari herferð eru útifundurinn á Urriðafossi og svo sá í Þorlákshöfn enda urðu þar snörp og skemmtileg átök.
En í kvöld byrjar svo hin sameiginlega fundaherferð, hanaslagur eða ræðukeppni undir skeiðklukku. Þetta er hin formlega kosningabarátta kjörstjórnarinnar og hún stendur í 10 daga. Fundaröðin er svona og byrjar í Hreppum á Efra Seli sem er skammt frá Flúðum.
Þriðjudagur 9. janúar kl. 20:30 Hrun. Efra Sel, Golfskálinn
Miðvikudagur 10. janúar kl. 20:30 Reykholt Aratunga
Fimmtudagur 11. janúar kl. 20:00 Reykjanesbær Framsóknarhúsið
Föstudagur 12. janúar kl. 20:00 Grindavík Framsóknarhúsið
Laugardagur 13. janúar kl. 14:00 Höfn Nýheimum
Laugardagur 13. janúar kl. 20:30 Kirkjubæjarklaustur Hótelið
Sunnudagur 14. janúar kl. 16:00 Vík Ströndin
Sunnudagur 14. janúar kl. 20:30 Hvolsvöllur Hvoll
Mánudagur 15. janúar kl. 20:00 Árborg Hótel Selfoss
Þriðjudagur 16. janúar kl. 20:00 Vestmannaeyjar - Akóges salurinn
Frá stóra bróður
8.1.2007 | 18:00
Blogga Atla bróður:
Ég vek athygli á því að Bjarni bróðir minn hefur opnað vef (http://www.bjarnihardar.is/) til að kynna framboð sitt í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Ég hef aðeins atkvæðisrétt í Norðvesturkjördæmi og get því ekki stutt hann, en sem Sjálfstæðismanni finnst mér nú illskárra að kjósa Framsókn en Árna Johnsen og mundi því líklega kjósa lista með Guðna og Bjarna frekar en þann sem Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi hafa stillt upp.
Og svo vek ég athygli á að á vef Atla er æði oft að finna mjög gagnlegar og afburða greindarleg skrif - þó hann sé íhald!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stórkostlegur útifundur
6.1.2007 | 17:56
Á annað hundrað manns mættu á útifund sem framboðið okkar hélt nú í dag við Urriðafoss. Falleg snjókoma og norðan kæla gaf samkomunni hátíðlegan og íslenskan svip.Þrátt fyrir að ekki væri boðað til fundarins sem eindregins mótmælafundar virkjanaandstæðinga voru fundarmenn samdóma um að staldra mætti við í virkjunum. "Það liggur ekkert á, fossinn verður hér áfram," sagði Einar Haraldsson bóndi á Urriðafossi í lokaorðum sínum en auk hans fluttu ávörp undirritaður og Jón Vilmundarson bóndi í Skeiðháholti. Þá flutti skáldið og bóndinn Sigríður Jónsdóttir í Arnarholti frumort ljóð.
![]() |
Fjölmenni á útifundi við Urriðafoss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Öfgalaus útifundur við Urriðafoss
5.1.2007 | 17:17
Fékk bréf í dag frá íbúa í Rangárþingi sem hafði áhyggjur af útifundinum sem ég held að Urriðafossi á morgun. Taldi að margir væru bara spenntir fyrir virkjanaframkvæmdunum og hefðu lítinn áhuga á Framsóknarmanni sem ætli að haga sér eins og Vinstri grænn. Þetta skil ég mæta vel svo mjög sem margir eru brenndir af öfgum þeirra sem kenna sig við umhverfisvend... En til þess að skýra það hvað býr að baki fundarboðuninni af því að ég veit að viðkomandi bréfritari talar fyrir munn margra vil ég birta hér hrafl úr mínu svari til hans...
mitt svar (fyrirgefið að ég skrifa aldrei stóran staf í texta sem ekki er ætlaður til prentunar).
ég skil áhyggjur þínar mjög vel. það að halda fund um virkjanir og að ég ekki tali um útifund slær almenning mjög gjarnan sem mótmælendafundur í anda vinstri grænna og annarra öfgamanna. ég get samt fullvissað þig um að ekkert er fjær mér þrátt fyrir mikinn og einlægan áhuga á umhverfismálum. mín skoðun er að umhverfisverndarumræðan sem er ein sú mikilvægasta hafi undanfarin ár verið í mjög óheppilegri gíslatöku öfgamanna sem hrópað hafa ókvæðisorðum að örfáum framkvæmdum. ein af meginreglunum hefur verið sú að það megi allt gera í nágrenni reykjavíkur en helst ekkert þegar komið er í landsfjórðunga sem standa fjær. þjórsá hefur hér "notið" þessarar nálægðar við reykjavík og umræðan um það að vatn verði tekið af vatnsmesta fossi landsins því engin verið... það tel ég afar óheppilegt. raunar er afstaða mín til þessara virkjana blendin. ég sé vissulega eftir urriðafossi og svo gera fleiri en ég viðurkenni engu að síður alveg hagkvæmni og umhverfisvænleik þess að nýta aflið í þjórsá á þessum stað. engu að síður vil ég að menn staldri við meðan þensla og ójafnvægi er jafn mikið í samfélaginu og raun ber vitni. ég hef heldur ekki sannfæringu fyrir því að þessar virkjanir séu réttlætanlegar ef ætlunin er að nýta orkuna fyrir enn frekari álversuppbyggingu á suðvesturhorninu. ef til vill eru þessar byggðavirkjanir þjórsár síðustu vatnsaflsvirkjanirnar á suðurlandi sem getur orðið sæmileg sátt um. ég tel þessvegna rétt að við stöldrum aðeins við og notum þetta tækifæri þegar brýnni og vænlegri hagsmunir kalla...
nú er það svo að vel má hugsa sér hluta þessarra virkjana án þess að ráðist sé í þær allar og þá er vel. ég skil vel afstöðu bænda sem sjá í þessu tækifæri til uppbyggingar og það er fjarri mér að tala gegn þeim hagsmunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.1.2007 kl. 03:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldskírn í Ölfusi
4.1.2007 | 02:45
Það var svo sannarlega eldskírn sem undirritaður fékk á fundi í Þorlákshöfn í kvöld þar sem umræðan beindist að margfrægum Suðurstrandarvegi. Vegi þessum hefur verið lofað af stjórnmálamönnum látlaust frá því fyrir 1990 og svikinn oftar en nokkurt annað kosningaloforð. Þetta er að vonum ergilegt og þó svo að stundum sé gantast með það að stjórnmálamenn gefi kosningaloforð til að svíkja þau er slíkt hegðun í reynd óafsakanleg og óþolandi. Ég var í upphafi fundar spurður að því og með svolitlu þjósti hversu oft ég ætlaði mér að lofa vegi þessum. Ég svaraði því til að það myndi ég aldrei gera.
Síðan gerði ég það sem ég veit að er óvinsælt í Þorlákshöfn. Ég talaði gegn framkvæmdinni eins og hún liggur nú fyrir en mælti þess í stað með því að vegur þessi yrði lagður þegar í stað - en með mun minni tilkostnaði en áætlað er í dag. Ef ná mætti sátt við íbúa Þorlákshafnar og Grindavíkur um slíka tilhögun tryði ég því að um leið mætti semja um að ráðist yrði í verkið án tafar. Til þessa hefur Suðurstandarvegi verið frestað aftur og aftur í skiptum fyrir næstum því hvað sem er.
Það er fljótsagt að fundargestir voru næsta samdóma í að hafna þessari tillögu og töldu raunar öll rök mæla með því að strax yrði efnt það loforð sem gefið hefur verið um liðlega milljarðs framkvæmd við tvíbreiðan veg milli Grindavíkur og Þorlákshafnar. Ég get skilið að fólk vilji að stjórnmálamenn efni þau loforð sem að þeir gefa. Það á við um Héðinsfjarðargöng og það á við hér. Engu að síður óttast ég að þessari dýru útgáfu af Suðurstrandarvegi verði frestað enn og aftur um ókomin ár, meðal annars vegna þeirrar nauðsynjar sem nú er á stórframkvæmdum við Suðurlandsveg. Síðar vegna annarra brýnna verkefna!
Á þessum fundi fann ég betur en nokkru sinni hversu auðvelt það væri að vera loforðapólitíkus. Ég gat tekið strax undir með fyrsta ræðumanni og sagt að ég myndi gera allt sem í mínu valdi stæði til að Suðurstandarvegur verði að veruleika. Slíkt loforð vigtar auðvitað ekki því að stjórnmálamaður sem ætlar sér að svara hverri einustu tillögu þannig á ekki mikið vægi eftir fyrir hverja og eina þegar til stykkisins kemur. Það er því lofað upp í ermi slíkra stjórnmálamanna og um leið lofað freklega ofan í vasa skattgreiðenda. Loforðapólitík af þessu tagi er afar hættuleg og Suðurstrandarvegurinn er gott dæmi um þetta.
Fundarmenn í Þorlákshöfn voru því algerlega óviðbúnir að fram komi frambjóðandi til Alþingis sem ekki er tilbúinn til að lofa. Fram til þessa hefur það varla staðið í nokkrum manni að lofa þessum vegi sem þó er ókominn enn. Eftir nokkrar umræður fannst mér þó að ég ynni á með þessum málflutningi en ég skal fúslega játa að andrúmsloftið var þykkt og þungt framan af fundi og það var tekist á. Svona eins og fundir eiga að vera!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um prófkjörið
3.1.2007 | 23:23
Það sem skiptir mestu núna er það hverjir mega kjósa. Í bréfi frá kjörstjórn 21. des. sl. segir um það mál.:
Rétt til þátttöku í prófkjörinu hafa allir flokksbundnir framsóknarmenn í framsóknarfélögum í Suðurkjördæmi, samkvæmt félagaskrá 12. janúar 2007, og nýir félagar, með lögheimili í kjördæminu, sem ganga í félögin fram að lokum auglýsts kjörfundar. Jafnframt er flokksbundnum framsóknarmönnum, með lögheimili í kjördæminu, í félögum utan kjördæmisins, heimilt af skipta um félag, fram að lokum auglýsts kjörfundar. Aðalskrifstofa flokksins skal staðfesta að félagaskrár séu réttar."
Semsagt; áhugasamir sem búa utan kjördæmisins geta fyrir 12. janúar skráð sig til aðildar í framsóknarfélagi í héraðinu og fengið þar með fullan rétt til að kjósa á kjördag eða utankjörfundar dagana á undan. Einstaklingar sem búa í kjördæminu þurfa engar áhyggjur að hafa af sinni flokksaðild heldur geta þeir fyllt út umsókn um flokksaðild á kjörstað á kjördegi. Óneitanlega er samt einfaldara að kjósa ef að viðkomandi er búinn að ganga frá þessum málum í tíma. Kosningaskrifstofa Bjarna Harðarsonar tekur að sér að ganga frá öllu sem að þessu snýr fyrir hvern sem er, netfangið er bjarnihardar@bjarnihardar.is og sími vegna skráninga 865 6284.
Brattir dreifbýlismenn
3.1.2007 | 18:19
Það verður fátæk þjóð sem hvorki á Landbrytlinga né Síðumenn á nýrri öld að ég ekki tali um ef tapast líka Meðallendingar og Mýrdælingar...
Í kvöld er svo fundur í Þorlákshöfn, í Ráðhúskaffinu og í Keflavík á morgun. Stóri viðburður næstu daga er samt útifundurinn við Urriðafoss kl. 15 á laugardag!
Fundur í Þorlákshöfn í kvöld
3.1.2007 | 16:33