Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Á að ræna fyrirtækin í landinu?

 Það verður að hafa hugfast að það fjöldi fyrirtækja og einstaklinga sem hafa verið að gera mjög góða hluti í útflutningi á íslenskri framleiðslu og hugviti.  Á að ræna þessi fyrirtæki því sem þau hafa verið að byggja upp undanfarna áratugi?

Ofanskráð er tilvitnun í mjög góða  athugasemd frá vesturfaranum Arnóri Baldvinssyni. Hvet alla til að lesa hana í heild og einnig komment nafna míns vesturbæjaríhalds. Sjálfur skil ég  alveg áhyggjur manna af því að farið yrði offari ef á annað borð er reynt að hafa hendur í hári þeirra sem falla undir óljósar skilgreiningar eins og þá að vera útrásarvíkingar. Við eigum mörg góð fyrirtæki sem við megum síst við að slátra okkar bestu mjólkurkúm.

Ég er þessvegna sammála Arnóri að ég treysti Jóhönnu Sigurðardóttur um margt vel til þess að ganga hér ekki of langt. Það traust nær samt ekki til Samfylkingarinnar í heild sem ég óttast að muni eftir fremsta megni halda hlífiskyldi yfir "sínum mönnum." 

Og það sem verra er - samstarfsmenn Jóhönnu í Framsóknarflokki og Samfylkingu bera ekki sama traust til hennar í þessum efnum og hafa sett sem skilyrði að ekki verði hugað að neinu sem heitir kyrrsetning eigna. 

Þessvegna eru allar líkur á að sjóðir á Jómfrúareyjum verði jafnt á næstu 100 dögum eins og þeim síðustu notaðir til að kaupa á brunaútsölu eignir sem eigendur sömu sjóða hafa nú sviðið ofan í rót. Kaup þessara aðila á fjölmiðlaveldi 365 og DV er fyrsta skrefið í þeirri vegferð og fyrir nauðsynlega áróðursstöðu það mikilvægasta. Hvað ætlum við að líða þetta lengi!?


Auðvitað eiga þeir að borga

Auðvitað á að láta útrásarvíkingana borga, borga til baka allt sem hægt er að ná af þeim með lögum. Allt annað er svo yfirgengileg vitleysa að engu tali tekur.

Bendi í þessu sambandi á mjög góða samantekt Andrésar Magnússonar læknis sem var í Silfrinu í gær, sjá hér, http://eyjan.is/silfuregils/2009/02/01/sjo-obrigdul-rad-til-thess-ad-afstyra-kreppu-a-islandi/

Ég ætla að vona að þetta hafi verið einhver misskilningur sem leiðréttist ekki seinna en í dag að Framsókn og Samfylking séu á móti því að hreyfa við útrásarvíkingunum af þvi að það gæti kannski gengið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum þessara góðu manna. VG er ekki saklaust ef þeir ætla að sitja þá vakt að brennuvargarnir kaupi rústirnar á brunaútsölu...


Góður ásetningur og mikilvæg skref

Ný ríkisstjórn fer af stað með góðum ásetningi og þjóðin bindur öll miklar vonir við að nú fylgi orðum efndir. Á það var vantaði mikið í tíð þeirrar sem er að fara.

Eitt af því fáa sem sneri að heimilum landsins í tíð fyrri stjórnar var að milda hverskyns innheimtuaðgerðir og aðfarir að heimilum landsins. Í raun og veru voru engar tilraunir til efnda í þeim efnum og fógetar störfuðu alveg eftir sömu reglum þó sumir væru svo klaufskir að setja málin í uppnám með því að kjafta í blöðin.

Jóhanna lofar okkur lögum um greiðsluaðlögum og gjaldþrot strax í vikunni og það er vel. Það er auðvitað nöturlegt að vægð gagnvart skuldugu fólki sé helsta réttlætismálið. En það er svo þegar útrásarvíkingarnir hafa sviðið eigur af fólki og gengisþróun hækkað allar skuldir.

Þetta er mikilvægt skref og ég ætla að gefa því alla tiltrú að loforð Jóhönnu standi!


Hver verður stefna nýju stjórnarinnar í ESB málum

anna_palabrynja_halldHeimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, efnir til opins fundar nk. sunnudag kl 14:00 á Kaffi Rót í Hafnarstræti 17, 101 Reykjavík þar sem umræðuefnið verður hvað ný ríkisstjórn kunni að aðhafast í Evrópumálunum.

Framsögur flytja Brynja Björg Halldórsdóttir, formaður ungra vinstri grænna á Höfuðborgarsvæðinu, og Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna.

Þátttaka framsögumanna getur að vísu litast af stórviðburðum dagsins en við megum búast við líflegum umræðum og spennandi því lítið er vitað um stefnu stjórnarinnar yfirleitt í einstökum málum. Eða hvað átti nýr forsætisráðherra við þegar hún sagði fyrir nokkrum dögum að hægt væri að fara lengra í ESB málum með VG heldur en Sjálfstæðisflokki!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband