Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Hvað skulda ESB sinnarnir
15.2.2012 | 15:44
Fjölmargir í hópi ESB andstæðinga hafa haldið uppi málefnalegri umræðu um aðra kosti í gjaldmiðilsmálum. Það hefur m.a. verið bent á beina upptöku annarra gjaldmiðla en eins og staðan er hefur íslenska krónan unnið þrekvirki í að rétta landið af eftir hrun hlutabréfafíklanna.
Það er nauðsynlegt að halda þessari umræðu áfram en þeir sem skulda þjóðinni eru ESB sinnarnir sem hafa neitað að taka þátt í málefnalegri umræðu eða að sjá aðra kosti en aðild að ESB. Einhverjir þeirra eru enn með hausinn í sandinum þó að það sé farið að orka tvímælið að Evrópusamnbandið sé til.
Jón Sigurðsson hefur verið í þessum hópi sem ekki hefur rætt aðra kosti en ESB. Ef hann vill koma í hóp þeirra sem taka þátt í málefnalegri umræðu um kosti Íslands í peningamálum þá er það mjög gott.
Krónan er fíllinn í stofunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fordómar gegn ormi
14.2.2012 | 05:43
Búið að leysa gátuna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og almenn bilun
13.2.2012 | 17:53
Matur hér í Pakistan er með afbrigðum góður, vel kryddaður og fjölbreyttur. Fyrir 100 krónur íslenskar má fá fullkomna máltíð hjá götusala. Ódýrari veitingastaðir eru opnir út á götu, þ.e. framhliðin er bílskúrshurð sem rennt er upp þegar opnað er. Þar fæst prýðilegur kjötréttur fyrir 250 krónur. Grænmetis- og fiskréttirnir eru reyndar á svipuðu verði, það munar ekki miklu.
Í kulda og trekk eins og er hér uppi í Himalajafjöllunum er auðvitað betra að borða einhversstaðar inni við, bakvið lokaðar dyr. Þá fer verðið á máltíðinni upp í 700 kr.
Ég lýg þessu að vísu með trekkinn en það er reglulega kalt þar sem ég er núna í 1500 metra hæð yfir sjávarmáli. Í dag hellirigndi og í smástund var gjóla sem heimamönnum finnst vera rok því það er fátíðara hér en heima.
En rakinn í loftinu er mikill og maður finnur því fyrir kuldanum þó að það sé ekki nema rétt um frostmark. Þetta er vitaskuld bilun að fara úr þræsingnum heima upp í vetrarríki í Himalajafjöllum.
En ég var að tala um matinn. Lambakjötið hér er nú þannig að íslenskir bændur mega passa sig þeir kalla það mutton, eldað í spaði með beinum og vel kryddað. Það vekur athygli mína að lambið er talsvert dýrara en nautakjötið en ódýrust er hænan sem er gríðarlega mikið étin. Niður á sléttunum, í Lahore og Multan fæst reyndar ekki annað en hænsakjöt og meira að segja hamborgararnir þar eru með kjúklingi.
En það er nú annað hér í uppsveitunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.2.2012 kl. 04:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fátækir
12.2.2012 | 17:37
Fátæktin er gríðarleg hér í Pakistan og mjög sjáanleg. Betlarar eru ekki bara þjóðfélagsvandamál, þeir eru líka nauðsynlegur hluti af trúarbrögðum þessa fólks. Múslimum er nauðsynlegt að gefa ölmusu og það er sagt að slyngir betlarar hafi meiri tekjur en láglaunamenn. Það á samt áreiðanlega ekki við um þá alla.
Hótelstjórinn Naseem Ahmed Shiekh sem ég bjó hjá í Lahore hafði þann háttinn á að síðasta föstudag í hverjum mánuði borgaði hann ölmusu. Fjöldi ölmusumanna vissi af þessu og kom á þessum degi. Ég var á tali við hann á þessum degi og stemningin var eins og á útborgunardegi. Ég hélt fyrst að þetta væru launþegar. Þeir voru reglulega óhressir sumir karlarnir með að þurfa að bíða. Þeirra beið mikið starf, þeir þurftu víða að koma. Ein konan byrjaði að benda á nálarför á hendinni á sér og mér datt í hug að hún væri dópisti. Nei, það var ekki, hún var insúlínsjúklingur og hann hafði tekið að sér að kosta insúlíninngjafirnar. Í þetta skipti þurfti að hækka greiðsluna, verðlagið hér í Pakistan er sífellt á uppleið eins og víðar.
Mér var hugsað til þess hvort þetta fólk væri kannski ekkert verr statt en þeir sem þurfa heima að fara bónleiðir að Tryggingastofnun og Mæðrastyrksnefnd.
Pashtunar eru Hreppamenn
11.2.2012 | 14:19
Af öllum Pakistönum eru fáir eins tilkomumiklir og Pashtunarnir sem búa hér við Khyperskarðið. Það er vegna þeirra sem maður lendir í því bæði í lestum og veitingastöðum að það er orðalaust búið að borga þegar maður kallar á þjóninn. Þrívegis hef ég lent í því í lest að vera meinað að borga teið mitt.
Útlendingurinn er gestur og Pashtuninn sem átti tesjoppuna niður í Multan neitaði að taka við greiðslu frá mér. En það er ekki fyrr en hér í höfuðborg Pashtunanna að ég karlfauskurinn fæ að upplifa það sem er daglegt brauð fyrir fegurðardísir. Átján sinnum sama daginn er mér boðið út að borða. Því miður aldrei af stelpu, þær eru hér skjaldséðar. Þetta er strákar og karlar, sumir vilja bara spjalla, æfa sig í ensku og fræðast um hinn stóra heim, aðrir reyna að selja mér teppi eða og einn var með hengilás sem hann taldi að ég þyrfti nauðsynlega á að halda.
Þegar ekið er upp til Peshawar, höfuðborgar Pashtuna er þetta eins og þegar ekið er í Hreppana, öðru megin eru fjöllin ómerkileg og meira eins og bungur og klessur en hinu megin eru reisulegar og vel gerðar eftirmyndir af Högnhöfða, Jarlhettum og Bláfelli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kaupmaður
10.2.2012 | 07:46
Verslanir þurfa ekki endalega að vera stórar til að bera sig. Þessi kaupmaður átti allt sem viðkom raflögnum þó plássið væri lítið. Og takiði eftir drengir, hann var með tvo syni sína sér til aðstoðar.
Svona á þetta að vera.
Leigubílstjórinn umhverfisvæni
9.2.2012 | 07:17
Leigubílstjórinn minn milli Islamabad og Rawalapindi er með skúffukjaft og ekki laus við að vera skuggalegur ásýndum. Hann rukkar mig feitt þennan dag því það er helgi því þá þarf hann bensín! Ég botna nú ekkert í svona rugli og prútta við nokkra. Sá með skúffukjaftinn býður lægst, 500 rúbíur sem er ófafé hér í Fjarskanistan en ekki nema 800 krónur íslenskar heima.
Hótelstjórinn útskýrir þetta með bensínið. Alla virka daga geta bílstjórar á leigubílum og öðrum almenningssamgöngutækjum keyrt á náttúrulegu gasi en þrjá daga er lokað fyrir afgreiðslu á gasinu, föstudag, laugardag og sunnudag. Þá er ekki um annað að ræða en að skipta yfir í bensín með tilheyrandi mengun.
Skiptin eru líka svolítið frumstæð því bensíntankur Súkkunar sem við sitjum er ekki lengur virkur. Þess í stað er tveggja lítra kókflaska með bensíni stillt upp frístandandi til fóta hjá farþeganum frammí (vinstra megin því við erum í breskri vinstri umferð og stýrið er hægra megin.)
Svo er slöngum stungið ofan í kókflöskuna og nú er bara að vona að það gusist ekki mikið uppúr, leiðinlegra að vera með bensínblautar tær.
(Þið megið ekki segja Elínu, en áður en tók eftir þessum frábæra eldsneytisútbúnaði spurði ég bílstjórann hvort ég mætti reykja. Alveg sjálfsagt sagði hann með táknmáli, tók peningana sem hann geymir annars í öskubakkanum og bauð mér að nota hann.)
Listamaður
9.2.2012 | 06:39
Þessi fallegi jafnaldri minn í Lahore söng sagnasöngva eftir eitt af mörgum sufiskáldum múslima. Í söngnum er sagt frá sambandi manns og guðs og einnig mikilvægi þess að maðurinn sé ánægður og líði vel í hinu veraldlega lífi.
Eðlilegur læknir
8.2.2012 | 05:04
Í dag eru jólin
5.2.2012 | 13:50
Það eru ekki alltaf jólin í landi eins og Pakistan sem glímir við fátækt, hernaðarkomplexa og terrorista. En í dag eru jólin og mjög sérstök stemning hér í Rawalapindi. Þó að það séu margir á ferli á götunum er stemningin samt miklu afslappaðra en vant er og meirihluti verslana er lokaður. Það eru helst veitingastaðir sem eru opnir en einnig stöku verslanir. Þeir sem hafa verið í austurlandaborgum vita hvað það er fráleitt að hugsa sér afslappaða stemningu á slíkum stað.
Í gærkvöldi gekk ég um borgina í Þorláksmessustemningu og virti fyrir mér ljósadýrðina og jólaskrautið, hvorutveggja líkt því sem við þekkjum, litskrúð, glans og glimmer. En ljósaséríurnar verða enn tilkomumeiri þegar maður hugsar til þess að hér er slíkur skortur á rafmagni að það er tekið af nokkrum sinnum á hverjum degi í hverju hverfi. Í morgun kvað við sprenging í götunni minni þegar rafmagnskassi stóð allt í einu í glæringum og látum.
Já, jól. Hátíð þessi heitir ýmsum nöfnum en hér heyri ég hana kallaða Milad Un Nabi. Þennan dag fyrir 1433 árum síðan fæddist spámaðurinn Múhameð spámaður sem lagði grunninn að íslömskum trúarbrögðum.
(Skrudfylking i Saddarhverfi, meira ad segja traktorarnir voru skreyttir, takid eftir Massey Ferguson!)