Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Verðlausir pappírar ekki falir
23.11.2009 | 10:04
Hæstaréttarlögmaðurinn Brynjar Níelsson fékk þau svör um helgina að hlutabréf Búnaðarbankans (eða hvað hann nú heitir sá ágæti banki) í Jóni Ásgeiri væru ekki til sölu. Það er líka eins gott að ríkisbankinn sé ekki að selja slíkt skran - Jón Ásgeir er verðlausastur allra manna hér og jafnvel á öllu norðurhveli jarðar.
Nú skiptir öllu að jafnt Bónus og önnur skrímslisfyrirtæki þessa lands verði brotin niður og seld í pörtum inn í frjálsa samkeppni. Við höfum ekkert við þá menn að tala sem sjá glampann af því að viðhalda einokun útrásartímans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Magnþrungin örlög og finnskur frásagnamáti
21.11.2009 | 18:07
Yfir hafið og í steininn er merkileg bók um harmræn og magnþrungin örlög en hvorki harmræn né magnþrungin bók um merkileg örlög.
Hvernig ætla ég að rökstyðja þessa fullyrðingu kann einhver að spyrja svo mótsagnakennd sem hún er, eða er einhver munur á magnþrungnum örlögum og merkum eða því sem er merkilegt og því sem magnþrungið. Jú, hér er sögð saga af þjóð Ingerlendinga sem flýr miskunnarlausa útrýmingu Stalínismans sem nær krumlu sinni inn í Finnland með friðarsamningum í lok stríðsins. Örlög okkar flestra eru í einhverju merkileg en örlög þessa fólks eru eitthvað miklu meira, þau eru magnþrungin og harmræn.
Við komumst næst þessum veruleika þegar Ingerlendingar sem fara austur yfir lofa að skrifa til baka og vitandi að Bería les allan póstinn hafa þeir fyrir dulmál að ef allt er í lagi er ástandið gott en ef það er slæmt að frétta þá muni þeir segja að allt sé í allra besta lagi. Og svo koma póstkortin með fréttum um að allt sé í allra besta lagi.
En í stað þess að höfundur geri annars mikið úr þeirri neyð og dauðans alvöru sem flóttinn stendur fyrir er sagt frá siglingum finnskra smábænda yfir Helsingjabotn af slíku fálæti að stundum veltir maður fyrir sér hvort höfundurinn sé algjörlega dofinn fyrir hryllingnum sem er handan landamæranna.
Sumpart fannst mér þetta ríma við afar óviðeigandi léttúð sem var yfir umræðunni um örlög Ingerlendinganna þegar Egill Helgason ræddi við höfundinn Tapio Koivukari í Kiljunni um daginn, rétt eins og það væri bara eitthvað broslegt við það að Stalín hefði drepið alla sem hann náði í.
En kannski er þetta eðlilegur finnskur frásagnarmáti af stórmælum. Og þrátt fyrir þetta fálæti og kæruleysisbrag sem á stundum einkennir söguna þá tekst höfundi stórvel að fara með lesendur sína í stórsjó, lífshættur og inn í finnskar knæpur þar sem við förum allaleið í óæðri endann.
Áhugaverð bók um enn áhugaverðari atburði.
Jarðýtustíllinn
21.11.2009 | 14:13
Vont að kunna ekki sænsku
20.11.2009 | 10:10
Jón Kalman og Gyrðir í Bókakaffinu í kvöld
19.11.2009 | 11:45
Í kvöld klukkan átta mæta stórskáldin Gyrðir Elíasson og Jón Kalman Stefánsson í Sunnlenska bókakaffið og lesa úr verkum sínum.
Samkoman hefst klukkan 20:30 og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Það er óhætt að lofa því að andinn mun svífa í kvöld því báðir hafa þeir félagar skilað afbragðsverki nú í vertíðinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hrollvekjandi viðtal
18.11.2009 | 19:56
Nú eru jólaannir og langt því frá að ég megi vera að því að blogga um stjórnmál en viðtalið sem Kastljós RÚV birti við Jóhannes í Bónus var hrollvekjandi. Ekki aðallega vegna barnalegrar sjálfumgleði Jóhannesar yfir því að standa einn uppi af kaupmönnum meðan aðrir hefðu farið á hausinn - heldur ekki síður útaf spurningunum sem voru stundum eins og pantaðar af viðmælenda.
Eða hvað á það að þýða að hver maður éti upp eftir öðrum að öll þau fyrirtæki sem nú eru farin á hausinn, Baugur, Penninn, 365, Húsasmiðjan, Mogginn o.s.frv. hafi verið svo frábærlega vel rekin en bara farið niður fyrir vélan vondra manna. Öll þessi fyrirtæki fóru af sjálfsdáðum á hausinn og það er ekkert sem bendir til að þetta séu mjög glæsilegar rekstrareiningar. Útfrá hefðbundnum rekstarmódelum eru þessi fyrirtæki öll of lítil til að geta nýtt sér almennilega hagkvæmni stærðarinnar og alltof stór til að njóta þeirra ávaxta sem fylgja litlum rekstrareiningum. Tilfellið er að á Íslandi er bara hægt að reka frekar litlar einingar, (sirka innan við 100 starfsmanna,) af einhverju viti því íslenskar einingar geta aldrei orðið alvöru stórar. Ekki hér á heimamarkaði.
Baugsveldið setti fjölda heiðarlegra atvinnurekenda á hausinn af því að þar voru við stjórnvölinn alvöru kapítalistar sem ekki létu sér detta í hug að safna skuldum á sama hátt og Bónusfeðgar hafa gert. Þessir áttu heldur ekki banka til að fela skuldirnar.
Nú velta þessir feðgar yfir þjóðina ógreiddum skuldum upp á hundruði milljarða og svo hleypir Kastljósið í viðtal við hinn gamla og geðþekka kaupmann sem bregst okkur viðskiptamönnum sínum hrapalega með því að þræta eins og sprúttsali og neita að ræða um tölur!
Hverslags bananalýðveldi er þetta að verða. Nei, kannski ekki banana heldur vínberja-lýðveldi...
Vondi vondi Steingrímur sem hækkar skattana
16.11.2009 | 18:33
Ósanngjarn sykurskattur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Skálað í Bókabúð MM við Laugaveg
16.11.2009 | 14:20
Bjarni Bjarnason fyrrverandi lektor og leiðsögumaður hefur sett saman ljóðabókina Brot í bundnu máli sem Sunnlenska bókaútgáfan gefur út. Af því tilefni er bókateiti í Bókabúð Máls og menningar og allir ljóðunnendur velkomnir að skála með okkur.
Bjarni er mikill andans snillingur og samvinna okkar nafnanna við þessa bókaútgáfu verið hin skemmtilegasta.
Læt hér fljóta með smá sýnishorn:
Blíð er stund sem bilið
dags og nætur
bláum dularslæðum
klæðast lætur
og laðar fram í hugann
ljúfa þrá
sem lýsir sömu kennd
og stundin á,
en ber í skauti
mildan þakkarþátt
sem þaggar raddir dags
í kyrrð og sátt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bókamessa til heiðurs Helga Ívarssyni og Guðjóni í Hólmsbæ
15.11.2009 | 12:35
Í dag, sunnudag, klukkan fjögur halda Sögufélag Árnesinga og Sunnlenska bókaútgáfan sameiginlega bókamessu í Tryggvaskála á Selfossi þar sem fagnað er útgáfu á tveimur merkum bókum, Vökulokum Guðjóns og Sagnabrotum Helga.
Sunnlensk fræði rísa hátt þegar tvær svo ágætar bækur koma út í sama mánuði.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Bækurnar verða á sértilboði og kaffi og meðlæti í boði útgefenda.
Hvenær verða dótasöfn útrásarvíkinganna sett á uppboð
14.11.2009 | 01:32
Eigur Madoffs seldar hæstbjóðanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |