Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Talsmenn atvinnuleysis
3.4.2013 | 16:26
Andrés Magnússon er ekki talsmaður manngildis.
Ofar öllu í mannlegri reisn er að hafa atvinnu. Nú talar verslunin um að leggja niður heila atvinnugrein þar sem hundruð manna hafa atvinnu auk afleiddra starfa.
Grein sem byggir í vaxandi mæli á innlendu fóðri og er hluti af fæðuöryggi þjóðar. Það má margt betur fara í hvíta kjötinu og full þörf á að ganga þar lengra í að brjóta upp einokun. En við höfum ekki efni á að fara að ráðum þeirra sem vilja koma hér á atvinnustigi líku því sem er í hinni sælu Evrópu.
Ef það er svona lítið mál fyrir verslunina að selja hænur á sama verði og erlendis afhverju eru þá aðrar vörur sem enga tolla bera seldar hér á hærra verði en í samanburðarlöndum!
Segir Aðalstein misskilja orð sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
RÚV tekur sér kjörstjórnarvald!
3.4.2013 | 10:08
Skýr skilaboð kjósenda
2.4.2013 | 18:25
Skilaboð kjósenda eru skýr. Almenningur hafnar ESB flokkunum þremur og hann hafnar útrásarvíkingum Sjálfstæðisflokks.
Forysta Sjálfstæðisflokksins veðjar svo sannarlega á rangan hest þegar hún dregur nú í land í ESB andstöðunni og býðst til að svíkja landsfundarsamþykktir.
Framsókn má líka vara sig á að þegja þunnu hljóði um öll mál. Þar á bæ óttast menn mest að hafa einhverja þá skoðun sem geti styggt einhvern hluta af fylgisaukningunni.
Könnunin sem hér er sagt frá mælir fylgið frá 14. mars síðastliðnum og það segir sína sögu að nýtt framboð eins og Regnbogans - sem hafði þá ekki einu sinni tilkynnt um framboð - skuli samt ná mælingu.
Þegar framboðsfrestur rennur út eftir vikutíma taka við nýir tímar og nýjar tölur!
Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Myntbandalag sem eyðileggur heila kynslóð
2.4.2013 | 12:49
Atvinnuleysið í Suður Evrópu verður fyrst og síðast skrifað á reikning evrunnar. Hér á landi tókst okkur að ná okkur fljótt út úr atvinnuleysi hrunsins með sjálfstæðum gjaldmiðli en í þessum löndum versnar ástandið jafnt og þétt og mun gera þar til myntbandalagið brotnar upp.
Atvinnuleysið bitnar verst á ungu fólki og eyðileggur heila kynslóð. Það að fá ekki með nokkru móti atvinnu þegar starfsþrekið er mest og væntingar til lífsins í hámarki er miklu meira en alvarlegt. Það hefur eyðileggjandi áhrif á þann sem fyrir því verður. Sá sem ekki fær vinnu fyrir starfsfúsar hendur finnur fyrir höfnun samfélagsins og kraftur viðkomandi, sjálfstraust og vilji til að láta til sín taka bíður hnekki.
Heimsvaldastefna Evrópusambandsins eyðileggur heilar kynslóðir í evrulöndunum.
Metatvinnuleysi í sögu evrusvæðis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Æsispennandi músaveiðar
1.4.2013 | 22:42
Rétt þegar við hjónakornin, barnlaus af aldurdómi, vorum að draslast þetta út um dyrnar hér til að heimsækja enn eldri hjón uppi í honum Suddakrók kom kattarafmánin með hálfdauða mús inn í stofuna. Ég tók köttinn upp á hnakkadrambinu og vonaði að hann héldi í músina þannig að ég gæti hent báðum út í einu en það gerði hann ekki. Konan skrækti, hún skrækir undan músum.
Músin hljóp bakvið kommóðu. Kötturinn var úti á hlaði. Konan lokaði sig inni í svefnherbergi. Ég beygði mig sem mér finnst alltaf svoldið erfitt og kíkti undir kommóðuna. Þarna var músin. Svo gerði ég tilraun til að höggva af henni hausinn. En þá hljóp hún undir bókahilli. Þá potaði ég í hana og músin stökk undan bókahillunni, framan í mig og hljóð bakvið sófa og týndist.
Konan náði í köttinn og skipaði honum að veiða músina en við fórum í Hveragerði og slórðum þar í mat og kaffi fram eftir degi. Um kvöldið komum við heim og þá var allt kyrrt í húsinu. Kötturinn ansaði ekki, músin ansaði ekki, ég prófaði meira að segja að tala við hana á ensku.
En rétt þegar ég var komin að tölvunni hér á hanabjálka heyrðist skrækur. Músin og konan voru báðar í forstofunni og mátti ekki milli sjá hvor var hræddari. Ég náði mér í plastpoka og læddi hönd um músina sem virtist sprellilifandi þó sjálfsagt sé hún dauðsærð eftir kattartönn. Bar hana út í lófanum og sleppti á músarlegum stað úti á landareigninni.
Nú ætti sagan að vera búin en korteri seinna kom kötturinn inn og rak upp langdregin dimman væl eins og hana langi til að herma eftir Bob Dylan. Þá vitum við að hún er komin með mús. Þetta var ekki sú sama og núna var skömmin örugglega hálfdauð.
Læðan Ása Signý horfði á mig með fyrirlitningu þegar ég tók músina af henni og bar út. Úr augum hennar mátti lesa að ég mætti stela öllum þeim músum sem mig lysti en - vittu, það strákur, það erum við kettirnir sem ráðum hér í þessum heimi, yfir bæði músum og mönnum.
Eftir snyrtilegt líknarmorð á þessari seinni mús dagsins fékk sú virðulega útför í ruslatunnu heimilisins. Við Ása höfum fengið nóg af veiðum í bili!
Páskar og 1. apríl
1.4.2013 | 14:43
Þetta passar einhvernveginn alls ekki saman. Hátíð þar sem haldið er upp á kraftaverk og svo 1. apríl. Hvernig haldiði að það færi ef einhver risi nú upp frá dauðum á degi eins og í dag. Það tryði honum enginn.
- Ho ho, þú varst ekkert krossfestur, bara að plata!!
Meira að segja kötturinn hér á bænum sem dansaði páskadans í garðinum í gærmorgun er hálfundarlegur í dag og konan mín læðist um ljúgandi, þóttist hafa séð pöddu í eldhúsinu, stól á hlaðinu, hund í búðinni og nú síðast týnt hægri mjöðminni og bað mig að leita.
Niður með matarskattinn
30.3.2013 | 15:29
Einfaldasta leiðin til að lækka matarverðið er að afnema matarskattinn. Þá lækkar öll matvara í verði og kaupmáttur eykst. Um leið aukum við atvinnu í landinu sem veitir ekki af.
Þetta hefði því meiri áhrif heldur en að krukka í tollum og aðflutningsgjöldum sem væri líka ávísun á meira atvinnuleysi, ekki síst á suðvesturhorninu þar sem mjög margir hafa atvinnu af kjötvinnslu og störfum á stórbúum svína og fuglabænda.
Það varð allt vitlaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Alvöru alvarlegt vandamál
30.3.2013 | 13:06
Kannski verður karpið hér heima hálfvegis hégómlegt og barnalegt þegar við hugsum til þess hvað er að gerast á Kóreuskaganum.
Þar hóta nú hálfsturlaðir menn stríði. Slíkt stríð gæti haft gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir heimsbyggðina og þá ekki síst okkur sem búum hér í norðurhöfum.
Ástandið í Norður Kóreu sýnir okkur mikilvægi þess að standa vörð um lýðræði þrátt fyrir alla þess galla og allar þess vitleysur sem við höfum svo sannarlega fengist að kynnast á Íslandi.
Hvetja til ábyrgðar og stillingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Geðveikar ættir og fullkomnar fjölskyldur
29.3.2013 | 22:49
Er ekki geðveiki í öllum ættum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hrun Miðjarðarhafslanda
29.3.2013 | 20:47
Skilaboðin frá Brussel eru þau að þeir sem ekki haga sér eins og Þjóðverjar í fjármálum í evru-samstarfinu eru dæmdir í þrot. Wolfgang Münchau, dálkahöfundur Spiegel, segir að eftir meðferð ESB á Kýpur sé traust á bankakerfi jaðarríkja evrunnar farið veg allrar veraldar. Innistæðueigendur í Portúgal, Spáni, Grikklandi, Ítalíu og jafnvel Frakklandi mun ekki treysta þarlendum bönkum fyrir peningunum sínum heldur flytja þá til Þýskalands, Hollands eða Austurríkis.