Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
Sjá þeir ekki ljósið...
30.6.2010 | 09:22
Mark Flanagan landsstjóri AGS á Íslandi kvað í vikunni upp með þá skoðun að kreppan á Íslandi væri grynnri og minni vegna þess að landið er með sinn eigin gjaldmiðil. Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar tók í sama streng. Þessu hafa efasemdarmenn um ESB aðild lengi haldið fram.
Össur Skarphéðinsson hafði fyrir nokkrum vikum áhyggjur af því að Jón landbúnaðarráðherra sæi ekki ljósið. Nú er greinilegt að það eru fleiri sem ekki sjá þetta ljós. Þeir einu sem hafa látið þá skoðun í ljósi síðustu daga að íslenska þjóðin eigi að ganga í ESB eru Belgar og örfáir belgingslegir menn sem gengu á dyr á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Til gamans birti ég hér mynd sem Kristinn Ingvarsson ljósmyndari á Morgunblaðinu tók af tveimur mönnum að ráðslaga á flokksráðsfundi Vinstri grænna. Myndin er hreint listaverk þó mennirnir séu ekki smáfríðir. Það sama á við um þá og Flanagan, þeir hafa ekki séð ljósið.
Erfiðara að bregðast við efnahagsáföllum með evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
VG vinnur ESB slaginn
26.6.2010 | 14:11
Helgin núna markar ákveðið upphaf. Það er hafin vinna við að koma íslenska ESB draugnum fyrir kattarnef. Eins og jafnan í draugafræðum er þetta flókin aðgerð og vandasöm en bæði Sjálfstæðisflokkur, VG og Jóhanna Sigurðardóttir hafa nú lagt hér gott til.
Koma þessum draug frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lausmælgi ráðherra
25.6.2010 | 10:10
Gylfi Magnússon hefur fyrr verið lausmáll á viðkvæmum tímum. Í bankahruninu þegar jafnvel verstu sótraftar sátu á strák sínum kom þessi sami maður, þá dósent, með yfirlýsingar um að Kaupþing væri reyndar gjaldþrota, löngu áður en bretar tóku þann banka niður. Alveg burtséð frá raunverulegri stöðu Kaupþings þá voru þetta ummæli sem gögnuðust engum nema dósentinum til að komast í fjölmiðla þann daginn.
Nú kemur Gylfi dag eftir dag og talar niður bankana útaf myntkörfudómi Hæstaréttar. Þessar yfirlýsingar eru mjög nærri því að skapa áhlaup á bankana. Hlutverk ráðamanna nú er að spara stóru orðin og leyfa dómstólum að vinna sitt verk.
Auðvitað úrskurðar Hæstiréttur næst hvort myntkörfulánin eigi að bera vísitölutryggingu. Það getur enginn annar gert það.
Versta stjórn ESB-sinna
19.6.2010 | 23:43
Árið 1970 hafði fylgi við aðild í Bretlandi fallið í tíð Verkamannaflokksins úr 66 hundraðshlutum í 18. Tveimur árum síðar hafði ný stjórn Íhaldsflokksins samið um aðild og naut til þess stuðnings meirihluta þjóðarinnar. Þetta dæmi sýnir að það er hlutverk stjórnmálamanna en ekki skoðanakannana að leiða þjóðir.
Ofanritað er tilvitnun í athyglisverða grein Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag, sjá um hana hér.
Þorsteinn er eins og allir Baugspennar mikill ESB-sinni og hann dregur nú fram það sem margir vissu að núverandi stjórn er sú versta fyrir ESB-sinna, þ.e. hún er ólíklegust allra stjórna til að koma Íslandi í ESB.
Þessvegna fer Össur nú fram á þjóðstjórn. Það yrði ekkert annað en samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og þá nú yrði leiðin til Brussel greið.
Lifi sjalfstæðið og lifi ríkisstjórnin!
17. júní umsóknin
17.6.2010 | 21:39
Heilladagur fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
...fer í fríið, ég fer í frííííííið
11.6.2010 | 09:27
Það er í svona veðri sem Siggi stormur segir að maður eigi að fara út í náttúruna og njóta konunnar. Og það er komið að langþráðu og harðskipulögðu ferðalagi okkar Elínar um afskekktar byggðir þessa lands og þessvegna verður ekkert bloggað næstu daga.
Ef það spyrst til dularfullra hjóna á gömlum rauðum jeppa á undarlegum stöðum þá látið engan vita - það erum við.
Það er bara eitt sem varpar skugga á að fara af bæ núna. Það er jarðarför míns góða vinar Jóns Eiríkssonar í Vorsabæ sem lést aðfaranótt kjördags og verður jarðsunginn á morgun. Jón var einstakur höfðingi af gamla framsóknarskólanum. Meira um hann síðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bókin lifir allt
6.6.2010 | 22:56
Öðru hvoru koma upp spádómar um endalok bókarinnar og endalok prentaðra fjölmiðla. Slík umræða er mjög eðlileg núna þegar lesskjáir eru að verða þægilegri og betri. Um þetta má margt skrifa og er gert.
Í vetur urðu þeir atburðir í bókabúðinni hjá mér sem skutu enn fótum undir þá vissu mína að bókin og hið prentaða mál eigi sér enn nokkra lífdaga. Út kom skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um hrunið, 9 binda verk og að mig minnir 8 kílóa þungt. Það kostaði 6000 krónur út úr búð en var ókeypis á netinu. Engu að síður varð bók þessi metsölubók. Sjálfur hefi ég enga bók selt í viðlíka upplagi ef frá eru taldar bækur sem ég hef sjálfur komið að útgáfu á.
Bónus líður fyrir eignarhald
5.6.2010 | 22:52
Bónusverslanirnar og önnur fyrirtæki Haga líða nú þegar mikið fyrir eignarhald. Eitt það mikilvægasta fyrir hvert fyrirtæki er að hafa velvild viðskiptavina sinna. Það hafa þessi fyrirtæki ekki meðan gamla Bónus-fjölskyldan kemur þar nærri.
Þetta á ekki bara við um Bónus heldur ekkert síður fyrirtæki á borð við Frumherja, Icelandic Express og fleiri og fleiri. Meðan óvinsælustu menn landsins eru bendlaðir við þessi fyrirtæki þá mun starfsfólk þeirra líða fyrir það. Almenningur nær ekki til útrásarglæponanna en margir eru skeytingalausir þegar þeir láta óvild sína gagnvart Finni Ingólfssyni, Jóni Ásgeiri og Pálma í Fons bitna á láglaunafólki á gólfi þessara fyrlrtækja.
Búnaðarbankinn (eða hvað hann nú þykist heita sá banki í dag) hefur haldið einstaklega klaufalega á þessu máli og er að rýra eign sína með hverjum mánuðinum sem hann dregur að koma gangsterunum út úr Högum.
Skráningu Haga frestað til hausts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilagar kýr
5.6.2010 | 10:40
Heilagar kýr eru skemmtilegar, svolítið óskammfeilnar og merkilegar skepnur. Ég hefi oftar en einu sinni séð viðbrögðin á götum úti í Indlandi þegar einhver stuggar við þeim.
Kýrin verður ólundarleg en varðmenn hennar ærast hreinlega, enda handhafar bæði sannleikans og guðdómsins. Nú hefi ég aldrei prófað að blogga um kýr þessar enda yrði það að vera á Hindí eða Urdu til að koma að gagni og þau mál kann ég ekki.
En kýr þessar eru til í öllum löndum. Ég hefi nokkrum sinnum hnotið um þær í bloggi hér heima og fengið yfir mig slíkan reiðilestur og vandlætingar að hrein unun er að. Nokkrum sinnum hef ég skrifað örfá orð um félag meintra trúleysingja, Vantrú og fengið yfir mig holskeflu móðursýki frá fólki sem telur sig trúlaust en býr yfir miklu ofstæki.
Síðan hef ég ekki fundið sambærilega kú í landinu fyrr en með smá bloggi um Jón Gnarr. Að efast um ágæti Besta flokksins vekur svipuð viðbrögð og þegar einhver heiðinginn rekur frá sér kú á grænmetismarkaðinum í Delhí.