Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013
Er pláss fyrir VG?
13.4.2013 | 11:37
Aðalsteinn Kjartansson
Regnboginn er í raun klofningur frá VG. Er eftirspurn eftir tveimur flokkum á svona líkum slóðum í pólitík?
Bjarni Harðarson
Mjög mörg okkar sem voru í Regnboganum störfuðum áður í VG en með okkur eru líka liðsmenn annarsstaðar frá, úr Samstöðu, Framsókn og víðar að. Eftir að VG hefur gengist undir jarðarmen ESB stefnunnar hljótum við frekar að spyrja hvort pláss sé fyrir þann flokk við hliðina á Samfylkingu, Bjartri framtíð, Lýðræðisvaktinni og Dögun. Ég tel að það sé full þörf á og eftirspurn eftir félagshyggjuafli sem stendur með þjóðfrelsi og áherslum landsbyggðar.
Í skurðköntum ESB trúboðsins...
12.4.2013 | 22:09
Í skurðköntum ESB trúboðsins eru svo allskonar furðumenn sem segjast á móti ESB aðild en berjast
samt sem berserkir fyrir því að innlimunarferlið hafi sinn gang því þeir vilja eins og annað patentfólk
varanlega lausn á ESB vandanum. Það er semsagt hægt að skrifa þau orð á blað sem varanlega galdra
mál úr sögunni þannig að enginn talar um það meir. Skyldu Norðmenn hafa frétt þetta?
Sjá nánar pistil á nýrri og glæsilegri vefsíðu ESB andstöðunnar, http://neiesb.is/2013/04/patent-sem-nordmenn-misstu-af/
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.4.2013 kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Svona á troða þjóð í ESB!
12.4.2013 | 18:57
Á næstu áratugum koma vísast kollsteypur, alls konar hryðjuverk, ógnir og skelfingar, kannski stríð úti í heimi, nýjar kreppur - eitthvað sem hristir vel upp í fólki svo almenningsálit sveiflast til í nokkrar vikur, jafnvel mánuði. Ef umsóknin stendur munu á endanum atburðir verða sem valda því að fylgi við aðild sveiflast aðeins yfir 50% í dálitla stund og þá skiptir öllu að hægt sé að vinna hratt. Þegar þar að kemur má sem best láta svo heita að búið sé að opna alla kaflana og kíkja í alla pakkana en það skiptir ekki öllu máli. Bara að kýla á fjandans þjóðaratkvæðagreiðsluna og málinu er reddað.
Formleg kynning Regnbogans klukkan 13 í dag
12.4.2013 | 10:25
Glæsilegur listi! Harpa Njálsdóttir er þekkt af áratuga baráttu sinni fyrir hag lítilmagnans. Svo sannarlega kona sem á erindi á þing.
Regnboginn verður með formlega kynningu á framboðinu í Iðnó í Reykjavík klukkan 13 í dag. Svo hefjum við kosningabaráttuna.
![]() |
Harpa og Atli í tveimur efstu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hollenskt viðskiptanef
12.4.2013 | 08:54
Hollendingar hafa margt til síns ágætis og ekki síst einstakt nef fyrir viðskiptum.
Nú þegar framámaður þar talar fyrir því að landið yfirgefi evrusamstarfið sperra menn við eyrum.
Fjármálakreppan nú er að gera að engu þær stórlaxahugsjónir að smám saman muni litlir gjaldmiðlar leggjast af og fáir stórir leggja undir sig heiminn. Sífellt fleiri átta sig á að mynt verður að fylgja sveiflum þess hagsvæðis sem hún á að þjóna.
![]() |
Við þurfum ekki evruna til þess |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um hagsmuni Suðurlands og frammistöðu þingmanna
11.4.2013 | 16:34
Árið 2007 tókst okkur sem þá vorum þingmenn Suðurkjördæmis að afstýra því að ráðist yrði í byggingu fangelsis á Hólmsheiði. Það var mikilvægur áfangasigur en um leið var ljóst að þingmenn og ráðamenn í héraði yrðu að fylgja þeirri ákvörðun eftir með málefnalegum hætti.
Það tókst ekki og er mjög miður. Nú er hafin uppbygging á stóru Hólmsheiðarfangelsi sem setur myndarlega stofnun á Litla Hrauni í mjög erfiða og tvísýna stöðu. Fyrir nokkrum misserum var Réttargeðdeildinni á Sogni stolið af okkur og færð til Reykjavíkur. Málið allt vekur okkur til umhugsunar um það hversu vel sé haldið á kjördæmishagsmunum Suðurlands. ...
Sjá nánar http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/entry/1292707
Fullveldissinnað framboð
11.4.2013 | 10:42
Bjarni Harðarson og Guðmundur S. Brynjólfsson skipa efstu sæti á lista Regnbogans í Suðurkjördæmi. Heiðurssæti listans skipar listakonan Hildur Hákonardóttir. Baráttumál Regnbogaframboðsins í Suðurkjördæmi er að auka veg héraðsins, standa vörð um fullveldi Íslands og berjast fyrir gildum sjálfbærrar þróunar í íslensku samfélagi.
Regnboginn er eina framboðið sem setur tafarlausa stöðvun ESB aðlögunar á dagskrá í kosningabaráttunni. Frambjóðendur Regnbogans eru baráttumenn fyrir framgangi atvinnu og menningarlífs á forsendum heimamanna og telja mikilvægt að stuðla að vexti og viðgangi fyrirtækja sem eiga rætur og höfuðstöðvar í héraði.
Þá er framboðinu beint gegn því flokksræði sem ríkt hefur á Íslandi um áratugaskeið og við teljum að íslenskum stjórnmálum muni betur farnast með óháðum stjórnmálamönnum sem ekki eru ekki starfsmenn stjórnmálaflokka heldur þjónar sinna kjósenda milliliðalaust. Regnboginn heitir á kjósendur að setja hag héraðsins og landsins alls ofar flokkshagsmunum.
J-listi Regnbogans í Suðurkjördæmi
1. Bjarni Harðarson bóksali
2. Guðmundur S. Brynjólfsson djákni og rithöfundur
3. Kolbrún S. Hilmarsdóttir viðurkenndur bókari
4. Kristbjörg Steinunn Gísladóttir meðferðarfulltrúi
5. Jónas Pétur Hreinsson iðnrekstrarfræðingur
6. Elín Birna Vigfúsdóttir háskólanemi
7. Irma Þöll Þorsteinsdóttir hljóðmaður og kvikmyndagerðamaður
8. Helga Garðarsdóttir framhaldsskólakennari
9. Valgeir Bjarnason fagsviðsstjóri
10. Magnús Halldórsson smiðjukarl
11. Tryggvi Ástþórsson varaform. Verkalýðsfélags Suðurlands
12. Eva Aasted sjúkraliði
13. Sigurlaug Gröndal verkefnisstjóri hjá Félagsmálaskóla alþýðu
14. Guðmundur Sæmundsson háskólakennari á Laugarvatni
15. Hlíf Gylfadóttir framhaldsskólakennari
16. Harpa Rún Kristjánsdóttir bókmenntafræðinemi og heimasæta
17. Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir bóndi
18. Helga Ágústsdóttir hugflæðiráðunautur
19. Óðinn Andersen starfsmaður Árborgar
20. Hildur Hákonardóttir myndlistarkona
Lyfjaniðurgreiðsla á að taka mið af tekjum
10.4.2013 | 18:25
Lyfjaniðurgreiðslur og önnur aðstoð samfélagsins við einstaklinga á að taka mið af tekjum. Það er fráleitt að láglaunafólk, lífeyrisþegar og aðrir sem minnst hafa þurfi að verja stórum hluta sinna tekna í heilbrigðisþjónustu. Þetta er oft fólk sem þarf mikla læknisaðstoð og ver stórum fjárhæðum í lyf. Áherslur "vinstri" stjórnarinnar taka ekki mið af hefðbundnum gildum vinstrimennsku heldur fyrst og fremst því að velta byrðum kreppunnar yfir á almenning eins og félagi minn Valgeir Matthías Pálsson frá Selfossi bendir á hér, http://vallimatti.blog.is/blog/vallimatti/entry/1292548/
![]() |
Sumir greiða minna, aðrir meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gyðingnum a'tarna
8.4.2013 | 22:02
Þrátt fyrir orlof vegna kosninga stóðst ég ekki mátið að taka vakt kaffivertsins í bókakaffinu í kvöld en hér situr Árgali, hið óviðjafnanlega kvæðamannafélag og kveður.
Ólafur bóndi í Forsæti er smiður á jafnt orð sem tré og eitthvað varð mönnum að orði um verðið á kaffisopanum sem sumum þótti lágt og grunaði að það lægi undir að greiða yrði með atkvæði. Þótti þá sumum að það sem áður var ódýrt yrði talið dýrt en fleiri hétu greiðslu!
Forsætisbóndi orti:
Atkvæði kostar kaffið heitt
í krúsina hjá Bjarna.
Gjaldið hefi gróft fram reitt
- gyðingnum a'tarna!
Lýðræðið og heimsvaldastefnan
8.4.2013 | 21:28
![]() |
Keyrði evruna í gegn eins og einræðisherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |