Áberandi fjarvera...

Yfirleitt eru þeir sem mæta meira áberandi en þeir sem eru fjarverandi. Það er þó ekki alltaf.

Á síðasta degi kosningabaráttunnar boðaði Pakkhúsið á Selfossi fulltrúa flokkanna á sinn fund til skrafs og fyrirspurna. Í Pakkhúsinu er nú rekið myndarlegt ungmennastarf sem tekur við þegar krakkarnir vaxa upp úr starfinu í félagsmiðstöðinni.

Meirihlutinn sem nú situr hefur komið þessu starfi af stað en minnihluti Sjálfstæðismanna gagnrýnt starfið. Í kosningablaði sínu benda þeir á hvað spara megi með því að setja 0 krónur í bæði Ungmennahús og heimili fyrir alzheimersjúklinga. 

Vegna þessa var áberandi að fulltrúar sjálfstæðisflokksins mættu ekki. Það er mjög fátítt og um leið sérkennilegt að flokkur í framboði skrópi með þessum hætti. 


Veljum af varkárni

Kosningarnar á laugardaginn skipta máli fyrir hag okkar allra. Sveitarfélagið Árborg er skuldugt sveitarfélag og frá hruni hefur reksturinn verið með tapi. Um þetta er enginn ágreiningur og þessi staða er uppi í öllum sambærilegum sveitarfélögum í landinu.

Hér í Árborg hafa aftur á móti unnist mikilsverðir varnarsigrar í baráttunni og Árborg er ekki í hópi þeirra mörgu sveitarfélaga sem komin eru í gjörgæslu yfirvalda vegna skuldaóreiðu. Þar skiptir miklu að sveitarfélagið Árborg hefur ekki selt frá sér dýrmætar eignir eða leitað annarra skyndilausna á vanda sínum.

En vitaskuld voru gerð mistök í rekstri Árborgar á liðnu kjörtímabili og nægir þar að benda á óþarflega dýra skólabyggingu á Stokkseyri og lítilsháttar tap í peningamarkaðssjóðum. Gjöld eru hér líka í hærra lagi og ef svigrúm gefst þarf að lækka þau. Við þurfum að geta rætt þessi mál öll feimnislaust og læra af þeim. En það voru líka teknar afdrifaríkar og mikilvægar ákvarðanir sem björguðu því að hér var ekki og er ekki óviðráðanleg skuldastaða. Það að slá út af borðinu stórkarlalegar hugmyndir Sjálfstæðismanna um dýrt fjölnota íþróttahús og nýja Sundhallarbyggingu á Selfossi er gott dæmi þar um. Í stað sundhallarbyggingar var farið í endurbætur á núverandi húsnæði og byggingu útiklefa þannig að við getum nú með stolti bent á sundlaugina okkar sem eftirsóknarverða ferðamannavin.

Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn gefið undir fótinn með nýja sundhöll og vill líka setja stórfé í Menningarsalinn í Hótelinu þó enginn viti fyrir víst hvort hann gagnist félagslífi hér á svæðinu. Hvoru tveggja er langt utan þess sem skynsamlegt getur talist.

Á kjörtímabilinu bíða okkar fjölmörg verkefni. Við þurfum að ganga í þau verkefni af heiðarleika og einurð. Til erum við og við treystum á ykkar atfylgi.

(Þórdís Eygló Sigurðardóttir og Bjarni Harðarson skrifa, birt í Dagskránni 27. maí 2010)


Vænn þingmaður tekur pokann sinn

Afsögn Steinunnar Valdísar kemur á einkennilegum tíma og virkar sem örvæntingarfullt útspil rétt fyrir kosningar. Sjálfum fannst mér útspil Hjálmars Sveinssonar ekki stórmannlegt á þessum tíma og mátti ekki túlka nema á einn veg; segðu af þér svo ég komist að! Með sama rétti má gagnrýna Dag B.

En allavega, afsögnin er samt eðlileg og krafa almennings um hana var réttmæt. Það breytir samt  ekki því að það er eftirsjá í Steinunni Valdís. Við unnum saman í fjárlaganefnd og Steinunn Valdís er vænn stjórnmálamaður, réttsýn og sanngjörn. Henni mun farnast vel utan þings.


mbl.is Eftirsjá af Steinunni Valdísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjallagrös og VG sem vill allt banna...

ER það ekki svo að VG vilji banna allt annað mannlegt athæfi en það að einhverjir reiti upp fjallagrös?

Sjá nánar 


Allir í Hvíta húsið

Hápunkturinn í kosningabaráttunni hér í Árborg er í opnum fundi sem Suðurland FM 963 heldur í Hvíta húsinu á Selfossi í kvöld. Þar verða fulltrúar allra framboða og allir velkomnir. Þeir sem ekki komast á staðinn geta stillt útvarpið á 96,3 eða farið á vefinn á http://963.is/

Við lofum fjörugum umræðum.


Magma austur fyrir fjall

Nú ætlar Magma að hasla sér völl í Skaftártungunni. Við hér austanfjalls höfum ekkert við sænska skúffuspillingu að gera. Síðast þegar sænskir reyndu að hasla sér völl hér var þegar uppgjafaprestur þaðan var gerður biskupi í Tungunum. Honum var drekkt í Brúará.

Það verða einhver ráð.
mbl.is Magma á helming í Búlandsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magma austur fyrir fjall

Nú ætlar Magma að hasla sér völl í Búlandsvirkjun. Við hér austanfjalls höfum ekkert við sænska skúffuspillingu að gera. Síðast þegar sænskir reyndu að hasla sér völl hér var þegar uppgjafaprestur þaðan var gerður biskupi. Honum var drekkt í Brúará.

Það verða einhver ráð.


Seiðkonur slökktu gos

Í dag komu til mín vísindakonur tvær hæverskar og fagrar og spurðu frétta úr héraði, þær Hallfríður Þórarinsdóttir og Bryndís Gunnlaugsdóttir. Ég sagði þeim frá gosinu og bað þeir fallega að fara austur og slökkva það. Það gerðu þær af fjölkynngi sinni. Reyndar hefur ekkert til þeirra spurst síðan en landsmenn gleðjast.

Gnarr og narr borgarstjórnarinnar

Það er eins og það gleymist í umræðunni um Jón Gnarr að af öllum pólitíkusum var hvergi samankominn eins misheppnaður söfnuður eins og í síðustu borgarstjórn og öll framkoma hans á síðasta kjörtímabili þvílíkt narr við lýðræðið og kjósendur. 

REI, Björn Ingi, Villi, Tjarnarkvartett, námsmaðurinn Gísli Marteinn, blóðug valdabarátta innan bæði Framsóknar  og VG, staða orkuveitunnar, salan á Thorsarahöllinni og ég er örugglega að gleyma einhverju fleiru en bara Ólafi F. 

Af öllu þessu þekki ég REI hneykslið best og var eins og fleiri mjög létt að sjá tvær valkyrjur, þær Svandísi Svavars og Hönnu Birnu ganga fram í því máli. En báðar ollu mér líka vonbrigðum þegar þær voru áfram áfjáðar að vinna með stjórnmálamönnum sem höfðu í REI svindlinu algerlega fyrirgert rétti sínum til setu í borgarstjórn. Og báðar voru líka til í að vinna með Ólafi F sem var mikið dómgreindarleysi. 

Borgarbúar hafa því ærna ástæðu til að styðja Jón Gnarr en ættu að samt að láta það ógert. Ennþá vitum við ekkert að hve miklu leyti Gallupfylgi Gnarrsins skilar sér í kjörkassa.

Auðvitað vonast ég til að Sóley (VG) fari inn með þrjá menn - enda er hún vel að því komin. Einhverjum kann að þykja hún róttæk en stúlkan sú er miklu skemmtilegri í viðkynningu en fjölmiðlar draga upp og svo gegnumheiðarleg að öllu lengra verður ekki komist.


Hvað er að?

Er nokkuð  betra við kóngafólk að gera. Ferguson stendur undir nafni. 

 


mbl.is Hertogaynja í vondum málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband