Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Stoltur af búðunum sem neituðu

Ég er stoltur af þeim kollegum í minni bóksalastétt sem neituðu verðlagseftirliti ASÍ um aðgang að sínum verslunum. Ekki vegna þess að ég sé á móti verðlagseftirliti heldur vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem við búum nú við. Það getur enginn leyft sér að bera heiðarlega kaupmenn saman við þá sem selja þýfi. Þeir sem reka verslanir án þess að láta sér detta í hug að þeir muni borga skuldir sínar eru í nákvæmlega sama leik og sá sem selur þýfi.

Þýfissalinn stingur andvirði hins selda einfaldlega beint í eigin vasa og sá sem stolið er frá fær aldrei neitt. Gjaldþrota stórmarkaðir stinga andvirði alls sem þeir selja ofan í einhvert það ginnungagap skulda og óreiðu að enginn veit hvað snýr fram og hvað aftur. Bakvið eina af stórkeðjunum í landinu er móðurfélag sem skuldaði 1000 milljarða eða með öðrum orðum milljón milljónir. Hverjir fá svo borgað hjá slíkum glæparekstri er tilviljunarkennt. Kannski fá allir forleggjarar sitt en það bitnar þá á einhverjum öðrum og á endanum á almenningi öllum.

Auðvitað erum við heiðarlegir bóksalar ekki í samkeppni við þessa menn. Við höfum aftur á móti  skömm á þeim samtökum launamanna og fréttastofum sem taka að sér og það ókeypis að básúna skrumskælda auglýsingastarfssemi fyrir starfssemi sem þessa.

Sá sem auglýsir þýfi er ekkert betri en þjófurinn sjálfur!


mbl.is Mikill verðmunur á jólabókum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórbreið frekja tefur eðlilegar vegbætur á Hellisheiði

Það er enginn vafi að hugmyndin um fjórbreiðan Hellisheiðarveg mun tefja um ófyrirsjáanlega framtíð að gerðar verði nauðsynlegar og hóflegar vegbætur á leiðinni milli Selfoss og Reykjavíkur. Frekjan og oflætið sem kom Íslandi um koll ræður enn ríkjum. Sjá nánar hér.


Bókavertíð og stórskáld á leiðinni

matti_joh_941323.jpgÞað gefst ekki mikill tími til bloggs hér í búðinni þessa dagana, enda bóksöluvertíð sem aldrei fyrr. Nú er líka opið lengur hjá okkur og veitir ekki af. 5% afslátturinn sem við veitum af öllum bókum er að virka þannig að æ fleiri gera sér nú grein fyrir að það er ódýrara að versla allar bækurnar hér og fá um leið vitræna ráðgjöf.

Hér er annars talsverð eftirvænting því nokkur af flottustu ljóðskáldum landsins koma hingað í kvöld og lesa upp.  

Til leiks mæta ljóðskáldin Eyþór Árnason, Matthías Johannessen, Gyrðir Elíasson, Gunnar M.G., Draumey Aradóttir, Bjarni Bjarnason og Steinunn Hafstað.

Húsið opnar klukkan 20 fimmtudagskvöldið 10. desember en upplestur hefst stundvíslega klukkan 20:30. Ekki missa af einstökum menningarviðburði. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.


...meðan höfuðpaurarnir ganga lausir

Það er óneitanlega hlálegt að tvö peð í bankahruninu hafi í dag hlotið fangelsisdóma meðan höfuðpaurar í svindlinu ganga lausir og ráða enn yfir stærstu atvinnufyrirtækjum landsins. Eins gott að hér verði ekki látið staðar numið.
mbl.is Dæmdir fyrir markaðsmisnotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stormur í vatnsglasi og aumkunarverð stjórnarandstaða

Uppákomur í Icesave-málinu eru einn stöðugur farsi. Í dag upplýstist að gögn sem enginn raunverulegur trúnaður var á birtist á Wikilekia og Morgunblaðið sló því upp sem stórfrétt.

Reyndin er að í bréfum Indriða og AGS er sárafátt merkilegt og þessi bréf hafa verið aðgengileg þinginu um nokkurn tíma. Af sama tagi er sá æsingur að formenn fjárlaganefndar telja það vitaskuld ákvörðun nefndarinnar en ekki þingflokksformanna hvernig nefndin hagar störfum sínum. Skandalar í þessu máli gerast ómerkilegri og ómerkilegri með hverri vikunni og allt hugsandi fólk er komið með grænar.

Staðreyndin er að frekari tafir þessa máls þjóna ekki íslenskum hagsmunum og málþóf stjórnarandstöðunnar opinberar þann nöturlega sannleika að þingmenn hugsa meira um hag sinna flokka en sinnar þjóðar.

Það er í raun og veru enginn pólitískur ágreiningur um það að Icesave-samnningarnir eru ósanngjarnir og tilkomnir fyrir þvingun og ofbeldi gamalla nýlenduvelda en það er samt engin önnur leið fær í augnablikinu en að loka málinu með þeim fyrirvörum sem náðst hafa í samningum. Það að draga málið getur orðið til að veikja stöðu okkar enn meira og gera skuldafjallið enn illvígara ef afleiðingin verður enn frekari gengisfelling og verra lánshæfismat.


Ríkissjónvarpið í lið með gangsterum

"Samkvæmt heimildum fréttastofu kosta algengar fartölvur nú um eitt hundrað þúsund krónur í verslunum en rétt er að benda á að samskonar gripi má fá á svörtum markaði fyrir innan við helming þess verðs."

Ofanritað er ekki tilvitnun í Fréttastofu Ríkisútvarpsins né neina aðra þekkta fréttastofu enda hefði tæpast farið framhjá almenningi ef fréttamenn leyfðu sér með slíkum hætti að beina viðskiptum til ómerkilegra smákrimma sem versla í skúmaskotum með þýfi.

Á Íslandi gildir að vera stórtækur og þessvegna birtist í liðinni viku frétt í Ríkissjónvarpinu þar sem íslenskum bókaunnendum var sérstaklega bent á að kaupa jólabækurnar í Bónus en sniðganga bókaverslanir.

Verslanakeðjur eins og Bónus og Eymundsson hafa nú þegar orðið uppvísar að því að skila ekki svo sem skila ber andvirði þess sem þær selja. Fyrir vikið eru  móðurfélög beggja í skiptameðferð.

Nú bendir ekkert til að þjóðin fylgi þessum endemis boðskap RÚV enda veit almenningur sem er að í stórmörkuðum eru aðeins örfáir auglýstir titlar settir niður í verði en aðrir jafnvel seldir á yfirverði. Á sama tíma bjóða margar af bókabúðum landsins staðgreiðsluafslætti og sérkjör sem jafnast í heild á við gyllboð Bónusmanna. Þegar við bætist vönduð ráðgjöf og þjónusta sérverslana má fullyrða að takmörkuðum jólagjafapeningum sé víðast betur varið en á svokölluðum kjarapöllum stórmarkaða.

Heiðarleg samkeppni verslana byggir á skilvísi. Eymundsson og Bónus eru fyrirtæki sem hafa gengið á undan í rándýru auglýsingaskrumi nú fyrir jólin þar sem fyrirtækin reyna að halda því að neytendum að þrátt fyrir gjaldþrot séu þau ennþá að bjóða bestu kjör. Ekkert er fjær sanni og þegar við bætist að skattgreiðendur munu borga milljarða á milljarða ofan í meðgjöf með þessum fyrirtækjum má með sanni segja að bókabrask þessara aðila sé þjóðinni dýrkeypt.

(Áður birt í Mbl.)


Draugaleiðsögn er vandmeðfarin

Grein Þórs Magnússonar í Morgunblaðinu í gær var afar sláandi og ekki síst fyrir okkur sem höfum stundað það að blanda saman þjóðsögum og leiðsögn. Stundum spyr fólk mig hvort ég búi ekki bara til sögurnar sem ég segi jafnóðum en það er auðvitað svo fráleitt sem mest má vera. Þegar þjóðsögur gamla tímans eru hafðar til þess að lífga upp á landið og ferðalagið er mikilvægt að fara rétt með og enn mikilvægara að vanvirða ekki með nokkrum hætti minningu hinna látnu.
mbl.is Falsaðar sögur af látnum ekki líðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplestur í bókakaffinu á fimmtudag

Það verður skemmtilegur kokkteill í bókalestri vikunnar í Sunnlenska bókakaffinu sem verður að vanda á fimmtudagskvöldinu klukkan 20:30. Fyrir kaffihlé verða kynntar tvær unglingabækur: Annarsvegar verðlaunasagan Þvílík vika eftir Eyrbekkinginn Guðmund Brynjólfsson. Sagan hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 2009. Hinn unglingabókarhöfundurinn, Harpa Dís Hákonardóttir er sjálf aðeins 16 ára og á allar ættir að rekja í Flóann, frá Holti og Vorsabæ. Bók hennar heitir Galdrasteinninn og útgefandi er Salka. 281296762_94929b2155

Eftir kaffihlé lesa Anna Ólafsdóttir Björnsson úr ævisögubókinni Elfa Gísla og Finnbogi Hermannsson úr bókinni Í fótspor afa míns. Elfa Gísla á sér ævintýralega sögu og hefur frá blautu barnsbeini orðið að standa á eigin fótum. Finnbogi Hermannsson sendir nú frá sér annað bindi í þríleik sem byrjaði með uppvaxtarsögunni Í húsi afa míns. Eins og í þeirri fyrri er sögusviðið að nokkru á Njálsgötunni en sagan berst líka austur í Flóa þar sem drengurinn Finnbogi lendir í sveit á Litlu-Reykjum.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband