Vitnađ í mömmu í Smuguviđtali
22.12.2010 | 14:32
Ég hafđi orđ á ţví í viđtali viđ Smuguna ađ í skáldskap ţćtti mér eđlilegast ađ klćđa skynsemina og vitiđ í mannheimum í búning gamallrar konu og hefđi ţá stundum óđur mína ađ fyrirmynd.
Ţóra Kristín orđar ţetta svolítiđ öđru vísi en kannski bara betur og allt í einu móđir mín komin í fyrirsögn í Smuguviđtali sem ég er bara ánćgur međ. Ţar er m.a. sagt er frá ţví ađ útrásarriddarinn Sigurđur fótur er kominn í menningarlega útrás.
Myndin er frá laufabrauđsbakstri í eldhúsinu hjá mér um síđustu helgi ţar sem sést í smáfólk Brekkugerđisćttar og baksvip ćttmćđranna mömmu og tengdamömmu.
Sigurđi fót vel tekiđ
16.12.2010 | 17:42
Sigurđur fótur hefur hlotiđ afbragđsgóđar viđtökur gagnrýnenda og kaupenda. Komst einu sinni á metsölulista Eymundsson og enn er vika eftir! Ađ minnsta kosti ţrír bókadómar hafa birst um bókina og hennar getiđ vinsamlega í framhjáhlaupi víđar.
Helgi Bjarnason skrifar m.a. í dómi sínum:
Höfundurinn er fundvís á ýmis skondin atvik úr lífi venjulegs fólks sem flestir ćttu ađ kannast viđ og jafnvel taliđ sína persónulegu upplifun. Ţá er sagan hlađin skemmtilegum lýsingum á atburđum og samskiptum fólks og tilsvörum.
Jón Daníelsson skrifar í Sunnlenska:
Svona grátlega eđa hlálega vitlaus er íslenskur raunveruleiki. Í ţessari nýju bók sinni setur Bjarni Harđarson grátlegan raunveruleika síđasta áratugar í búning fáránleikafarsa, sem stundum verđur svo hlálegur, ađ lesandinn gćti haldiđ ađ hann vćri staddur í miđri bók eftir ţann ágćta meistara skopsögunnar P. G. Wodehouse.
Loks skrifar Jón Ţ. Ţór ágćtan dóm ţó hann hafi veriđ svoldiđ spar á stjörnur sem er eiginlega svoldiđ sćtt, allavega fallegra en ţegar ritdómar standa varla undir ţeim stjörnum sem á ţeim hvíla. Jón Ţ. segir m.a.:
Frásagnarmáti höfundar er lipur og myndrćnn, á köflum bráđfyndinn og margar persónulýsingar einkar skemmtilegar. Ţó er ţetta engin skemmtisaga, miklu frekar hárbeitt háđsádeila á íslenskt samfélag undanfarna tvo áratugi eđa svo.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.12.2010 kl. 10:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Vestfirskt upplestrarkvöld međ meiru
16.12.2010 | 10:38
Árviss úgáfuhátíđ Vestfirska forlagsins sunnanlands verđur í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi fimmtudaginn 16. desember og hefst kl. 20:00.
Ţar verđur lesiđ úr nokkrum af hinum fjöbreyttu útgáfubókum Vestfirska forlagsins fyrir ţessi jól. Hafliđi Magnússon les úr 3ja bindi nýr bókaflokks Frá Bjargtöngum ađ Djúpi, Jóhann Diego Arnórsson les úr bók sinni Undir miđnćtursól, sem fjallar um amerísku lúđuveiđimennina viđ Vestfirđi á tímabilinu 1884-1897. Finnbogi Hermannsson les úr bók sinni, Vestfirskar konur í blíđu og stríđu. Jón Hjartarson á Selfossi les úr bók sinni Fyrir miđjum firđi. Myndbrot frá liđinni öld. Emil Hjörvar Petersen kynnir einstaka ćvintýrabók sína, Sögu eftirlifenda en höfundur á ćttir ađ rekja á Ísafjörđ. Loks les Sveinn Runólfsson í Gunnarsholti úr bók sinni um refaskyttuna hugljúfu. (Ţórunn Erlu-Valdimarsdóttitr sem ćtlađi ađ vera međ okkur forfallast.)
Lýđur Árnason nýkjörinn ţingmađur á Stjórnlagaţingi sér um tónlistarflutning ásamt félögum sínum og Ólafur Sćmundsson frá Patreksfirđi flytur gamanmál. Allir eru velkomnir.
Af ţví ađ Ísland er fullvalda en Írland ekki!
11.12.2010 | 12:48
... Ísland setti neyđarlög sem skákuđu eitruđum lánum erlendra risabanka til hliđar, einmitt og nákvćmlega í ljósi neyđarréttar fullvalda ríkis til ađ gćta hagsmuna sinna. Á Írlandi var tekiđ allt öđruvísi á málum, vegna ađildar landsins ađ ESB. Ráđamenn voru ekki sjálfráđir gerđa sinna og segir ţađ sitt um áhrif ađildar á fullveldi ríkja.
(Ragnar Önundarson: Stjórnmálaskólinn viđ Austurvöll, Mbl. 11. desember 2010)
Magnađ upplestrarkvöld í bókakaffinu
9.12.2010 | 10:21
Bragi Ólafsson, Unnur Karlsdóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir og Jón M. Ívarsson og lesa úr verkum sínum í Sunnlenska bókakaffinu í kvöld.
Bragi er höfundur skáldsögu sem hlotiđ hefur tilnefningu til bókmenntaverđlauna og heitir: Handritiđ ađ kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámiđ á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson. Unnur Birna Karlsdóttir sagnfrćđingur er höfundur bókarinnar Ţar sem fossarnir falla. Í henni er gerđ grein fyrir sögu virkjana og nýtingar fallvatna síđastliđin 100 ár. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir ţýđir Dćmisögur Tolstojs og Jón M. Ívarsson sagnfrćđingur er höfundur bókarinnar HSK í 100 ár sem er stórvirki í hérađssögu Suđurlands.
Upplestur á hefst klukkan 20, ókeypis ađgangur og allir velkomnir međan húsrúm leyfir.
Bensín á kókflöskum og einkasala á bókum
6.12.2010 | 09:04
Ţegar ég ók á vespu inn í Sahara fyrir nokkrum árum komst ég langt út fyrir ţau svćđi ađ olíufélögin ćttu ţar sína glćsiskála međ rafknúnum dćlum en ţađ var alltaf hćgt ađ fá bensín. Viđ litla kantađa leirkumbalda hlupu berfćttir krakkalingar út úr húsasundum međ bensín í litlum gler-kókflöskum sem selt var á prúttverđi. Og áfram skröltum viđ vespan inn í sandana.
Ţađ vill til ađ ég sel kók í gleri hér í bókakaffinu og núna ţegar bensínstöđvar landsins eru farnar ađ selja bćkur ţá veit ég ekki nema okkur bóksölum ţessa lands beri skylda til ađ bjóđa upp á bensín. Nóg er hér af glerinu. Ég gćti geymt flöskurnar bensínfullar í órćktargarđinum bakviđ og vantar eiginlega ekkert nema krakkana til ađ hlaupa međ ţessa krúttlegu mólotovkokteila.
En ţađ er margt í ţessum heimi krúttlegt á okkar síđustu og verstu tímum. Eins og bara ţađ ađ sjá fyrrverandi viđskiptaráđherra sem átti sér hugsjónir um betri viđskiptahćtti koma snemmbúinni ćvisögu sinni fyrir í einkasölu hjá mesta einokunarfyrirtćki ţessa lands og ţađ međ ţeim sértćku kjörum ađ bókinni má ekki skila.
Ţetta verđur alveg eins međ bensíniđ hjá mér, ţađ fćr enginn ađ skila ţví sem keypt hefir...
Englajól eftir Elínu frumflutt í dag
5.12.2010 | 09:44
Ballett viđ söguna Englajól verđur frumfluttur í Salnum í Kópavogi nú klukkan eitt í dag. Höfundur tónlistar er Elín Gunnlaugsdóttir. Hćgt er ađ kaupa miđa hér, http://salurinn.is. Höfundur sögunnar er Guđrún Helgadóttir rithöfundur en húnv ar endurútgefin hjá Forlaginu fyrir skemmstu.
Flytjendur tónlistarinnar eru Pamela De Sensi, flauta, Frank Aarnink, slagverk, Katie Buckley, harpa og Ólöf Sigursveinsdóttir, selló en ţau tilheyra öll Sheherazade- hópnum og dansarar eru nemendur í Listdansskóla Íslands. Sérstakur gestur á tónleikunum er Kársneskórinn undir stjórn Ţórunnar Björnsdóttur.
Ţeir sem vilja fá andlitsmálun fyrirsýninguna geta mćtt í Salinn klukkan 12:30 en Elín vill ađ ég sleppi ţví. Svo í stađin bangađi ég saman bindishnút í tilefni dagsins og kominn í perúínsku jakkafötin sem eru annars helst ekki notuđ nema á jólunum ...
(Myndin er frá ćfingu í gćr.)
Sigurđur fótur á metsölulista
3.12.2010 | 09:22
Sigurđar saga fóts er á metsölulista Eymundsson yfir skáldverk, ţar í 13. sćti sem er mikiđ happanúmer.
Fjöldi skáldverka er meiri nú en veriđ hefur undanfarin ár og ţví telst mikill árangur ađ ná inn á nefndan lista. Eins og eđlilegt hlýtur ađ teljast verma sakamálasögur flest efstu sćtin, fjögur af sjö og ţar eru Arnaldur og Yrsa eđlilega á toppnum. Nćst ţeim koma svo tvćr bćkur sem báđar hafa fengiđ lofsamlega dóma, m.a. hér á bloggi undirritađs, Ljósa eftir Kristínu Steins og Svar viđ bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson.
Listinn er annars svohljóđandi og nćr til bćđi skáldsagna og ljóđa í sölu Eymundssonverslana síđustu viku nóvember.
1. Furđustrandir / Arnaldur Indriđason
2. Ég man ţig / Yrsa Sigurđardóttir
3. Ljósa / Kristín Steinsdóttir
4. Svar viđ bréfi Helgu / Bergsveinn Birgisson
5. Hreinsun / Sofi Oksanen
6. Morgunengill / Árni Ţórarinsson
7. Önnur líf / Ćvar Örn Jósepsson
8. Mér er skemmt / Einar Kárason
9. Drottning rís upp frá dauđum / Ragnar Arnalds
10. Heimanfylgja / Steinunn Jóhannesdóttir
11. Landnemarnir / Vilhelm Moberg
12. Bréf til nćturinnar / Kristín Jónsdóttir
13. Sigurđar saga fóts / Bjarni Harđarson
14. Frumskógarbókin / Rudyard Kipling
15. Myrkvun / Stephenie Meyer
Metsölubćkur á bókakynningu í kvöld
2.12.2010 | 13:45
Guđni Th. Jóhannesson og Ragnar Arndalds lesa úr verkum sínum í Bókakaffinu í kvöld og ţá mun Elín Gunnlaugsdóttir bóksali kynna nýútkomnar ljóđabćkur.
Guđni Th. Jóhannesson er höfundur ađ ćvisögu Gunnars Thoroddsen sem var einn af áhrifamestu stjórnmálamönnum landsins á liđinni öld. Ragnar Arnalds sendir nú frá sér sögulega skáldsögu um Margréti Skotadrottningu sem kemur mjög viđ Norska og um leiđ íslenska sögu á 13. öld. Bók Ragnars heitir Drottning rís frá dauđum.
Húsiđ opnar klukkan 20, ókeypis ađgangur og allir velkomnir međan húsrúm leyfir.
Ţess má geta ađ bók Guđna Th um Gunnar er metsölubók međal ćvisagna og sömuleiđis hefur bók Ragnars komist á metsölulista skáldrita.
Ađ lokum er rifist um ekkert...
1.12.2010 | 21:51
... Hér austanfjalls er algengt ađ menn trúi á Njálu líkt og í öđrum jarđarplássum er trúađ á Testamentin eđa Kóraninn. Í trúarriti ţessu, sem er mikil kennslubók í pólitík, er flćrđin yfirleitt skammt undan. Og einnig ţar lyktar öllum deilum međ ţví ađ rifist er af mestri heift um ekkert. Ţannig er Gunnar á Hlíđarenda ađ lokum drepinn fyrir litlar og óljósar sakir og deilur Flosa og Njálssona rekur í strand út af ómerkilegri tusku í sáttagulli eftir Höskuld hvítanesgođa. Ţegar Flosi efast um ađ Skarphéđinn sé mađur orđa sinna er fjandinn laus.
Líkt ţessu var andrúmsloftiđ á nýlegum flokksráđsfundi VG ţar sem ađ lokum var tekist á um tvćr tillögur sem báđar virđast viđ skođun merkja ţađ sama ţó ađ ţćr séu kannski misgreinilegar.
Sjá nánar í grein minni á Smugunni.