Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Af ţví ađ Ísland er fullvalda en Írland ekki!

... Ísland setti neyđarlög sem skákuđu eitruđum lánum erlendra risabanka til hliđar, einmitt og nákvćmlega í ljósi neyđarréttar fullvalda ríkis til ađ gćta hagsmuna sinna. Á Írlandi var tekiđ allt öđruvísi á málum, vegna ađildar landsins ađ ESB. Ráđamenn voru ekki sjálfráđir gerđa sinna og segir ţađ sitt um áhrif ađildar á fullveldi ríkja.

(Ragnar Önundarson: Stjórnmálaskólinn viđ Austurvöll, Mbl. 11. desember 2010)


Magnađ upplestrarkvöld í bókakaffinu

Bragi Ólafsson, Unnur Karlsdóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir og Jón M. Ívarsson og lesa úr verkum sínum í Sunnlenska bókakaffinu í kvöld.

Bragi er höfundur skáldsögu sem hlotiđ hefur tilnefningu til bókmenntaverđlauna og heitir: Handritiđ ađ kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámiđ á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson. Unnur Birna Karlsdóttir sagnfrćđingur er höfundur bókarinnar Ţar sem fossarnir falla. Í henni er gerđ grein fyrir sögu virkjana og nýtingar fallvatna síđastliđin 100 ár. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir ţýđir Dćmisögur Tolstojs og Jón M. Ívarsson sagnfrćđingur er höfundur bókarinnar HSK í 100 ár sem er stórvirki í hérađssögu Suđurlands.

Upplestur á hefst klukkan 20, ókeypis ađgangur og allir velkomnir međan húsrúm leyfir.


Bensín á kókflöskum og einkasala á bókum

Ţegar ég ók á vespu inn í Sahara fyrir nokkrum árum komst ég langt út fyrir ţau svćđi ađ olíufélögin ćttu ţar sína glćsiskála međ rafknúnum dćlum en ţađ var alltaf hćgt ađ fá bensín. Viđ litla kantađa leirkumbalda hlupu berfćttir krakkalingar út úr húsasundum međ bensín í litlum gler-kókflöskum sem selt var á prúttverđi. Og áfram skröltum viđ vespan inn í sandana.

Ţađ vill til ađ ég sel kók í gleri hér í bókakaffinu og núna ţegar bensínstöđvar landsins eru farnar ađ selja bćkur ţá veit ég ekki nema okkur  bóksölum ţessa lands beri skylda til ađ bjóđa upp á bensín. Nóg er hér af glerinu. Ég gćti geymt flöskurnar bensínfullar í órćktargarđinum bakviđ og vantar eiginlega ekkert nema krakkana til ađ hlaupa međ ţessa krúttlegu mólotovkokteila.

En ţađ er margt í ţessum heimi krúttlegt á okkar síđustu og verstu tímum. Eins og bara ţađ ađ sjá fyrrverandi viđskiptaráđherra sem átti sér hugsjónir um betri viđskiptahćtti koma snemmbúinni ćvisögu sinni fyrir í einkasölu hjá mesta einokunarfyrirtćki ţessa lands og ţađ međ ţeim sértćku kjörum ađ bókinni má ekki skila. 

Ţetta verđur alveg eins međ  bensíniđ hjá mér, ţađ fćr enginn ađ skila ţví sem keypt hefir...


Englajól eftir Elínu frumflutt í dag

Ballett viđ söguna Englajól verđur frumfluttur í Salnum í Kópavogi nú klukkan eitt í dag. Höfundur tónlistar er Elín Gunnlaugsdóttir. Hćgt er ađ kaupa miđa hér, http://salurinn.is. Höfundur sögunnar er Guđrún Helgadóttir rithöfundur en húnv ar endurútgefin hjá Forlaginu fyrir skemmstu. img_6043.jpg

Flytjendur tónlistarinnar eru Pamela De Sensi, flauta, Frank Aarnink, slagverk, Katie Buckley, harpa og Ólöf Sigursveinsdóttir, selló en ţau tilheyra öll Sheherazade- hópnum og dansarar eru nemendur í Listdansskóla Íslands. Sérstakur gestur á tónleikunum er Kársneskórinn undir stjórn Ţórunnar Björnsdóttur.

Ţeir sem vilja fá andlitsmálun fyrirsýninguna geta mćtt í Salinn klukkan 12:30 en Elín vill ađ ég sleppi ţví. Svo í stađin bangađi ég saman bindishnút í tilefni dagsins og kominn í perúínsku jakkafötin sem eru annars helst ekki notuđ nema á jólunum ...

(Myndin er frá ćfingu í gćr.)


Sigurđur fótur á metsölulista

Sigurđar saga fóts er á metsölulista Eymundsson yfir skáldverk, ţar í 13. sćti sem er mikiđ happanúmer.sigur_ar_saga_fots_kapa.jpg

Fjöldi skáldverka er meiri nú en veriđ hefur undanfarin ár og ţví telst mikill árangur ađ ná inn á nefndan lista. Eins og eđlilegt hlýtur ađ teljast verma sakamálasögur flest efstu sćtin, fjögur af sjö og ţar eru Arnaldur og Yrsa eđlilega á toppnum. Nćst ţeim koma svo tvćr bćkur sem báđar hafa fengiđ lofsamlega dóma, m.a. hér á bloggi undirritađs, Ljósa eftir Kristínu Steins og Svar viđ bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson.

 

Listinn er annars svohljóđandi og nćr til bćđi skáldsagna og ljóđa í sölu Eymundssonverslana síđustu viku nóvember.

1. Furđustrandir /  Arnaldur Indriđason

2. Ég man ţig /  Yrsa Sigurđardóttir

3. Ljósa /  Kristín Steinsdóttir

4. Svar viđ bréfi Helgu /   Bergsveinn Birgisson

5. Hreinsun /  Sofi Oksanen

6. Morgunengill /  Árni Ţórarinsson

7. Önnur líf /  Ćvar Örn Jósepsson

8. Mér er skemmt /  Einar Kárason

9. Drottning rís upp frá dauđum /  Ragnar Arnalds

10. Heimanfylgja /  Steinunn Jóhannesdóttir

11. Landnemarnir /  Vilhelm Moberg

12. Bréf til nćturinnar /  Kristín Jónsdóttir

13. Sigurđar saga fóts /  Bjarni Harđarson

14. Frumskógarbókin /  Rudyard Kipling

15. Myrkvun /  Stephenie Meyer


Metsölubćkur á bókakynningu í kvöld

Guđni Th. Jóhannesson og Ragnar Arndalds lesa úr verkum sínum í Bókakaffinu í kvöld  og ţá mun Elín Gunnlaugsdóttir bóksali kynna nýútkomnar ljóđabćkur.

Guđni Th. Jóhannesson er höfundur ađ ćvisögu Gunnars Thoroddsen sem var einn af áhrifamestu stjórnmálamönnum landsins á liđinni öld. Ragnar Arnalds sendir nú frá sér sögulega skáldsögu um Margréti Skotadrottningu sem kemur mjög viđ Norska og um leiđ íslenska sögu á 13. öld. Bók Ragnars heitir Drottning rís frá dauđum.

Húsiđ opnar klukkan 20, ókeypis ađgangur og allir velkomnir međan húsrúm leyfir. 

Ţess má geta ađ bók Guđna Th um Gunnar er metsölubók međal ćvisagna og sömuleiđis hefur bók Ragnars komist á metsölulista skáldrita.

 


Ađ lokum er rifist um ekkert...

... Hér austanfjalls er algengt ađ menn trúi á Njálu líkt og í öđrum jarđarplássum er trúađ á Testamentin eđa Kóraninn. Í trúarriti ţessu, sem er mikil kennslubók í pólitík, er flćrđin yfirleitt skammt undan. Og einnig ţar lyktar öllum deilum međ ţví ađ rifist er af mestri heift um ekkert. Ţannig er Gunnar á Hlíđarenda ađ lokum drepinn fyrir litlar og óljósar sakir og deilur Flosa og Njálssona rekur í strand út af ómerkilegri tusku í sáttagulli eftir Höskuld hvítanesgođa. Ţegar Flosi efast um ađ Skarphéđinn sé mađur orđa sinna er fjandinn laus.

Líkt ţessu var andrúmsloftiđ á nýlegum flokksráđsfundi VG ţar sem ađ lokum var tekist á um tvćr tillögur sem báđar virđast viđ skođun merkja ţađ sama ţó ađ ţćr séu kannski misgreinilegar.

Sjá nánar í grein minni á Smugunni.


Mikilvćgara en niđurfćrsla

Ég ćtla ekki ađ segja hvort ţessi tala á ađ vera 175 ţúsund eđa 215 ţúsund en ţađ er eitt mikilvćgasta verkefni endurreisnarinnar ađ hćkka lćgstu laun.

Viđ hruniđ lenti umtalsverđur hópur launafólks undir fátćktarmörkum, hópur sem var á mannsćmandi kjörum áđur. Vinstri stjórnin hefur gert mikiđ til ađ koma til móts viđ ţennan hóp og í fyrsta skipti í áratugi hefur kjaraskerđing bitnađ meira á hinum efnameiri. En samt er ekki nóg ađ gert. Lćgstu laun eru hćttulega langt fyrir neđan međalbćtur. Slíkt fyrirkomulag er mjög hćttulegt fyrir ţjóđarhag og enn verra fyrir ţjóđarsálina.

Kostnađur viđ ađ hífa upp lćgstu laun er smávćgilegur miđađ viđ t.d. kostnađ viđ hina margrćddu niđurfćrslu lána og margfalt mikilvćgara verkefni.


mbl.is Lćgstu laun yfir 200 ţúsund
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ESB semur dagskrá Stjórnlagaţingsins

Í ársskýrslu ESB um samningaviđrćđur viđ Ísland segir međal annars:

Legislation to elect an advisory constitutional assembly was adopted in June. The task of the
assembly is to prepare a proposal to parliament for a new constitution. Among the issues to be
addressed is delegation of powers by the State to international organisations
. (Í júní voru samţykkt lög um stjórnlagaţing sem mun leggja fram tillögu fyrir Alţingi um nýja stjórnarskrá. Međal verkefna ţar er ađ deila fullveldi ríkisins međ alţjóđlegum stofnunum.)

Ţađ spyr auđvitađ enginn fréttamađur hvađan ESB hafi ţessa fullyrđingu en ţađ er fráleitt ađ ţetta sé sagt út í loftiđ. Ţannig vinnur ţetta risastóra skrifrćđisbákn ekki. Ţetta mál verđur sett á dagskrá af ţeim sem til ţess eru settir. Spurningin er bara hvort ţađ verđa nógu margir sem standa á móti og mćta til ţings ţessa međ hagsmuni lýđveldisins ađ leiđarljósi en ekki hagsmuni erlendra stórríkja.

Listinn hjá Heimssýn lofar góđu og ţar er enn ađ bćtast viđ.


Kambsránssaga og ćviminningar í bókakaffinu í kvöld

Upplestrarkvöld verđur ađ vanda í bókakaffinu í kvöld. Ađ ţessu sinni kynnum viđ Kambsránssögu sem var ađ koma út hjá Sunnlenska bókakaffinu og er ţetta fimmta útgáfa ţessarar sívinsćlu sögu sem er allt í senn fyrsta sakamálasagan og einnig talin yngsta Íslendingasagan. Stađgengill Ţuríđar formanns mćtir á stađinn og sömuleiđis einn af afkomendum Brynjúlfs Jónssonar höfundar sögunnar.

Ţá koma tveir rithöfundar í heimsókn, ţeir Hákon Sigurgrímsson frá Holti í Stokkseyrarhreppi sem gefur út sjálfsćvisögu sína, Ţú ert ţessi Hákon og Níels Árni Lund sem kynnir bók sína um Melrakkasléttu, Af heimaslóđ. Ađgangur ókeypis og allir velkomnir međan húsrúm leyfir.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband