Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Kanill útnefndur til Fjöruverðlauna
16.12.2011 | 15:07
Ljóðabókin Kanill eftir Sigríði Jónsdóttur bónda í Arnarholti var nú dag tilnefnd til Fjöruverðlaunanna við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu í Reykjavík.
Kanill sem er gefinn út af bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi er önnur bók höfundar en 2005 kom út ljóðabókin Einnar báru vatn. Undirtitill Kanils er Örfá ljóð og ævintýri um kynlíf. Það er bókaútgáfa okkar hjá Sunnlenska bókakaffinu, Sæmundur, sem gefur Siggu út, nú sem fyrr og þetta er okkur mikill heiður.
Fjöruverðlaunin voru fyrst veitt 2007 en að þeim standa Rithöfundasambandið og Hagþenkir. Veitt eru þrenn verðlaun, fyrir fagurbókmenntir, fræðirit og barnabækur. Í fyrri umferð eru tilnefnd þrjú verk í hverjum flokki til verðlauna eða alls 9 en á nýju ári verða svo þrjú þeirra valin til að hljóta sjálf verðlaunin.
Í umsögn dómnefndar um Kanil segir:
Hreinskiptin og tilgerðarlaus bók, nýstárleg að formi og innihaldi, með sjö ljóðum og einu ævintýri. Bókina einkennir erótík með femíniskum undirtóni auk leiftrandi myndmáls og vísana úr alvöru íslenskri sveitarómantík.
Lobbi ber lof á Kanil
12.12.2011 | 17:14
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður dæma bækur þættinum Bubbi og Lobbi á ÍNN.
Þar barst nú í tal bókin Kanill og um hana sagði Guðmundur, þ.e. að segja Lobbi m.a.:
Þetta er bók eftir eftir Sigríði Jónsdóttur en hún er bóndi í Arnarholti í Biskupstungum ... Bókin heitir Kanill og er ákaflega nærfærin og opinská lýsing Sigríðar á ástalífi, alveg óvenjulega hreinskiptin. Ég verð að segja að þessi bók kom mér verulega á óvart. Ég hvet nú alla til að kynna sér þessa bók.
Betri dóm er eiginlega ekki hægt að fara fram á.
Þáttinn í heild er hægt að hlusta á hér en Kanill er eiginlega akkúrat í miðjum þætti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Falskur Þorlákur eða falskur Reykás
7.12.2011 | 10:28
Spegillinn birti í gærkvöldi ágætt viðtal við Súsönnu Margréti Gestsdóttur sagnfræðing um tilhneigingu manna til að falsa söguna og sveigja að sínum skoðunum og tíðaranda. Súsanna hafði margt ágætt fram að færa og var málefnaleg í tali framan af en skipti svo um þegar þegar hún fór að tala um Þorláksbúð. Orðrétt:
Já eigum við að tala aðeins um þetta kúnstuga mál um Þorláksbúðina sem allar heimildir segja að hafi verið skemma og reist snemma á 16. öld, - og það 350 árum eftir dauða Þorláks helga, sem skemman hefur verið tengd við og látið í veðri vaka að skemman svona tengist honum og hafi jafnvel verið notuð sem dómkirkja frekar heldur geymsla.
Þetta er hlægileg uppákoma en svo hættir hún að vera hlægileg þegar maður sér að menn rjúka af stað og byrja að hlaða bygginguna upp að nýju með mikilli ánægju án þess einu sinni að vera búnir að fá til þess leyfi vegna þess að hún sé svo merkileg.
En afhverju getur góð skemma ekki verið merkileg eins og hvað sem er annað, afhverju þarf vera að kalla hana dómkirkju en þarna er verið að fara mjög frjálslega með söguna...
Ræða Súsönnu Margrétar líkist helst góðri klippu af Ragnari Reykás þar sem hún endar á að tala um að skemma geti nú verið merkileg eins og hvað annað.
Í fyrsta lagi hefur verið rætt um það að Þorláksbúð hafi einmitt verið skemma, t.d. hér og hér. Það er aftur á móti rangt hjá Súsönnu að húsið hafi aldrei verið notað sem dómkirkja, fyrir því eru heimildir þó enginn haldi að það hafi verið byggt til þeirra nota.
Og það er vafasamt að fullyrða mikið um það hvenær hús þetta var fyrst reist og eiginlega fráleit sögufölsun að efast um að bygging þessi tengist Þorláki helga þó vitaskuld hafi hann ekki verið sjálfur hér að verki.
Eða hvaða annar Þorlákur kemur til greina?
Ánægjulegt og tímabært
6.12.2011 | 15:35
Efnistaka á ræktuðu landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Guð, pólitík og Íslandsmet í vitleysu
20.11.2011 | 22:02
Það er óneitanlega alltaf svolítið vandræðalegt þegar menn blanda saman guði, álfum eða handanumlífi við dægurþras. Það passar einhvernveginn svo illa. Kannski eru blaðamenn bara að snúa út úr fyrir þeim ágæta presti Hirti Magna. Við getum fjallað um miðaldakirkjuna í Skálholti án þess að blanda trú inn í það mál.
Fjótt á litið þá er þessi hugmynd um að byggja risastafkirkju í Skálholti líklega Íslandsmet í vitleysu þessi á því herrans þari 2011. Og samt er af nógu að taka og keppnin hörð á þeim vængnum.
Guð ekki í nýrri miðaldakirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Du darfst nicht länger schweigen
20.11.2011 | 12:31
Áhugamenn um Kristmann Guðmundsson eru hvattir til að mæta í Bíó Paradís klukkan átta í kvöld. Þar verður sýnd þýska kvikmyndin Du darfst nicht länger schweigen sem er gerð eftir sögu Kristmanns, Morgni lífsins. Myndin var jólamynd Gamla bíós 1956.
Sú klisja að telja Kristmann Guðmundsson vont skáld er brosleg í okkar samtíma. Skáldið Kristmann var framan af ævi með bestu sagnaskáldum okkar Íslendinga en skriplaðist nokkrum sinnum á skötu í seinni bókum sínum, einmitt þegar líf hans var í senn ruglingslegt og birkilanskt. En einnig á þeim árum komu frá Kristmanni brilljant bækur eins og Nátttröllið glottir sem stendur jafnfætis mörgu af því besta í sagnagerð okkar í dag.
Gyrðir mætir í bókakaffið í kvöld
17.11.2011 | 11:49
Gyðir Elíasson mun lesa úr þýðingum sínum í Sunnlenska bókakaffinu í kvöld, fimmtudagskvöldið 17. nóvember. Skáldið tók nýlega við Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs. Auk hans mæta þau Óskar Árni Óskarsson, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Sigríður Jónsdóttir.
Húsið verður að vanda opnað klukkan 20 og upplestur hefst skömmu síðar. Ókeypis og allir velkomnir.
Tvær bækur koma út á þessu ári í þýðingu Gyrðis, Tunglið braust inní húsið sem er safn ljóðaþýðinga og bókin Hvernig ég kynntist fiskunum eftir tékkneska skáldið Ota Pavel.
Óskar Árni Óskarsson les úr ljóðabók sinni Þrjár hendur, Bergþóra Snæbjörnsdóttir les úr nýrri ljóðabók sem nefnist Daloon dagar og að lokum kynnir Sigríður Jónsdóttir bók sína Kanil en hún kom út fyrir skemmstu. B
Komið og kynnið ykkur það nýjasta í íslenskum skáldskap.
Fundur í Þorláksbúð
15.11.2011 | 08:34
Þorláksbúðarfélagið í Skálholti efnir til samveru og bænastundar í Þorláksbúð í Skálholti undir vinnutjaldi yfir Þorláksbúðarhleðslunni, þriðjudaginn 15. nóvember kl. 17:30 að ósk bænda í Biskupstungum. Á samkomunni verður bænastund, ávörp og söngur í höndum eftirfarandi:
Sr. Egill Hallgrímsson, Skálholtsprestur, sr. Hjálmar Jónsson, dómprófastur, sr. Kristinn Ólasson, fyrrverandi Skálholtsrektor, sr. Þórhallur Heimisson og sr. Kristján Björnsson, en allir prestarnir hafa tengsl við Skálholt á sinn hátt.
Þá flytja ávörp, Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður og landbúnaðarráðherra, Bjarni Harðarson bóksali, upplýsingafulltrúi hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og fyrrverandi alþingismaður, Gunnar Bjarnason, hönnuður og smiður Þorláksbúðar og Árni Johnsen alþingismaður og formaður Þorláksbúðarfélagsins. Söngvarar úr Skálholtskór syngja Dag í senn" eftir Sigurbjörn Einarsson, biskup og samkomugestir syngja kunnan sálm.
Allir eru velkomnir á samverustund í Þorláksbúð.
Húsafriðun eða annarlegur pirringur
13.11.2011 | 18:56
Hávær umræða hefur verið um endurreisn Þorláksbúðar í Skálholti. Áhugi á Skálholtsstað er okkur heimamönnum ánægjuefni en margt í umræðunni nú einkennist af ómálefnalegum pirringi í garð formanns Þorláksbúðarfélagsins og ákveðnu skilningsleysi á sögu Skálholts og umgjörð staðarins.
Eftir niðurlægingaskeið var ráðist í endurreisn Skálholtsstaðar af miklum stórhug á sjötta áratug 20. aldar. Kirkjan sem þá reis í stað hinnar lágreistu timburkirkju er reisuleg bygging og hæfir stærð staðarins í sögu og menningarlífi þjóðarinnar. En það var ekki bara að nýja kirkjan væri stór, verklag allt við endurreisnina var stórkarlalegt og framkvæmdirnar svo sannarlega barn síns tíma.
Gamalt skran og nýr staður
Öllu var þá umbylt á staðnum og fyrir þeim sem var þar kunnugur fyrir 1956 var staðurinn óþekkjanlegur á eftir. Nýtt landslag var mótað með vegum, hæðum og byggingareitum. Um aldir og líklegast allt frá árinu 1056 hafði það fyrirkomulag ríkt í Skálholti að kirkjan stóð þar hæst í landinu en önnur staðarhús mynduðu þorp neðan og sunnan kirkjunnar. Gamla bænum og öllu sem minnti á fyrirkomulag aldanna var rutt úr vegi með stórvirkum vinnuvélum. Nýr staður var byggður upp norðan og að hluta til ofan við kirkjuna. Úr aldagömlum sögulegum kirkjugarð var gerð slétt flöt og fjöldi minja, minningarmarka og mannvirkja sem þar voru kasaðar sem hvert annað skran. Sumt af því þótti ekki nógu gamalt, annað var talið að passaði ekki staðnum og virðingu hans.
Vörubílsfarmar af jarðvegi voru teknir austur undir Þorlákssæti og sturtað niður við kirkjuna. Vegur var lagður yfir gömlu klappirnar þar sem Tungnamenn höfðu í sagnagleði sinni bent ferðalöngum á blóðlit á steini sem tilheyrði aftöku Jóns Arasonar. Hjátrúin, þjóðsögurnar, forn ásýnd staðarins, allt var þetta afmáð. Gamlar heimtraðir sem vegna fornminjagildis fengu að vera óáreittar urðu samt svo útundan í öllu skipulagi að njólinn einn vildi með þær hafa á mínum barnsárum í Skálholtshlöðum.
Sá sem hér ritar hefur í skrásetningu þjóðsagna gengið um Skálholtshlöð með gömlum Tungnamönnum sem mundu þessa tíma og kunnu að lýsa Skálholti eins og staðurinn var fyrir umbreytinguna miklu.
Færum ekki Þorláksbúð
Einu tóftirnar sem einhver sómi var sýndur var tóft hinnar gömlu Þorláksbúðar. Þær fengu að standa og hafa einar af því sem ofanjarðar sést borið þess merki að hér er staður sem á sér langa sögu. Slíkar minjar færa menn ekki!
Undanfarin ár hafa staðarins menn og áhugamenn um Skálholt unnið að endurgerð Þorláksbúðar og þá kemur upp sú umræða að þetta lágreista torfhús muni skyggja á Skálholtskirkju. Dómkirkjan sjálf ber ekki með sér að vera hrokafull eða kaldlynd og það hæfir ekki að þeir sem þannig tala geri sig að talsmönnum hennar.
Kirkja þessi er hluti af sögu og hluti af stað sem verðskuldar að við leggjum rækt við. Formæður Skálholtskirkju undu vel við hlið Þorláksbúðar og voru þó margar miklu mun stærri sjálfar, háreistar timburbyggingar og gerólíkar Þorláksbúð. Það er jafn fráleitt að færa búðina eins og ef einhver léti sér til hugar koma að færa kirkjuna. Sögu Skálholts er sómi sýndur með endurbyggingu Þorláksbúðar og þeir sem ekki sjá kirkjuna fyrir búðinni eru spaugilegir menn.
Framlag húsafriðunarnefndar til Skálholts nú er sérkennilegt þar sem engri byggingu er hætta búin af því sem þar fer fram. Víðsvegar um land væri frekar þörf á skyndifriðun. Framkvæmdir við Þorláksbúð er afturkræf framkvæmd og vilji svo verkast geta komandi kynslóðir sett jarðýtu á Þorláksbúð líkt og gert hefur verið við fjölmargar sögulegar minjar í landinu. En varla verður það gert í nafni húsafriðunar.
Ómálefnalegur pirringur
Miklu ræður um þessa umræðu að inn í hana blandast pirringur gagnvart starfandi stjórnmálamanni sem hefur valist til ákveðinnar forystu fyrir þessu verkefni. Árni Johnsen má fullvel njóta sannmælis fyrir gott framtak í Skálholti og uppbyggingar staðarins á ekki að líða fyrir pólitískan pirring.
Veður af graðhesti
12.11.2011 | 17:25
Þetta er lítil, ferköntuð bók í glansandi bleikri kápu með gylltum stöfum, skemmtilega extravagant hönnun og sannarlega ekki það sem ég hefði almennt búist við af Sæmundi, útgáfufélagi Sunnlenska bókakaffisins!
Það er Kristín Svava Tómasdóttir sem svo ritar á þessum ágæta bókavef og heldur áfram:
En bókin heitir sumsé Kanill: ævintýri og örfá ljóð um kynlíf og samanstendur af sjö erótískum ljóðum og einu ævintýri. Ég verð að segja að mér finnst erótíkin bara frekar vel heppnuð, sem er ekki lítill sigur, hún er eitthvað svo vandmeðfarin og verður auðveldlega áreynslukennd og tilgerðarleg. Hér er erótíkin prakkaraleg og opinská og snýst mjög um það hvað það er þrúgandi að leggja hömlur á kynferðið, eins og er auðvitað ekki síst gert í tilfelli kvenna. Mér finnst hin frelsandi erótík konunnar stundum eiga það til verða hálfvæmin einhver svona Píkusögufílingur en þessi er alveg laus við það.
En nú ætla ég ekki að stelpa glæpnum alveg af hinum góða bókakonum en hvet lesendur til að lesa áfram greinina Veður af graðhesti á vefritinu sjálfu, hér.
(Skáldið Sigríður er hér til hægri á mynd með allt annarri Kristínu, mér skyldri).
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)